Vísbending - 07.01.2005, Qupperneq 4
(Framhald afsíðu 1)
vinnuafli, skuldasöfnun og auðhyggja
munu þó gera það að verkum að fólk fer
seinna á eftirlaun en það ætlaði sér.
Útlendingar - Fjöldi útlendinga á Is-
landi er kominn í 3,5% og mun aukast
með tilheyrandi vandamálum. Kröfur
um íslenskukunnáttu aukast og ákveðn-
ar vinnustéttir verða nær eingöngu skip-
aðar útlendingum. Þetta gæti orðið árið
sem íslendingar uppgötva að þeir eru
rasistar.
Kauphöllin - Fyrirtækjum hefúr verið
að fækka í höllinni á undanfomum ámm
og samþjöppun eignarhalds mun senni-
lega leiða til þess að þeim heldur áfram
að fækka enn um sinn. Vonir standa þó
til að einkavæddur Landssíminn komi
sterkur inn.
A uömenn - Skapast hefúr stétt auðmanna
sem leyfir sér hluti sem Islendingar hafa
ekki leyft sér áður, eins og stórbýli bæði
í erlendum stórborgum og á Islandi. Æ
fleiri þeirra munu hafa aðsetur í útlönd-
um en láta til sín taka á Islandi enda er
frægðina þar að finna. Ríkidæmið mun
verða meira áberandi en oft áður. Almenn-
ingur og fyrirtæki munu reyna að halda
í skottið á auðmönnunum með aukinni
skuldasöfnun.
Dómarnir- Skattrannsóknirog rannsókn-
irá samráði munu áfram hneyksla þjóðina
en skammirnar verða aðallega í dómi göt-
unnar. Misindismennirnir munu sleppa
í krafti fyrninga og máttleysis íslenska
stofnanakerfisins rétt eins og hinir ólög-
legu innherjar um árið - sem var svo
fagnað eins og hetjum þegar þeir dúkkuðu
á ný upp í íslensku viðskiptaumhverfi.
Frelsið - Alþingi mun setja lög sem
þrengja að eignarhaldi og starfsemi fyr-
irtækja. Margir viðskiptakóngar munu
bregðast ókvæða við og beita öllum
ráðum til að klekkja á stjómvöldum.
Þeirri orrustu munu þeir þó tapa.
Fjárfestingar - Islendingar munu halda
áfram að fjárfesta í útlöndum, veðja á að
misgengi krónu og dollara muni breytast
á komandi ámm. Kb-banki mun áfram
leiða útrás bankanna en aðrir bankar
munu þó sennilega reynast stórtækari
á árinu þar sem spennan hefur safnast
upp. Nýjar útrásarhetjur munu koma
fram. Vandamálið er hins vegar að ávinn-
ingurinn afþessum verslunarferðum mun
láta á sér standa og reynir þá á trú og
þolinmæði fjárfesta.
Bankakerfið - Miklar breytingar hafa
átt sér stað í bankakerfinu á síðustu
árum. Umskiptin munu halda áfram og
samþjöppunin aukast. Sparisjóðakerfið
verður í brennidepli og enn ein atlagan
verður gerð að Islandsbanka.
Einkavœðing - Forsætisráðherra hefur
lýst því yfir að nú verði Landssíminn
loks seldur á markaðstorginu. Líklegast
verður það þó ekki fyrr en síðla árs og
ISBENDING
Aðrir sálmar
verður mjög umdeild sala. Margir munu
berjast um góssið en áhersla verður lögð
á að fá erlenda fjárfesta.
Ovæntir atburðir
Spilaborgin - Það mun hrikta í „stoðum“
einnar spilaborgarinnar þegar kemur fram
að rekstur sumra þeirra fyrirtækja sem
hafa skreytta framhlið er ekki allur þar
sem hann er séður. Spilaborgin mun þó
standa eftir talsverða endurskipulagn-
ingu. í kjölfarið verða sett íög um
pýramídaeignarhald fyrirtækja.
Erlendirfiárfestar- Erlend fjárfesting á
Islandi hefur að miklu leyti verið fólgin
í Islendingum í dulargervi, þ.e. fjárfest-
ingarsjóðum skráðum erlendis en í eigu
Islendinga, en útrás Islendinga, aukinn
ferðamannastraumurog skattaumhverfið
munu verða til þess að draga að stóra
erlenda fjárfesta. Að minnsta kosti eitt
„íslenskt“ fyrirtæki verður keypt upp af
útlendingum.
Einkavœðingaráform - Aukin umræða
verðurum einkavæðingu í orkugeiranum,
heilbrigðiskerfinu og menntakerfínu.
Ungir og róttækir menn í stjórnmálum
krefjast þess að meira verði gert úr þess-
um áformum og orðin tóm verði ekki
látin tala.
Utanríkisþjónustan - Nýjum utanrík-
isráðherra ofbýður ofþenslan í utanrík-
isþjónustunni. Hann boðar róttæka end-
urskipulagningu, leggur niður þátt utan-
ríkisráðuneytisins í viðskiptaþjónustu og
fer fram á að kirkjugarðsgjöldin verði
tekin af Útflutningsráði. Hann fækkar
sendiráðum, segir þau arfleifð úrelts
hugsunarháttar. Ekki verður óskað eftir
forsetanum í fleiri viðskiptahvataferðir.
Góðar eru gjafir
Fyrir jólin senda margir vinum sínum
gjafir og hlýjar kveðjur. Enginn skyldi
lasta þann vinarhug sem oftast fylgir. Um
jól og áramót nota menn tækifærið til þess
að ritja upp kynni sem menn hafa ekki
gefið sér nægilegan tímatil þess að rækta
á árinu. En margir gefa líka gjafir til fólks
sem þeirhafa aldrei þekkt mikið. Stjóm-
málamenn, embættismenn og stjómendur
fyrirtækja fá til dæmis gjafir frá ýmsum
sem em ekki persónulegir vinir þeirra en
eiga við þá einhvers konar samskipti. I
Bandaríkjunum er ekki bannað að taka
við slíkum gjöfum en embættismenn
em skyldaðir til þess að halda um þær
skrá og gefa upp verðmæti þeirra, en það
verður að vera innan ákveðinna marka.
Athyglisvert væri að sjá slíka skrá fyrir
íslenska stjórnmála- og embættismenn.
Jafnframt væri eðlilegtað fýrirtæki skyld-
uðu starfsmenn til þess að gera slíka lista
og afhenda stjórn. Gengið hafa sögur af
útibússtjórum sem hafa skottið eða bíl-
skúrinn opinn. Sömuleiðis hefur stórum
hópum verið boðið á íþróttaviðburði og
aðrar hátíðir erlendis. Ekki hefur hvílt
leynd yfir slíkum ferðalögum (ólíkt bíl-
skúrsgjöfunum) enda vandasamt vegna
þess fjölda sem viðstaddur er. En menn
eiga ekki að setja reglur vegna þess að
sérstök tilefni hafi komið upp heldur
fremur til þess að koma í veg fyrir tor-
tryggni. Undirritaður fékk til dæmis tvær
rauðvínsflöskur, eina koníak, konfekt-
kassa, matarkörfu og tappatogara. And-
legt fóður? Nei, það datt engum í hug.
Enginn heimsendir
Nostradamusvarheimsendaspámaður.
Þó að hræðslan við heimsendi hafi
minnkað verulega eftir að aldamótin
gengu um garðþá var jarðskjálftinn í Ind-
landshafi og hin gríðarlega eyðilegging
sem fylgdi honum vatn á myllu heims-
endaspámanna. Ekki verður heimsenda
spáð á næsta ári - enda lítið gaman að
hafa rétt fyrir sér í þeim efnum og fáir til
þess að dást að spádómsgáfunni ef spáin
rætist. Rétt er þó að hafa í huga að Is-
land er veikburða gagnvart skapbrestum
móður náttúru og eldgos og jarðskjálftar
gætu gert allar stofnanaspár úreltar á einu
augnabliki. Islendingar hafa hins vegar
fyrir margt löngu lært að áhyggjur af
duttlungum náttúrunnareru til einskis og
kj ósa að bregðast við hamförunum þegar
þær verða. Nýir Skaftáreldar gætu sett
margt úr skorðum, hulið landið svörtu
skýi til margra ára og gert sum svæði
landsins óbyggileg - en það væri enginn
heimsendir.
Stemming
Ríkisstjórnin ákvað á fundi skömmu
fyrirjól að kaupa alla sálma sembirst
hafa í Vísbendingu. Kaupin eru m.a. gerð
í tilefni af því að Halldór Ásgrímsson
hefúr nú verið forsætisráðherra í 100 daga
og auk þess eru sálmarnir skemmtilegur
aldarspegill, en um þessarmundir vill svo
til að um níu ár eru síðan þeir birtust fýrst.
Kaupverð er trúnaðarmál og jafnframt
varákveðið að efni sálmanna skyldi vera
trúnaðarmál líka eftir að greiðsla verður
innt af hendi og er það talinn mesti ávinn-
ingurinn af kaupunum. - bj
V
''Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Eyþór ívar Jónsson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráógjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
Heyfis útgefanda.
4