Vísbending


Vísbending - 07.10.2005, Side 1

Vísbending - 07.10.2005, Side 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. október 2005 40. tölublað 23. árgangur Skuldir hins opinbera Góðu fréttirnar í nýju fjárlaga- frumvarpi ríkisstjómarinnar eru að ætlunin er að halda áfram að greiða niður skuldir. Þetta er mikilvægt verkefni í blússandi hagvexti og þegar ríkið hefur verið að selja eignir í stórum stíl. Samkvæmt íjárlagafrumvarpinu verða greiddar niður skuldir fyrir 57,7 milljarða króna á þessu ári og 6,6 millj- arða á því næsta. Þetta þýðir að hreinar skuldir hins opinbera verða komnarniður í 12,2% árið 2006 (skuldir ríkisins niður í 7%). Þetta er ekki lítið þegar haft er í huga að skuldir hins opinbera vom um 41% af landsframleiðslu árið 1995. Samanburður r Ifréttatilkynningu frá fjánnálaráðuneyt- inu sem birt var með ijárlagafrumvarp- inu eru settar fram áhugaverðar tölur þar sem skuldastaða hins opinbera á íslandi er borin saman við meðaltal í OECD-ríkju- num. Þar má sjá hlutfall skulda hins opin- bera frá 1998 í samanburði við meðaltal OECD-ríkjanna. Samanburður frá árinu 1987 gefur þó enn áhugaverðari mynd af stöðunni (sjá mynd 1). Þar sést ekki einungis að hlutfall skulda hins opinbera (aðallega ríkisins þar sem sveitarfélögin hafa haldið áfram að safna skuldum) hefúr farið lækkandi síðustu ár, á sama tíma og hlutfall skulda í öðmm OECD-ríkjum hefúr hækkað, heldur sést þar einnig að sku Idasöfnunin hér var mjög hröð á níunda áratuginum frarn á miðjan tíunda áratug- inn. Arið 1987 var hlutfall skulda hins opinbera af landsframleiðslu einungis 8,2% en þá var það 36,7% að meðaltali í ríkjum OECD. Þegar komið var fram til ársins 1994varhlutfalliðhinsvegarkomið upp í 3 8,7% hér á landi á sama tí rna og það var41,6% í ríkjum OECDog varmunurinn því einungis þrjú prósentustig. Myndin sýnir hins vegar einnig að frá 1996 hefur þetta hlutfall farið hratt lækkandi á Islandi og á sama tíma lækkaði það einnig fram til ársins 2000 í öðmm OECD-ríkjum en hefur síðan farið ört hækkandi. Munurinn íprósentustigumámilli íslandsogOECD Mynd 1. Þróun skulda him opinbera sem % af VLF1987-2006 íMynd 2. Áœtlaðar skuldir Itins opin- bera sem % af VLF 2006 Mynd 3. Raunvirði skulda hins opitt- hera á íslandi (í millj. króna) í þessurn samanburði nær þó fyrst nú í ár sama mun og var árið 1987. Nánari athugun á einstökum ríkjum OECD gefur einnig áhugaverða mynd. Þar kemur fram að það eru sjö ríki sem skulda minna en hið opinbera á Islandi (sjá mynd 2). Danmörk og Ástralía munu næstum útrýma skuldum hins opinbera á næsta ári og í Svíþjóð og Finnlandi er hið opinbera frekar lánardrottnar en skuldunautar. Það er svo í Noregi þar sem hið opinbera sten- dur best að vígi. Hið opinbera á Italíu og í Belgíu skuldar hins vegar hlutfallslega mest, á Ítalíu er hlutfallið 98% af VLF og í Belgíu um 90% miðað við áætlun ársins 2005. í Belgíuhefurþettahlutfallþóverið að lækka á síðustu ámm en það var komið í 128% árið 1993. í reynd hefur hið opin- bera bætt stöðu sína í níu öðrum löndum hvað varðar skuldahlutfalliðjafnmikið eða meira en hið opinbera á íslandi ef miðað er við hæsta hlutfall á árinu 1987. Önnur ríki á Norðurlöndum hafa staðið sig enn betur en Island (Danmörk hefur lækkað skuldahlutfall sitt jafnmikið og ísland), þegar áætlaðar niðurgreiðslur til 2006 eru reiknaðar með, og hið opinbera í Noregi allra landa best en þar hjálpar oliuauðurinn verulega. ÍÞýskalandi,Frakklandi ogJap- an hefur skuldahlutfall hins opinbera aftur á móti aukist ört á síðastliðnum ámm, sem endurspeglar efnahagsástandið í þessum löndum. Skuldleysi? Það hjálpar Islendingum í þessum samanburði að hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi síðustu árin en í öðrum OECD-löndum. Mynd þrjú sýnir að það er fyrst á þessu ári sem raunvirði hreinna skuldahins opinbera fer lækkandi ef niðurgreiðsluáætlunin gengur eftir. Þá er hætt er við að hinu opinbera takist ekki að greiða niður skuldir sínar að fullu og að hlutfall þeirra fari á ný hækkandi á komandi árum þegar dregur úr hagvexti vegna minnkandi þenslu í hagkerfinu og hið opinbera eykur framkvæmdir til að koma í veg fyrir alvarlega skelli. 7j Skuldirhinsopinberahafa Bylgja hneykslisntála í ÞorvaldurGylfasonprófess- a undanfömumámmáíslandr' I verið að lækka hratt sem ) bandarísku viðskiptalífi í -4 or fjallar um ójöfiiuð á ís- /I og er nú orðinn mun hærri X hlutfall afVLF á síðast- byrjun21.aldarinnarþarfn- landi.HannbendiráaðGini- I en hann er annars staðar á liðnum árum ast skvrinear. stnðnllinnhefiirhækkaðörtá Nnrðnrlönrlnm

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.