Vísbending


Vísbending - 08.04.2005, Qupperneq 4

Vísbending - 08.04.2005, Qupperneq 4
(Framhald af síðu 3) muninn með jöfnunarsætum, að hluta eða til fulls eftir atvikum. Mun- urinn á reglunum tveim getur reynzt mikill, þegar fá sæti koma til úthlutunar i hverju kj ördæmi, og einmitt þannig hátt- ar til hér heima. Frjálslyndi flokkurinn hefði t.d. fengið mann kjörinn í öllum kjördæmum 2003 skv. reglu Sainte- Lagues, svo að þingstyrkur hans hefði þá reyndar orðið talsvert umfram kjörfylgi. Meiri hluti núverandi ríkisstjórnar á Alþingi væri þá 32 þingsæti gegn 31, og sú niðurstaða væri í nánara samræmi við atkvæðamagn beggja fylkinga en núverandi þingstyrkur þeirra, 34 sæti gegn 29. Óvíst má telja, hvort núverandi ríkisstjóm hefði verið mynduð við þær aðstæður. Munurinn á reglunum tveim yrði trúlega hverfandi í reynd, ef iandið allt væri eitt stórt kjördæmi. I reynd er regla Sainte-Lagués yfirleitt sveigð að hagsmunum stórra flokka með því að nota deilitalnaröðina 1, 4, 3, 5, 7 o.s.frv. í stað 1,3,5,7 o.s.frv. Þetta ergert til þess eins að til að draga úr möguleikum lítilla flokka. Hefði regla Sainte-Lagués með þessari breytingu verið notuð hér heima 2003, hefði úthlutun þingsæta orðið hin sama og hún varð skv. reglu d’Hondts. Eðlilegra er þó að nota reglu Sainte-Lagués óbreytta, séu menn á ann- að borð hlynntir jöfnum atkvæðisrétti, því að með óbreyttri reglu Sainte-Lagués verður úthlutun sæta í fyllstu samræmi við skiptingu atkvæða í hlutfallskosning- um. Það er einmitt höfuðkostur hennar umfram reglu d’Hondts (sjá t.d. Arend Lijphart, Electoral Systems and Party Systems: A Study ofTwenty-Seven Demo- cracies, 1945-1990, Oxford University Press, 1994). Nú geta menn e.t.v. sagt sem svo, að núverandi skipan skv. reglu d’Hondts dragi úr líkunum á eiginlegri pattstöðu á Alþingi með því að skerpa muninn milli fylkinga við úthlutun þingsæta. En þá þurfa menn einnig að huga að því, að íylkingar og fylgi flokka kynnu að skip- ast öðruvísi til langs tíma litið, ef reglu Sainte-Lagues væri fylgt frekar en reglu d’Hondts. Kosningarnar 1971-1999 Iljósi niðurstöðunnar fyrir 2003 í töflu 1 er vert að reikna úthlutun þingsæta eftir reglunum tveim aftur í tímann til að fá sem gleggsta mynd af allri slagsíðunni -af völdum kjördæmaskipanarinnar ann- ars vegar og úthlutunarreglunnar hins vegar-á skipan Alþingis gegnum tíðina. N iðurstöðumar eru dregnar saman í töfl u 2. Þar sést, að regla d’ Hondts hefur jafnan sveigt úthlutun þingsæta í þágu Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Að öllu öðru jöfnu hafa þessir tveir flokkaraðjafnaði fengið 1,2 þingsætum meira í sinn hlut í hverjum kosningum síðan 1970 en þeir hefðu fengið skv. reglu Sainte-Lagués, og aðrir flokkar hafa þá haft minni þingstyrk sem því nemur. Þrír ljórðu hlutar bjögunarinnar eru Fram- sóknarflokknum í vil og afgangurinn Sjálfstæðisflokknum. Tölurnar benda til þess, að Alþýðubandalagið og ýmis ný framboð jafnaðarmanna og annarra hafi einkum goldið þessarar bjögunar ogeinnig Alþýðuflokkurinn nema í kosn- ingunum 1978. Ekki verður þó séð, að nokkur stjómamiyndun á tímabilinu hefði verið ókleif, hefði reglu Sainte-Lagués verið fylgt, en um það er þó ekkert hægt að fullyrða, því að bjögun kosningareglna hleður utan á sig með tímanum: það er ómögulegt að vita, hvaða áhrif önnur styrkleikahlutföll á Alþingi - hlutföll í nánara samhengi við kjörfýlgi flokkanna skv. reglu Sainte-Lagués - hefðu haft á kjörfýlgið til langs tíma litið. Að endingu Slagsíðan á skipan Alþingis íýrr og nú stafarekki eingöngu afkjördæma- skipan, sem mismunar kjósendum eftir búsetu, heldur einnig af hinu, að þing- sætum er úthlutað eftir reglu, sem hyglar stórum flokkum á kostnað minni flokka. Þeir, sem hafa hagnazt mest á ríkjandi skipan, eru þeir flokkar, sem mestu hafa ráðið um lögfestingu þessarar úth I utunar- reglu frekar en hinnar, sem einnig hlaut að koma til álita og hefur enda verið notuð t.d. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Af þessum sökum verður það enn brýnna en ella að leita leiða til að girða fyrir svo augljósan hagsmunaárekstur og fela öðrum en Alþingi að setja landinu rétt- lát kosningalög, t.d. sérstöku stjórnlaga- þingi, enda þarf hvort eð er að kalla það saman til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, þar eð Alþingi er með líku lagi vanhæft til þess verks. Höfundurinn þakkar Indriöa Indriðasyni lcktor í stjómmála- fræði góð ráð og Hákoni Skjenstad stærðfræðinema aðstoð við útreikninga. [ Vísbendingin ) Söluferli Landssímans hefúr loksins verið ákveðið. Uppgjöf virðist ríkja gagnvart dreifðri eignaraðild enda þolir ríkisstjómin ekki annað eins klúður og í sölunni árið 2001. Það er lítil bragarbót að skipa nýjum eigendum að setja 30% á markaðárið2007! Þessi niðurstaðastjómar- flokkanna einkennist af málamiðlunum. Furðulegast er þó þessi eigendaregla að enginn einn megi eiga meira en 45% sem krefstaða.m.k.þríraðilarverðaaðstandaað tilboðinu. En það gelurhentað einhverjum vvæntum tilboðsgjöfum vel.^ ISBENDING Aðrir sálmar _________________________________v Hver ræður sér? óhannes Páll páfi heillaði fólk með vingjarnlegri og hrífandi framkomu. Margir virðast minnast heimsóknar hans hingað til lands sem eins af hátindum í lífi sinu. Forsætisráðherra íslands ætlar að vera við útför páfa þó að þjóðin hafi látið af pápísku fýrir rúmum 450 árum. í Rómaborg er páfinn eitt af umræðuefnum gestkomandi. Heimsókn hans til Islands varmérenn í fersku minni árið 1993 þegar ég kom þangað. Það kom mér þess vegna á óvart hve lítið viðmælendum mínum virtist um hann gefið. lhaldssöm afstaða hans í ýmsurn málum sem snerta einka- hagi var menntuðum ítölum lítt að skapi. Hann var á móti getnaðarvörnum, hjóna- skilnuðum, giftingum presta og fleiru því sem við sem ekki erum á yfirráðasvæði kaþólsku kirkjunnarteljum að komi hvorki ríki né kirkju við. Með andstöðu sinni við getnaðarvarnir stuðlar kirkjan að fátækt í þeim ríkjum þar sem boðskapurinn er tekinn alvarlega og dregur úr virðingu manna iýrir kirkjunni þar sem menn fara sínu fram. Nýlega kom upp deila um það hvort taka mætti næringu af sjúklingi í Bandaríkjunum sem hafði fengið varan- legan heilaskaða og misst alla hreyfigetu fyrir fimmtán árum. Þrátt fýrir að læknar hefðu lýst því yfir við réttarhöld að engin von væri um bata og að skynjun sjúkl- ingsins væri engin gripu stjómmálamenn með Bush-bræðuma í broddi fýlkingar inn í og vildu skipa sjúkrahúsinu að gefa sjúkl- ingnum næringu. Það haföi einnig komið fram við réttarhöld að sjúklingurinn hafði sjálfúr óskað eftir að vera ekki haldið á lífi efhann lenti í slíku ástandi. Páfinn lýsti því yfir að með þv í að taka næringuna úr sam- bandi væri verið að grípa inn í vilja guðs. Það skaut því skökku við að páfinn vildi alls ekki leggjast á sjúkrahús þegar hann lá sjálfurdauðveikurskömmu síðar, heldur sagðist vera tilbúinn að deyja. Mamma fór stundummeð latnesktmáltæki, Quodlicet Jovi, non licet bovi, en það útleggst: Það sem leyfist Jupíter leyfist ekki nautunum. íslenskt orðtak segir næstum: Sitt er hvað Jóhannes og Jóhannes páfi. Eða eins og sagt varheima: Þaðsem leyfistJóum levfist ei bófum. - bj L.__________1______________________J íRitstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.