Vísbending


Vísbending - 10.12.2004, Qupperneq 2

Vísbending - 10.12.2004, Qupperneq 2
ISBENDING Saga til næsta bæjar að fylgir jólunum að segja sögur af jólasveinunum. Þjóðsagan af sveinunum þrettán hefur lifað ágætlega með þjóðinni þrátt fyrir að útlendingum finnist þessi fjölskylda hin undarlegasta. Útlendingar gleypa held- ur ekki alveg við því að þetta sé hin eina sanna jólasaga og ástæða þess að aðrar þjóðir þekki einungis einn jólasvein sé annaðhvort sú að fleiri þeirra hafi ekki fengist til að leggja í útrás eða að þeir hafi skipt á milli sín landssvæðum til að gera vinnuna auðveldari. Hverju sem útlendingar trúa þá er sagan af Leppa- lúða, Grýlu og jólasveinunum hin bráð- skemmtilegasta og vekur athygli á sagnagleði íslendinga. Þó að sagan sé fyrst og fremst sögð til skemmtunar og til að halda í hefðina sýnir hún hvernig hægt er að viðhalda vitneskju með sögu- forminu þar sem jafnvel yngstu þjóð- félagsþegnar okkar geta talið upp þorra hinna þrettán jólasveina og lýst ein- kennum þeirra og atgervi. Hugsanlega er sagnagleði íslendinga einn af dýr- mætari eiginleikum þjóðarinnar í sam- keppni við aðrar þjóðir. Máttur sögunnar ó að það kunni að hljóma kómískt er „söguformið" eitt af því „heitasta" í viðskiptabókmenntunum í dag. Hver bókin á fætur annarri kemur út um það hvernig segja eigi sögu til að viðhalda, yfirfæra og jafnvel skapa þekkingu í fyrirtækjum. Stephen Denning talaði einnig um „stökkbrettis-söguna" í bók sinni The Springboard frá árinu 2001, en það er saga sem hefur í för með sér stökkbreytingu á skilningi fólks á því hvernig fyrirtæki, samfélag eða flókið kerfi getur breyst. Stephanie Colton og Victoria Ward lýstu því hvað söguform- ið getur gert í grein sinni Story as a tool to Capitalize on Knowledge Assets sem þær skrifuðu fyrir Business Information Review fyrr á þessu ári. Þar segj a Colton og Ward frá því hvernig hægt er að nota sögur til að breyta hinu almenna í eitt- hvað ákveðið, hinu óhlutbundna í eitt- hvað raunverulegt, hinu flókna í eitt- hvað einfalt, kenningum í vinnuferli og líkönum í upplifanir eða dæmi sem hafa einhverja merkingu. í inngangi bókar sinnar segir Denni- ng ástæðu þess að hann, sem yfirmaður þekkingarstjórnunar hjá Heimsbank- anum, hafi farið að skoða söguformið sem mikilvægt tæki í þekkingarstjórnun hafa verið þá að aðrar leiðir virkuðu ekki sem skyldi. Hann og félagar hans lærðu af reynslunni að hið eina sem gat náð til stórs hóps starfsfólks sem átti að leiða breytingar var að segja þeim sögur. Þannig var hægt að skapa áhuga hjá fólkinu um breytingar og næga hvatn- ingu til þess að orð breyttust í verk. Fólkið skildi einfaldlega betur um hvað málið snerist þegar hlutirnir voru sagðir sem saga en ekki lýst sem líkani og flæðiriti. Máttur sögunnar er því tals- verður. Dæmisagan Margar af áhugaverðari viðskipta- bókum seinni ára eru ævisögur frekar en hugmyndafræðilegar eða ein- hvers konar „hvernig-á-að-gera“ bækur. Þeirsemskrifaviðskiptabækurerueinnig í auknum mæli farnir að átta sig á að líklegra er að fólk meðtaki betur boð- skapinn ef hann er skrifaður sem saga en einhvers konar listi þátta sem enginn orkar að leggja á minnið. Það kemur þess vegna ekki á óvart að nýjasta bók Stephens Dennings, Squirrel Inc., um sögunotkun í þekkingarstjórnun er ein- mitt skrifuð sem saga. The Goal eftir Eliyahu M Goldratt, sem kom út fyrir tuttugu árum, er eitt besta dæmið um hvernig söguformið er notað til þess að útskýra hugmyndir og breytingaferlið sem fyrirtæki þurfa að fara í gegnum til þess að auka skilvirkni sína og framleiðni. Goodratt fjallar um framleiðslustjórnun, sem hefur hingað til ekki þótt mjög reyfarakennt efni, en gerir það með því að fóstra söguformið og nýta sér tækni frásagnarlistarinnar. Þannig er til dæmis lykilþáttur í fram- leiðslufræðunum útskýrður með gönguferð sem aðalsöguhetjan fer í með son sinn og nokkra unga skáta. Hann lætur þá ganga í einni röð í von um að þannig muni allir fylgjast að á þann stað sem ferðinni er heitið. Hann kemst hins vegar fljótlega að því að það skiptir veru- legu máli hvar sá sem kemst hægast yfir, f þessu tilfelli piltur f yfirvigt, er íröðinni. Ef hann er aftarlega þá dregst hluti hóps- ins aftur úr og þeir sem voru fyrir framan hann stinga hreinlega af. Ef hann er hins vegar fremstur stjórnar hann ferð- inni og allir fylgjast að. Aðalatriðið er þá að létta birgðar hans eins og mögulegt er til þess að hann komist sem hraðast yfir og þar með allur hópurinn. Með þessari einföldu sögu tókst Goldratt að kenna mönnum hvernig flöskuhálsar hafa áhrif á framleiðsluferli fyrirtækja og hvernig það er mikilvægt að stýra framleiðslukerfinu í kringum þá. Góðar og vondar sögur Að nýta sögur til þess að koma ein- hverjum boðskap til skila er ekki ný uppgötvun enda voru Grikkir til forna miklir sagnalistamenn. Biblían er einnig að miklu leyti samansafn af dæmisögum en sennilega hefur engin bók haft meiri áhrif en einmitt hún. En sögur hafa þó verið notaðar um árabil í viðskiptum þó að söguformið hafi fyrr á tíð ekki notið sömu vinsælda og nú. Sögur af frum- kvöðlum og hetjum í fyrirtækjarekstri hafa alltaf verið mikilvæg leið til þess að hvetja fólk til að fylgja í fótspor þeirra. Jafnvel sögur af atburðum, eins og t.d. sagan af falli Enrons, hafa orðið mönnum víti til varnaðar. Það eru að mörgu leyti kostir söguformsins að boðskapurinn verður svo Ijóslifandi. í söguforminu felast þó einnig gallar. Sögur geta orðið til sem hafa ekki nema við takmörkuð rök að styðjast og hætta er á að trúin á söguna byrgi fólki sýn. Þannig er hætta á að ofsatrúarmenn einblíni um of á söguna og boðskap hennar þegar hún er einungis vís- bending en ekkert lögmál. Þannig hafa til dæmis sögur af frumkvöðlum leitt menn út í vitleysu vegna þess að þeir hafa misskilið hvernig byggja átti upp fyrirtæki og menn hafa tekið sögur of bókstaflega sem voru aldrei nægilega nkar af efni til þess að geta verið leið- arvísir í því ferli. Einnig er hætt við að sagan af falli Enrons hafi verið vatn á myllu þeirra sem vilja hefta markaðinn í eitthvert reglufargan í þeirri trú að það geti gert markaðinn skilvirkari. Enn fremur er talsvert algengt að fólk noti sögur til að rökstyðja þá trú sem það hefur og noti dæmi um atburði sem eru frekar einstæð tilvik en algild fyrirbæri eða dæmi sem skýra einungis hluta af myndinni. Þannig koma sögur ekki í staðinn fyrir rökhugsun eða vísindi heldur geta þær stutt við þau og gert hugmyndirathygliverðari ogeftirminni- legri en ella. s Islenskir y firburðir Islendingar hafa fyrir margt löngu sannað að þeir eru ein allra mesta sagnaþjóð heimsins. íslendingasögur eru einstakar í bókmenntasögunni. Islendingar hafa að mörgu leyti haldið þessari frásagnagleði sinni við með því að skrifa ævisögur og aðrar sögur í meira mæli en flestar aðrar þjóðir. Er varla sá Islendingur kvaddur yfir í annan heim án þess að ævi hans sé ekki reifuð með einhverjum hætti eða minningu hans haldið á lofti með sögum af lífsferli hans. Sennilega eru hvergi annars staðar í heiminum skrifaðar sérstakar minning- argreinar í vinsælasta morgunblað landsins um hvern og einn sem kveður þar sem dregin er upp svipmy nd af hinum (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.