Vísbending - 07.01.2005, Side 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
7. janúar 2005
1. tölublað
23. árgangur
Spáð í árið 2005
HinnmiklispámaðurNostradamus
spáði því að andkristur myndi
ná vöídum í hinum vestræna
heirni um þetta leyti, samkvæmt túlkun
sumra fræðimanna á skrifum hans, en
spádómana skrifaði hann á líkingarmáli
svo að kirkjan léti hann í friði. Einn ágæt-
ur demókrati var fljótur að átta sig á að
George W. Bush væri andkristur holdi
klæddur, bæði útlit og atgervi benti til
þess. Kirkjunnarmenn voru líkaófeimnir
við að kalla mótframbjóðandann John
Kerry djöfulinn sjálfan í kosningabarátt-
unni - og þarf þá ekki frekari vitnanna
við. Þó að hægt sé að finna ýmislegt í
spádómum Nostradamusar sem passar
við atburði sem síðar gerðust er þó fleira í
þeim sem á sér litla sem enga samsvörun í
mannkynssögunni. Enjafnvel þó að hinn
mikli spámaðurhafi verið mjög mistækur
í dómum sínum eru spámenn enn vinsælir
og hafa sennilega aldrei verið fleiri en nú,
flestir þeirra kalla sig verðbréfasala og
ijárfesta eða hagfræðinga. Ekki eru allir
þessir spámenn jafn spámannlega vaxnir
en sennilegahefurhljómsveitin Nýdönsk
þó hitt naglann á höfuðið þegar hún söng:
„Nostradamus var ekkert merkilegri en
ég, ég get spáð í framtíðina alveg eins og
hann“. Það er einmitt ætlunin hér.
Vísindaleg spámennska
Spámennska er vísindagrein innan
viðskipta- og hagfræðinnar þar sem
aðfallsgreiningu er beitt til að spá fýrir
um hvert sú braut liggur sem ekið er eftir.
Þetta ferli ernauðsynlegt í allri áætlunar-
gerð þó að flestir séu fyrir margt löngu
hættir að reyna að áætla eða spá langt
fram í tímann. Spár um þróun eru góður
kostur á meðan þær taka tillit til óvissu
og gera grein fyrir líkindum. Akkile-
sarhæll flestra spádóma eru þó óvæntir
atburðir sem er illmögulegt að spá fyrir
um. Atburðir eins og hryðjuverkin 11.
september 2001 og jarðskjálftinn í Ind-
landshafi 2004. Slíkir atburðir geta gjör-
breytt spám um þróun efnahagsstærða
og hlutabréfaverðs. Vandamálið er að
óvæntir og miklir atburðir gerast á ári
hverju, og stundum oft á ári, og erfitt er
að taka tillit til þeirra í aðfallsgreiningu.
Peter Drucker sagði eitt sinn að það væri
tímasóun að reyna að spá fyrir um óvænta
atburði en hins vegar væri hægt að spá
fýrir um áhrif atburða sem þegar hefðu
gerst, eins og t.d. áhrif þess að hlutfall
eldri borgara í Evrópu mun hækka og
hlutfall þeirra sem tala eingöngu spænsku
í Bandaríkjunum. Aætlanir stjómvalda
og fyrirtækja em einnig hjálplegar við
að velta því fyrir sér hvað gerist á næsta
ári en spáin snýst þá aðallega um hvort
hlutunum verður komið í framkvæmd
eða ekki. Þessi hugmyndafræði verður
útgangspunktur í þeim spádómum sem
hér fara á eftir og er þeim skipt í þrennt.
I fyrsta lagi em það spádómar um þróun
þar sem stuðst er við spálíkön stofnana, í
öðm lagi spádómar um þróun atburða sem
þegar hafa gerst og í þriðja lagi spádómar
um óvænta atburði byggðir á óljósum
vísbendingum og „innsæi“. Gengið erút
frá aðstæðum hér á landi og er leikurinn
til gamans gerður.
Þróun efnahagsstærða
Hagvöxtur - Flest bendir til þess að
hagvöxtur verði mikill á árinu og eru
hagvaxtarspár þeirra sem rýna í spálíkönin
um og yfir 5%, sem er að öllum líkindum
ekki fjarri lagi.
Vextir-Vísbending spáði því réttilega á
síðasta ári að timi hækkandi vaxta væri
kominn (17. tbl. 2004). Seðlabankinn
hækkaði stýrivexti hressilega í lok síðasta
árs með þeim afleiðingum að bankamenn
urðu andvaka við að breyta spám sínum.
Flest bendir til þess að vextir muni áfram
hækka á árinu ef eitthvað er að marka
viðvaranir Seðlabankans.
Verðbólga - Verðbólgudraugurinn hefur
læðst um og komið mönnum á óvart,
samanber snarpa vaxtahækkun Seðla-
bankans í lok siðasta árs. Ætla má að
vaxtahækkanir Seðlabankans nægi til
að halda aftur af honum og hann muni
hægja á sér eða öllu heldur bíða átekta
þar til á næsta ári að honum skýtur upp
á ný. Hann mun stríða okkur meira en
flestir ætla.
Gengið - Krónan hefur verið ógnarsterk
á árinu og hækkað. Hún mun áfram verða
sterk en allar líkur eru á að gengið fari
smám saman lækkandi á árinu. Skellur
krónunnar, sem gerir það að verkum að
evru-umræðan vaknar upp aftur, verður
þó sennilega ekki fyrr en eftir tvö ár.
Fiskurinn - Líkur er á að sjávaraflinn
muni aukast á árinu og á næstu árum.
Óljóst er hve áhrif jarðskjálftanna í Ind-
landshafi verða rnikil en líklegt er að
fiskverð hækki á árinu fyrir vikið. Ahrif
aukins eldis í Kína fara þó fljótlega að
segja til sín á komandi árum.
Alið - Alverð mun að öllum líkindum
haldast hátt á árinu en það hefur verið
hærra að undanfömu en um langt skeið,
1800 til 1850 $/tonn. Hátt álverð mun
ýta undir áætlanir um stækkun álvera en
frekari stóriðjuframkvæmdirgætu hafist
í lok áratugarins.
Húsnœðisverð - Fallið á húsnæðis-
markaðinum lætur enn bíða eftir sér en
lágir vextir og enn frekari vaxtanýjungar
munu halda áfram að kynda undir mark-
aðinum. Hlutfallslega lægri byggingar-
kostnaður mun þó þrýsta á verðlækkun.
Markaðurinn mun sennilega halda jafn-
vægi - sem er lognið fyrir storminn.
Hlutabréfaverð - Hækkun hlutabréfa-
verðs hefur óvíða verið meiri en hér á
landi, um 150% frá byrjun árs 2003. Kynt
hefur verið undir hlutabréfaverðinu með
útrás en afkoma fyrirtækja hefur einnig
verið afbragðsgóð. Engu að síður hefur
bóla myndast og fyrirtæki þurfa því að
draga fleiri kanínur upp úr hattinum á
þessu ári ef viðhalda á háu verðmati. Það
mun að öllum líkindum ekki takast svo
að hlutabréfaverð lækkar á árinu.
Atburðir sem hafa gerst
Ellin - Þjóðin er að eldast, þó hægar en
í Evrópu og áhyggjur af lífeyriskerfinu
eru ekki miklar hér á landi. Skortur á
(Framhald á síðu 4)
1
Visbending spáir í árið
2005. Flestbendirtilþess
að árið verði á heildina
litið mjög hagstætt.
2
Nýsköpun mun í auknum
mæli verða mikilvægur
þáttur í íslensku viðskipta-
og efnahagslífi.
3
Þórður Friðjónsson hag-
fræðingur skoðar efnahags-
horfur á Islandi og spáir í
lendingu hagkerfisins.
4
Framhald af grein á foA
síðu þar sem Vísbending
ferí spámannsstellingarán
þess að spá heimsendi.