Vísbending - 03.03.2006, Side 4
(Framhald af siðu 1)
Öðru máli gegnir um gufuaflsvirkj-
anir. Minna ber á þeim í landslaginu og
þær leggja ekki stór landflæmi undir vatn
og ekki þarf að bora í gegnum fjöll. En
orkulindin gengur hins vegar til þurrðar
og aðeins hluti orkunnar í heita vatninu
er nýttur. Þessar virkjanir eru því miklu
vafasamari en vatnsaflsvirkjanirfrá sjón-
arhóli umhverfísvemdarsinnans.
Loks er mjög mikilvægt að hugsa um
arðsemi tjármagnsins. Engin ástæða er
til þess fyrir ráðamenn að stökkva upp
á nef sér í hvert sinn sem talað er um að
arðsemi af virkjunarframkvæmdum hér
á landi sé óviðunandi. Þvert á móti eiga
þeir að fagna sérhverri hvatningu til þess
að græða meira. Ekkert náttúmlögmál
segir að hér á landi eigi að selja orku
á miklu lægra verði en alls staðar ann-
ars staðar. Kostimir við landið, stöðugt
stjómarfar, nálægð við markaði og vel
menntað vinnuafl ættu þvert á móti að
halda orkuverðinu uppi.
Niðurstaða
enn mega ekki gleyma því að ekki
er búið að ákveða að reisa álver
við Húsavík heldur aðeins að kanna hag-
kvæmni þess. Margt getur enn sett strik í
þann reikning. Gangi dæmið upp til enda
er ekki líklegt að þetta álver breyti efna-
hagsástandi í landinu mikið en að sjálf-
sögðu hefur það mikil áhrif á Húsavík.
(Framhald af síðu 2)
gengið út á að sanna. Líklegt er að aðrir
þættir vegi þar þyngra á vogarskálun-
um, eins og menning, uppeldi, verð og
aðgengi. Af þessu leiðir að rökin fyrir
banni á áfengisauglýsingum em ef til vill
veikari en i fyrstu mætti ætla.
Heimildir:
Friðrik Eysteinsson: Hafa auglýsingar
neikvœð áhrif á börn? Markaðspúls-
inn. RÚV, 2002.
Nelson, Jon P., og Douglas J.
Young: Do Advertising Bans Work?
An International Comparison,
International Journal of Advertising
20(3), 2001.
Birgir Guðmundsson: Birtingar áfeng-
istengds efnis í íslenskum prentmiðlum
1996-2005. Lýðheilsustofnun, október
2005.
Þóroddur Bjamason: Þjóðarspegillinn.
Háskóli Islands, október 2005.
European School Survey Project on
Alcohol and other Drugs. ESPAD,
2004.
(Framhald af siðu 3)
Krónubréfin falla í þennan flokk. Við-
skipti með þessi bréf geta farið fram án
þess að nokkrar krónur skipti um hendur.
Viðmiðun krónunnar virkar eins og hver
önnur vísitala. Reyndar era allflest alþjóð-
leg viðskipti með gjaldmiðla af þessu
tagi. Eingöngu er um að ræða færslur
á milli reikninga. Seðlar og mynt koma
ekki við sögu.
Til þess að innstreymi fjármagns eigi
sér stað í kjölfar útgáfu krónubréfa þarf
erlendi bankinn að tryggja:
a) að hann hafi kaupendur að krónu-
bréfunum,
b) að fyrir hendi sé lántakandi (inn-
lendur banki) sem óskar eftir láni að
andvirði krónubréfanna,
c) að vaxtamunur á innláni og útláni
sé fúllnægjandi.
Streymi ijármagnsins er sýnt á teikn-
ingu 1.
Aftur er minnt á að ekkert fjárstreymi á
sér stað nema þörf sé fyrir fjármagnið í
íslensku hagkerfi. Hugsanlega er innlendi
bankinn einungis að breyta skuldbinding-
um sínum eða viðskiptavina sinna úr
erlendum gjaldeyri í krónur. I því tilviki
eru hcildaráhrif íjárstreymisins engin.
Innlendi bankinn er einungis að losa sig
við gengisáhættu en jafnframt nokkuð
ömgglega hærri vexti. Ef fjármagnið er
endurlánað til innlendra lántakenda em
þeir væntanlega að veðja á fall krónunnar
og gjalda fyrir með háum vöxtum.
Astæður fyrir viðskiptum erlenda
bankans og þess innlenda liggja því
ljósar fyrir. I öllum tilvikum er erlendi
bankinn að létta af sér gengisáhættu en
ástæður innlenda bankans geta verið
mismunandi:
a) Lánaskipti. Innlendi bankinn skuldar
þeim erlenda gjaldeyri sem hann vill
létta gengisáhættu af. Því er hentugt
að gera lánaskiptasamning við erlenda
bankann.
b) Endurfjármögnun. Innlendi bankinn
er með gjaldeyrislán frá þriðja aðila sem
hann vill létta gengisáhættu af. Hann
notar lánið til að endurljánnagna eldra
lánið.
c) Frumlán. Innlendi bankinn er ekki með
gjaldeyrislán sem hann vill eða getur létt
gengisáhættu af en þarf nýtt lán sem hann
vill hafa í krónum.
ISBENDING
Aðrir sálmar
V_____________________;______x
( \
Er gott að Háskólinn
verði bestur?
Háskólarektorsetti metnaðarfúlltmark-
inið fyrir skólann í útskriftarræðu á
dögunum. Ræðan var svolítið í þeim stíl
sem maður á að venjast nú á dögum á aðal-
fúndum fyrirtækja. Forystumenn setja sér
mjög metnaðarfull markmið og segja frá
þeim opinberlega. Enginn efast um það að
eitt æðsta markmið skólastjóra er að skól-
inn verði góður. Einhver verður samt að
spyrja hvemig gæði skóla eru metin. Það er
nefnilegaekki víst að það sem einum fínnst
gotthenti öllumjafnvel. Tökumdæmi. Þeir
sem ætla að stunda súmóglímu verða að
bæta á sig sem allra mestri fitu til þess að
geta náð langt í greininni sem í Japan er
talin alvömíþrótt. Hér á landi em þeir sem
hafa vöxt súmóglímumanna yfirleitt ekki
taldir góð fyrinnynd æskunnar.
Gæði háskóla eru yfirleitt metin eftir
því hve afkastamiklir vísindamenn við þá
em. Sá vísindamaður er talinn bestur sem
fær flestar greinar birtar í virtum vísindarit-
um. Líklega er það ágætur mælikvarði á
vísindamenn. En það er alls óvíst að góður
vísindamaður sé góður kennari. Sannast
sagna er það svo að hjá mörgum góðum
vísindamönnum er kennslan ill nauðsyn.
Þeir hafa enga löngun eða getu til þess að
miðla misáhugalitlum nemendum afþekk-
ingu sinni. Auðvitað er það ekki algilt en
fúrðu oft fer áhuginn á nemendum þverr-
andi eftir því sem vísindaáhuginn eykst.
Þess vegna er besta kennslan ekki í þeim
skólum þar sem mestu vísindamennirnir
eru heldur þar sem kennaramir verða að
standa sig vel vegna þess að þeir eru ein-
göngu metnir miðað við árangur í kennslu.
Þó er undantekning frá þessu. Nemendum í
doktorsnámi erþað nauðsyn að vinna verk-
efni sitt með vísindamönnum. Þar er hins
vegar komið að seinni veikleika þeirrar
stefnu að verða í hópi 100 bestu háskóla
í heimi. Einn helsti styrkur Islendinga er
hve víða þeir hafa lært og sótt sérmenntun
sína. Því fleiri semljúkasémámihérheima
þeim mun færri njóta þess að kynnast öðru
umhverfi. Háskólinn gæti þannig lent í
hópi 100 bestu en við sætum uppi með
heimalninga sem væru þjóðfélaginu minna
virði en ef þeir hefðu farið utan. bj
'Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun
Háskólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
,án leyfis útgefanda.
4