Vísbending


Vísbending - 03.03.2006, Page 3

Vísbending - 03.03.2006, Page 3
ISBENDING Útgáfa krónubréfa - eðli og áhrif á tj árm ál a m a rk að i n n Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur Inngangur Nokkra undanfama mánuði hafa borist spumir af erlendri útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum. Til einföldunar eru þessi bréf hér nefnd krónubréf. Er það heiti notað sem til- vísun til krónunnar, gjaldmiðils okkar íslendinga. Fréttir af útgáfu krónubréfanna voru í upphafi takmarkaðar og bárust frá inn- lendum viðskiptabönkum. Fullyrt var að útgáfa krónubréfanna skapaði verulega hættu fyrir efnahagslegan stöðugleika í landinu, bæði við útgáfú og ekki hvað síst við innlausn þeirra. Fyrstu krónubréfin voru gefin út í ágúst 2005 og í október síðastliðnum birt- ist fyrsta alvörugreiningin á útgáfunni. Það var Greiningardeild KB-banka sem reið á vaðið með umíjöllun um útgáfú krónubréfanna í fréttabréfi bankans sem nefnist„Sérefni um skuldabréfamarkað- inn“, en höfundar greinarinnar em Asgeir Jónsson og fl. í desemberhefti Peninga- mála 2005, tímariti Seðlabankans, birt- ist síðan ritsmíð eftir Þorvarð Tjörva Olafsson um útgáfu krónubréfanna. Þau skrif sem hér birtast em að hluta byggð á framangreindum heimildum. Forsendur Til að átta sig á eðli þessarar útgáfu og hver áhrif hún kann að hafa á fjármálamarkaðinn er vænlegt að átta sig á fjárstreyminu. Það fjármagn sem flyst frá erlendum fjárfesti til erlends banka og þaðan til innlends banka og að lokum til innlends lántakanda nefnum við innstreymi. Hægt er að hafa í huga að þetta fjármagn streymir inn i hagkerfi okkar. Þegar kemur að endurgreiðslu streymir fjármagnið út úr hagkerfinu og er eðlilegt að nefna þá færslu fjármagns útstreymi. Astæður og forsendur útgáfu krónu- bréfanna er ljósar og þær em hinar sömu og fyrir aðrar hl iðstæðar útgáfur á alþjóð- legum fjámiálamarkaði: a) Gjaldmiðillinn er að styrkjast eða er líklegur til að halda stöðugleika. Þetta atriði er mikilvægt fyrir hina erlendu fjárfesta vegna þess að það em þeir sem bera gengisáhættu af viðskiptunum. b) Langtímavextir á svæði gjaldmiðilsins eru hlutfallslega háir. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að svigrúm skapist fyrir erlenda banka til að verða milliliðir í viðskipt- unum með hagnaði. c) Eftirspum eftir láns- fé er mikil á svæði gjaldmiðilsins eða vilji er fyrir hendi hjá inn- lendum bönkum til að færa skuldir úr erlend- um gjaldmiðlum yfir í krónur. Ef innlendir bankar hafa ekki þörf fyrir auknar lántökur í íslenskum krónum eru forsendur fyrir viðskipt- unum brostnar. Ekki er við því að búast að er- lendir bankar séu reiðu- búnir að taka hávaxtalán til eigin nota. Hinir erlendu lántakendur geta verið af ýmsu tagi, til dæmis: a) Fjárfestingarsjóðir undir stjóm útgefenda krónubréfanna, til dæm- is erlendra banka. b) Fjárfestingarsjóðir undir stjóm annarra er- lendra banka. c) Aðrir fjárfestar. Ekki er vitað hver hlutföll em á milli þessara fjárfesta en ef stærsti hluti íjár- magnsins kemur frá fjárfestingarsjóðum undir stjóm útgefenda krónubréfanna felurútgáfan í sérmikilvægayfirlýsingu um traust á íslensku hagkerfi. Erlendir bankar vilja almennt ekki láta sjóði í eigin umsjón taka mikla gengisáhættu. H verjir sem íjárfestamir em er lánveiting þeirra traustsyfirlýsing um styrk krónunnar. Þessberað getaað íslenskirviðskipta- bankar hafa einnig staðið að útgáfu krónubréfa. I lok október 2005 hafði Islandsbanki gefið út krónubréf fyrir fj óra milljarða króna og KB-banki fyrir þrjá milljarða króna. Til einföldunar er ekki tekin afstaða til þess hvar upphafs viðskiptanna er að leita. Það er alls ekki víst að það sé hjá útgefanda krónubréfanna eða hjá hinum erlenda ij árfesti. Alveg eins getur verið að Teikning 1. lnnstreymifjánnagns Fjárfestir Fjárfestir Erlendur banki Erlendur fjárm jgnsmarkaður Innlendur banki Lántakandi Lántakandi Innlendur fjármagnsmarkaður innlendur lántakandi hafi komið til hins innlenda viðskiptabanka síns og farið fram á enduríjármögnun lána til að létta af sér gengisáhættu. Innlendi bankinn hafi síðan fengið erlendan banka eða fjárfestingarfélag til liðs við sig. Með öðmm orðum, í þessari ritgerð er stillt upp tiltölulega einfaldri mynd af fjár- streyminu þótt framkvæmdin geti verið flóknari. Innstreymi fjánnagns Islenska krónan er orðin alvömgjaldmið- ill, í þeirri merkingu að viðskipti með hana em frjáls. Sá sem á krónur getur alltaf selt þær og sá sem hefúr áhuga á að kaupa krónur er á engan hátt hindrað- ur í því. Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að hægt er að nota krónuna sem viðmið fyrir verðmæti skuldabréfa. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.