Vísbending


Vísbending - 21.01.2005, Síða 4

Vísbending - 21.01.2005, Síða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) Spuming um völd Pýramídaeignarhald hefur verið mjög vinsæl leið fyrir fjölskyldur til að byggja upp viðskiptaveldi sín og má finna dæmi um slíkt í flestum löndum Evrópu þó að Bretland sé hugsanlega undantekn- ingin. Lítill vafi leikuráaðpýramídarnir eru byggðir til þess að skapa völd og tækifæri sem annars væru ekki fáanleg. Þeir pýramídar, ef kalla má pýramída, sem voru lengi vel ráðandi í íslensku viðskiptalífi voru að miklu leyti slíkir valdapýramídarsem teygðu angasínayfir í stjómmál ogathafnalíf. Svipaðasögumá segja um þá pýramída sem hafa verið að byggjast upp á undanfömum misserum. Þeir sem ráða slíkum viðskipaveldum hafa áhugaá stjómmálum annars vegartil að vemda skipulagið sem þeireru búnirað koma sér upp og hins vegar til að skapa fleiri tækifæri fyrir viðskiptaveldið með aðgengi að auðlindum sem þeir annars hefðu ekki. Völdin eru ekki fólgin í íjár- munum heldur yfirráðunum sem menn hafa og þau völd vilja oft ná langt út íyrir jaðarmörk viðskiptaveldisins — og eru þau mörk þó mun lengra frá kjamanum en efni standa til. Þjóðaryfirráð Eitt best geymda leyndarmál þessara pýramída er að með slíku fyrirkomu- (Framhald af síðu 2) því að spyrja bjánalegra spurninga um mál sem enginn skilur. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að geta brugðið sér í hlutverk talsmanns djöfulsinshvað varðarhinýmsu mál sem koma upp á borðið. Oft eru það hug- myndir stjómanda og stjómarförmanna sem þurfa á því að halda að talsmaður djöfulsins taki til máls. Eitt gott dæmi um einrómaákvörðun stjómarsemhefði betur farið í gegnum gagnrýna umræðu er þegar stjórn KB-banka ákvað að veita stjórn- arformanni og stjórnanda fyrirtækisins veglegarhlutabréfavilnanir. Súákvörðun mætti hins vegar svo mikilli andstöðu í samfélaginu að stjórnendur bankans ákváðu að draga ákvörðunina til baka. Stundum væri æskilegt að menn í pólitík gætu sýnt sömu skynsemi og viðurkennt mistöksín, viðurkenntvondarákvarðanir og dregið þær til baka. Djöfull landsins að ætti að innleiða hlutverk talsmanns djöfulsins í sem flest fyrirtæki og í alla stjórnmálaflokka landsins. Slíkir talsmenn eru mikilvægir fyrir umræðu og ákvarðanatöku. Þeir eru mikilvægir lagi hafa sumar fjölskyldur ótrúleg völd og miklu meiri völd en flesta grunar. Hvort að þau beita þeim er svo önnur saga. Faccio' og Lang, sem vitnað vartil í 2. tbl. Vísbendingar, rannsökuðu hvað efnamestu fjölskyldur í löndum Evrópu réðu yfir mikið af skráðum fyrirtækjum í kauphöl lum. N iðurstaðan var að algeng- ast var að valdamesta fj ölsky ldan réði yfi r um5-6%afheildannarkaðsvirðikauphall- arinnar. I Sviss var hlutfallið um 18% og um 11% á Italíu en á Spáni og í Bretlandi innan við 2% (sjá mynd). Þegar saman- lögð yfirráð tíu valdamestu fjölskyldna í hverju landi voru tekin var hlutfallið um og yfir 30% f Belgíu, Frakklandi, Portúgal og Sviss. Að meðaltali varhlutfallið 21 % í þeim þrettán Evrópulöndum sem voru til skoðunar, langlægst í Bretlandi þar sem það var tæplega 6%. Rannsóknir á pýramídaeignarhaldi í Asíu benda til að valdamestu fjölskyldur Asíulanda ráði yfirennmeiraaffyrirtækjum, semhlutfall afVLF er eignarhald fimmtán valdamestu fjölskyldna í Hong Kong t.d. yfir 80%. Smæð I slands gerir það að verkum að það er kannski ósanngj amt að bera yfirráð hér á landi saman við yfirráð erlendis. Það þarf hins vegar ekki mikla reiknispeki til að sjá að tíu valdamestu blokkirnar ráða yfir bróðurparti fyrirtækja landsins. Islendingar eru þó enn sem komið er einungis byrjendur í pýramídaleiknum í samanburði við hin evrópsku fjölskyldu- veldi. fyrir þjóðfélagsumræðuna. Að vissu leyti verða þeir til af náttúrunnar hendi þegar menn með ólíkar stjórnmálaskoðanir koma saman eins og á Alþingi þó að oft og tíðum einkenni orðagjálfur frekar en rökræðurþærumræður. Fræðimenn, sér- fræðingar og rökfræðingar í viðkomandi málefni ættu að taka þetta hlutverk að sér. Þeir ættu eiginlega að vera skipaðir af ríkinu ef þeir hafa ekki dug og þor til þess að taka hlutverkið að sér sjálfir. H ver myndi ekki vilja vera skipaðurtalsmaður djöfulsins á Islandi? [ Vísbendingin ) T^aniel Goleman, sá sem gerði hug- -L/takið um tilfinningaskynsemi (e. emotional intelligence) víðfrægt, sagði að góðirstjórnendurværumeðvitaðirum sína styrkleika og veikleika. Þessi með- vitund eða öllu heldur sjálfsvitund gerir þeim kleift að vita hvað þeir vilja og á hverjuþeirþurfaaðhalda.Fólkmeðslíka sjálfsvitunderþóhvorkiofgagnrýniðeða með óraunsæjar væntingar. Hvernig þetta ávið íslenska stjómendurskal ósagtlátið en fólk með góða sjálfsvitund ræðst ekki , í verk sem er þeim ofviða. _ Aðrir sálmar v____________________________________,/ f A Kæra dagbók Vísbending hefur að venju ekki sent lesendum sínum neina dagbók í ár. Þess í stað sendir blaðið hér nokkra málshætti sem lesendureru beðnirað færa í dagbækur sínar. Allir koma málshætt- irnir úr bók Bjarna Vilhjálmssonar og ÓskarsHalldórssonar,íslenskirmálshætt- ir: Hælurn ei alþingi, fyrr en af því er riðið. Ekki eru blámenn til brúðarsveina hentir. Fleiri eru gráiren Dóri. Eyðsluona er eldur í búi. Oft er fox í fogrum ham. (fox: nom). Sjaldan hlýst gott af gestum. A mannbroddum skal hálku hlaupa. Víða kemurframillkaþín,Ubbi. Ekki emjötnar meybama meðfæri. Jafnt erkið sem kjaffi, en kjaffi engu nýtur (kj affi=kj app i). Ekki mákastasvartrikonuúrsæng. Hinirlægri verða að lúta. Lengi stendur mannsefni til bóta. Brigðlaust er norðurljós og ný í skýjum. Nirfill nælir, Satan svælir. lllt er að eggja óbilgjaman (ofstopamanninn). Aldrei blessast ófrjálst brauð. Þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hata heyrt hann né séð. Margar ráðskonur em sjaldan matdrjúgar (búdrjúgar). Það er rétt sem rétt er. Sá sem hefur reykinn fær oft lítið af réttunum. Sá sem hefur reykinn skal oghafa réttinn. Lengi skrjálaráþurru (skorpnu) skinninu, sagði kerlingin, hún klóraði sér á maganum. Hver hann hefur skipti við skollann, fær skaðann í laun. Flest fýsir sælan, og snúðu þér upp, lmba mín. Margur læst tolla í tískunni. Þó hundurinn gelti að tunglinu, gleypir hann það ei. Oft vantar þann viljann sem efnin hefur nóg. Aldrei er vindur í ólundar kindum eða óléttum konum. Betra er að vera vitlaus en ugglaus. Sá er þjófurinn verstur, sem úr sjálfs sín hendi stelur. Skemurer verið að þvo en þurrka. Sjaldan er þögn á þing borin, nema þrjóska valdi. Ei umbreytist asninn þó á hann sé sett- ur algylltur söðull. Þrennt er vörn gegn draugum, alspora hundur, oddlaus hnífur og skeifa. Híbýli prýðir maður. Skarp- héðinn og postulinn Páll það eru mínir menn. Það er annað Ólafur pá en Ólafur uppá. Þá er strompurinn búinn. Þeim sem eru ósáttir við málshættina og vilja brenna bókina skal bent á að hana má kaupa á fornbókasölum. - bj V ____________________________ ^Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. I. Faccio var ranglega nefndur Fang í 2. tbl. 2004. 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.