Vísbending


Vísbending - 09.12.2005, Side 1

Vísbending - 09.12.2005, Side 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. desember 2005 49. tölublað 23. árgangur I flóði peninga r viðtali fyrir jólablað Vísbendingar sagði ÁgústGuðmundsson, stjórnar- formaðurBakkavarar: „Eitt afþví sem ýtti á okkur að kaupa 20% hlut í [Geest] var að aldrei hafa verið meiri peningar í ljárfestingarsjóðum en núna síðustu tvö árin—miklu meiri peningar en tækifærin eru til að eyðaþeim.“ Ágúst vekurþama athygli á nokkuð merkilegri staðreynd sem ekki allir hafa áttað sig á. Engum dylst þó að „ódýrir" peningar eru sem flóðbylgja, bæði í íslenska hagkerfinu og heimshagkerfinu. Sumir hafa gengið svo langt að segja að fátt sé ódýrara en peningar í dag. Peningaflóðið Greg Ip og Mark Whitehouse vöktu athygliáþessumiklapeningaflæði í heimshagkerfinu í grein í The Wall Street Journal þann 3. nóvember síðastliðinn („Huge flow of capital to invest spurs world-wide risk taking“) og hvernig aukið peningamagn er að ýta niður áhættu- þóknun í tjárfestingum. Peningamagn sem alþjóðlegir peningasjóðir (lífeyris- sjóðir, tryggingafélög og íjárfestingar- félög) hafa í umsjá sinni hefur aukist um hátt í 15 þúsund milljarða dollara á tveimur áram, frá 2002 til 2004, eða nærri því um þriðjung. Til samanburðar var landsframleiðsla Bandaríkjanna um 11 þúsundmilljarðardollaraárið2004. Þetta aukna magn peninga í peningasjóðum má einnig finna hér á landi. Frá 2001 til 2004 jukust eignir íslenskra lífeyrissjóða um tæplega 250 milljarða króna og verðbréfa- eign ijárfestingarsjóða hefúr aukist um nærri 100 milljarða króna frá 2002 fram í október 2005. Eignir lífeyrissjóðanna vora komnar yfir 100% af vergri lands- framleiðslu á siðasta ári en vora 81% af VLF árið 2000. Þessi flóðbylgja hefúr svo enn frekar magnast upp þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki undanfarin ár og það hefúr gert fjárfestum kleift að auka enn á peningaflæðið með því að taka mikið af lánum til viðbótar, með öðrum orðum „gíra“ sig eins og kostur er. Það er í slíkum heimi sem fjárfestingargeta manns eins og Pálina Haraldssonar getur farið úr fáeinum milljörðum í tugi millj- arða á innan við ári. Áhættan Lágir vextir og lítil verðbólga hafa það í för með sér að ríkisskuldabréf þykja ekki spennandi kostur fýrir fjárfesta. Pen- ingamir hafa í auknum mæli verið að leita í áhættusamari fjárfestingarenáður. Þannig hefur útgáfa svokallaðra rasl-skuldabréfa (junkbonds) stóraukist á skömmum tíma og áhættuálagið fram yfir ríkisskuldabréf hefur snarminnkað og er um 3,5 prósent- ur í samanburði við rúmar 10 prósentur fyrir þremur árum síðan. Hið mikla pen- ingaflæði hefur einnig gert það að verkum að nýjar leiðir eru famar í fjárfestingum, svo sem að fjárfesta í fasteignum og fasteignaveðum, óskráðum hlutabréfum, málverkum og svo má áfram telja. Sjóðsstjórar ijárfestingarsjóða synda hreinlega í peningum. Þannig hafapening- ar einnig streymt inn á fasteignamarkaðinn og fasteignafélög hafa skotist upp eins og gorkúlur. Því stórtækari sem menn era því betra þykir það. Afleiðingin er eins og í tilviki rasl-skuldabréfanna að ávöxt- un á áhættusamari fjárfestingum lækkar þannig að áhættuálagið sem fjárfestar fá er lítið sem ekkert. Þetta er ekki ósvipað þvi sem gerðist í lok tuttugustu aldarinnar þegarpeningarstreymdu inn í netfýrirtæki rétt eins og fjárfestar væru farnir að gefa peningana. Engu að síður má ætla að í heimi þar sem stöðugleiki hefúr verið í efnahagsmálum í nokkum tíma fari áhættu- álagið minnkandi. En peningaflóðið er betri skýring á minni áhættuþóknun þar sem fjárfestingarsjóðir reyna að finna fjárfestingarkosti sem geta skilað þeim ásættanlegri ávöxtun. Hjarðarhegðunin gerir það svo að verkum að allir verða að taka þátt í leiknum þó að engum hefði dottið í hug að taka slíka áhættu fýrir ein- ungis fáeinum misserum. Vandamálið er að sagan hefur kennt okkur að endalok tímabils minnkandi áhættuþóknunarhafa sj aldan verið gæfúleg, eins og Alan Green- span benti á í ágúst. Flóð og Ijara Hægt er að útskýra margt af því sem er að gerast á eignaverðsmörkuðum og jafnframt stórtæk uppkaup Islend- inga á erlendum vettvangi með hinu mikla peningaflæði í heiminum. Islensk- ir athafnamenn hafa verið fljótir til að nýta sér „ódýra“ peninga til þess að gera stórtæka viðskiptasamninga. Hugmyndin snýst um að vera á undan flóðbylgjunni og njóla áhrifanna eins og brimbrettagaur í öldutopphinum. Hættan er fólgin i að á eftir flóði komi fjara. Fátt bendir þó til þess að íjármagnið fjari út á næstunni. Þó er erfitt að spá urn það enda væri það ytri skellur, eða öllu heldur afleiðingar hans, sem myndi breyta flóði í fjöru. Heimildir: The Wall Street Joumal, Seðlabankinn og IMF. Eigitir alþjóðlegra peningasjóða (lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fjárfestingafélög) 50 40 30 20 10 lllllll 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Heimild: Intemational Financial Services. r-* Peningarhafasjaldanflætt Ólafur Klemensson dregur Þórður Friðjónsson svarar a Framhald al'grein á síðu tvö's I umhagkerfiheimsinsíeins 1 framathygliverðartölurum -4 spurningum útlendinga um f \ þar sem Ólalúr bendir á aö X miklummæliognúsíðustu stuðning Islands við land- hvaðanallirpeningarnirséu I Island sé á toppnum í land-

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.