Vísbending


Vísbending - 22.09.2006, Page 4

Vísbending - 22.09.2006, Page 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) áþví vegnaþess að í sumum fyrirtækjum reynast skammtímakröfur ofmetnar og birgðum er ekki alltaf auðvelt að breyta í handbært fé með skömmum fyrirvara. Sumir vilja því ekki draga veltufé að fullu frá skuldum heldur færa niður birgðir og viðskiptakröfur. Hér er þó valin sú einfalda leið að draga veltu- íjármuni að fullu frá. Skuldir annarra yndin sýnir að skuldir nokkurra stórra íslenskra fyrirtækja eru rúmlega helmingur af brúttóskuldum ríkisins. Heildarskuldir Actavis, Exista og Landsvirkjunar eru yfír 100 millj- arðar króna. Ef orðið hefði af kaupurn Actavis á lyfjarisanum Plivamá ætla að heildarskuldir fyrirtækisins hefðu farið vel á þriðja hundrað milljarð. Landsvirkjun á litla veltuljármuni miðað við heildarskuldir og því eru nettóskuldir fyrirtækisins um tvöfalt meiri en hjáríkissjóði. Orkuveita Reykja- víkur skuldar um 36 milljarða nettó. Til samanburðar má taka FL-group, sem skuldar álíka mikið og Landsvirkjun, en peningalegar eignir sem ætla má að auðvelt sé að selja eru meiri en skuld- irnar í heild. Það er athyglisvert að greiningaraðil- ar leggja oft lítið upp úr skuldum. Meg- ináherslan er lögð á væntanlegt tekju- flæði. Auðvitað skipta framtíðartekjur mestu máli í verðmati á fyrirtækjum en þær eru áætlaðar en skuldirnar eru aftur á móti staðreyndir. Miklar skuldir einar og sér eru ekki veikleikamerki, það sem skiptir máli er getan til þess að greiða þær. (Framhald af síðu 3) að senda út sérstaka fréttatilkynningu til að frábiðja sér símtöl af þessu tagi enda horfði til vandræða þar sem mikilvægari símtöl náðu ekki í gegn. Hvað segir þetta um áhrifamátt auglýsinga í dagblöðum á Islandi? NiðurstöðurÞorbjarnarBroddasonar, prófessors í fjölmiðlafræði við Háskóla Islands, sýna jafnframt að lestur dag- blaða hjá íslenskum ungmennum er á miklu undanhaldi. Árið 1968 sögðust nær allir aðspurðra lesa dagblað daglega en einungis ijórir afhverjum tíu nú. Þrátt fyrir þessa staðreynd er annarri hverri krónu á íslenskum auglýsingamarkaði (Framhald af síðu 2) i stað eða minnka. Eigi að tryggja að auðug fiskimið stuðli að fjölbreyttu og kröftugu atvinnulífi og öflugri menningar- starfsemi í strandhéruðumNoregs verður það ekki gert með því að skikka skip og skipstjóra til að landa afla á tilteknum stöðum. Norðmenn leggjaþegarauðlinda- gjald á olíuvinnslu. Stór hluti teknanna rennur í olíusjóðinn svokallaðan, sem m.a. er ætlað að greiða landsmönnum eftirlaun i framtíðinni. Vel má hugsa sér svipaða nýtingu á fiskisjóði sem væri byggður upp á tekjum af auðlindagjaldi í fiskveiðum. Slíkan sjóð mætti til dæm- is nota til að greiða einstaklingum sem hefðu átt heimilisfestu og vinnustöð í viðkomandi héraði um ákveðið árabil viðbótarlífeyri. Sé slíkur viðbótarlífeyrir nægjanlega lokkandi er ekki að efa að atvinnulíf í strandhéruðum eflist fyrir atbeina einstaklinga sem héruðin byggja eða vilja byggja. Norðmenn eiga nú þess kost að koma á fót kvótakerfí í sjávarútvegi sem hefur mörg hin góðu einkenni íslenska kvóta- kerfisins en þar sem sneitt er hjá Iakari einkennunum. „Stytting" kvótans dregur úr spákaupmennsku með kvóta og hefur því svipuð áhrif og svokallaður Tobin- skatturhefði væri hann tekinn upp í gjald- eyrisviðskiptum. Það má vissulega deila um hvort 20% „stytting" sé ekki fullmikið af því góða. Norðmenn geta líka notað olíusjóðinn sem fyrirmynd og byggt upp „fiskisjóð“ sem gæti, væri rétt á málum haldið, eflt atvinnulíf strandhéraðanna í fullu samræmi við markmið stjómvalda. Það verður spennandi að fy lgj ast með um- ræðu og aðgerðum á þessu sviði næstu misserin. varið í dagblöð. Könnunin leiddi einnig í ljós að fjöldi sjónvarpstækja á heimil- um hefur stóraukist á sarna tímabili og er sjónvarp að kalla á hverju heimili á landinu. Markmið auglýsenda með auglýsing- urn er fyrst og fremst að auka hagnað sinn. Til þess að auglýsing skili tilætluð- um árangri þarf hún bæði að vera vel gerð og birt í réttum miðli. Ef illa er staðið að öðru hvoru getur það hæglega leitt til þess að auglýsing eða herferð skili engu og íþyngi því einungis útgjaldahlið auglýsandans. Þar getur skilið á milli feigs og ófeigs. Aðrir sálmar r Dear John Islenskan verður sífellt enskuskotnari. Nýlega kom bréf í póstinum þar sem spurt var hvort íýrirtæki mitt væri „people ready“. Eg nennti ekki að lesa meira. I kvikmyndahúsunum er verið að sýna „An InconvenientTruth“,„MySuperEx-Girlffi- end“ og „Snakes on a Plane“. I jólaboðum er spilað „Trivial Pursuit“ og nærri annað hvert íyrirtæki á íslenskum hlutabréfamark- aði (ICEX) ber titilinn „Group“. í fyrra var sýndáhrifamikil þýskkvikmyndum síðustu daga Hitlers. Hún nefiidist á þýsku „Der Untergang“ eða Fallið en margir töluðu alltaf um myndina sem „The Fall“, sem var enskur titill myndarinnar. Þetta er því ekki vegna þess að menn vilji vera trúir ffummál- inu sem útlenda heitinu er haldið, enskan vinnur öll tungumál. Margir vel menntaðir íslendingarhafa farið til Bandaríkjanna og séð þar merkilegt safh sem þeir tala um sem Smithsonian-safnið. Safnþettaerkenntvið breskan vísindamann, James Smitlison að nafiti. Eðlilegt væri að tala um Smithson- safnið á íslensku. En vegna þess að flestir vita ekki hvers vegna safnið ber þetta naín nota þeir nafnið með enskri endingu. Sam- bærilegtþessu væri að Bandan'kjamenn töl- uðu um Ama Magnussonar Institute þegar þeir væru að tala um Stofnun Áma Magn- ússonar. Þeir myndu þá blanda íslensku eignaifalli í enskuna og það þætti ekki til fyrinnyndar. Enskan sækir víðará. Margar erlendarþjóðirblanda enskum orðum í sitt mál óhikað. Hérálandi hefhrmálvemd verið sterkari en víða annars staðar. Enskra áhrifa gætir í orðaröð og í orðatiltækjum. „Eigðu góðan dag“ er orðatiltæki sem kom inn i íslensku frá væmnum Bandaríkjamönnum. Þessi þróun spillir íslenskunni án þess að bætaenskukunnáttu. Henni erreyndarvíða ábótavant, ekki síst rneðal sumra þeirra sem ættu að vera öðmm fyrirmynd. Sagan segir að nýlega hafi íslenskur ráðamaður verið í opinberri heimsókn erlendis og lesið ræðu sem skrifhð hafði verið fyrir hann á ensku. Á blaðinu stóð að sögn: „We are happy to exchange views with you“ en ráðherrann kvað hafa lesið „We are happy to exchange ywives with you.“ bj__________________ rtRitstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita ^án leyfis útgefanda._________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.