Vísbending - 25.08.2006, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
25. ágúst 2006
32. tölublað
24. árgangur
ISSN 1021-8483
r
Flatir skattar: Ahrif á launagreiðendur
Inýlegr grein í Vísbendingu (25. tbl.
2005) var kannað hve hár flatur skatt-
urþyrfti að vera til þess að ríkið hefði
sömu tekjur og nú af skattheimtu. Ahugi
á flötum skatti hefur komið úr ýmsum
áttum. I Morgunblaðinu 28. ágúst 2005
segir í Reykjavíkurbréfi: „Tillögur um
mun víðtækari samræmingu skatthlut-
falla hafa hins vegar komið fram, bæði
frá Verzlunarráði íslands og Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja. Þessi tvenn
samtök nálgast málið þó úr ólíkum áttum.
Verzlunarráðið leggur til að tekjuskatt-
ur einstaklinga og fyrirtækja og virðis-
aukaskattur verði samræmdir í sömu tölu;
15%. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri
ráðsins, hefur sagt að það sama hljóti
þá að eiga við um ijármagnstekjuskatt.
Markmiðið með tillögum VI er fyrst og
fremst að hafa skattkerfið sem einfaldast.
Um leið og skatthlutföll verði samræmd,
verði endurgreiðslur, afslættir, styrkirog
bætur frá hinu opinbera endurskoðuð og
skattstofn virðisaukaskattsins breikkaður.
Rök VI fyrir slíkum breytingum eru m.a.
að einfalt skattkerfí dragi úr skattsvikum
og undanskotum, laði erlenda fjárfestingu
að landinu og stuðli að lækkun jaðar-
skatta, sem letji fólk til vinnu.
BSRB hefur lagt til samræmingu
tekjuskatta einstaklinga og fyrirtækja og
fjármagnstekjuskatt í 20% skatthlutfalli.
Nálgun samtakanna byggist hins vegar
fyrst og fremst á réttlætis- og sanngimis-
rökum; að það sé ekki sanngjarnt að
skattleggja tekjur auðmanna, þ.e. fjár-
magnstekjur, með öðmm hætti en tekjur
launþega."
Ahrif flatra skatta
Réttilega hefur verið á það bent að
ráðstöfunartekjur þeirra lægst
launuðu myndu minnka ef tekjuskattur
yrði flatur. Þettaþýðir í raun að ríkið niður-
greiðir laun þeirra sem minnst fá greitt.
Væri tekjuskattur flatur yrði að hækka
laun til þess að bæta þeim launþegum
Mynd 1: Skattprósenta hjá mismunandi tekjuhópum
Efri ferillinn sýnir skattprósentu hjá hjónum, sá neðri hjá einstaklingum ogflata línan
22,7% skatt. Miðað er við árið 2005. Heimild: rsk.is og útreikningar Vísbendingar.
sem minnstar tekjur hafa skerðinguna. í
Ijós kemur að miðað við það skatthlutfall
sem fékkst í áðumefndri grein, það er
22,7%, myndu rúmlega 30% hjóna greiða
hæmi skatta eftir breytinguna en nú. Þar
rnunar talsverðu hjá um 20%, en litlu
hjá hinum. Því yrðu atvinnurekendur að
hækka laun hjá þeim sem minnst laun
hafa. Það sama gildir um greiðslur frá
Tryggingastofnun ríkisins. Svo skemmti-
lega vill til að nýlegir kjarasamningar
ganga einmitt í þessa átt. Því má gera
ráð fyrir því að kostnaður yrði minni en
tölumar hér á eftir sýna ef miðað er við
tölur vegna ársins 2006.
Ef litið er á einstaklinga sem ekki eru í
sambúð yrðu áhrifin meiri. Þetta skýrist af
því að stór hluti þeirra sem lægstar tekjur
hafa er ungt fólk sem margt er í skóla og
vinnur því ekki fulla vinnu. Þetta unga
fólk vinnur lika oft þau störf sem krefjast
ekki sérþekkingar eða reynslu. Jafnframt
em í þessum hópi ekkjur og ekklar sem
hafa ekki háan lífeyri. Breytt skattform
myndi hafa talsverð áhrifá skattgreiðslur
40 til 45% einstaklinga.
Hve mikið þarf
að hækka laun?
Það er áhugavert að vita hve stór
hluti persónuafsláttur er í raun niður-
greiðsla á launum. Með því að kanna
hvemig tekjurþeirra sem hafa lægst laun
skiptast sést hversu mikið þarf að hækka
greiðslur til launþega þannig að þeir beri
ekki skarðan hlut frá borði. AIls þurftu
tekjur þeirra að hækka um nálægt 15
milljarða króna. Atvinnurekendurþyrftu
þar af að greiða 11 milljarða og Tiygg-
ingastofnun ríkisins um fjóra. Hlutur
TR er hærri en ella vegna þess að ekki
(Framhald á síðu 2)
1
Ef hér á landi væri flatur
skattur þyrfti að hækka laun
þeirra lægst launuðu til þess
að ráðstöfunartekjur þeirra
haldist óbreyttar.
2
Stefnumótun er snar þáttur
í starfsemi margra fyrir-
tækja. Býsna oft virðist
stefnan felast í augljósum
hlutum. Til hvers?
3
Stefna eins fyrirtækis
er skoðuð. Það vill ná
besta árangri með góðum
starfsfólki og þjóna
viðskiptavinum vel.
4
Aldraðir hafa stundum
óskað eftir því að
tekjur úr lífeyrissjóðum
væru skattlagðar eins
og tjármagnstekjur.