Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 14
— Hvað olli umskiptunum i utgerðinni, svo
að hún hcctti að bera sig?
— Það, sem einkum veldur straumhvörfum í
útgerðinni almennt, er það, að með vaxandi út-
gerðarkostnaði hér heima, fer verðlagið á fram-
leiðslunni lækkandi í viðskiptalöndum vorum.
Það er rétt að geta þess í þessu sambandi, að
frá því árið 1942 og allt til þessa tíma hefur
vélbátaílotinn átt í miklum örðugleikum, vegna
þess að framleiðslukostnaðurinn hefur stöðugt
farið hækkandi, bæði í mannakaupum, útgerð-
arvörum o. s. frv. En á sama tíma hefur verð-
lagið á erlendum markaði ýmist staðið í stað,
þ. e. a. s. meðan á stríðinu stóð, eða þá lækkað
stórlega, svo sem nú er orðið eftir að stríðinu
lauk. Er rétt að vekja athygli á því, hversu gífur-
leg hækkun liefur orðið á framleiðslukostnað-
inum frá því 1942, miðað við dýrtíðarvísitöluna,
og til dagsins í dag, eða úr 186 stigum og upp
í 306 nú. Þessar tölur sanna það gleggst, að farið
liefur hallandi vegur þessa atvinnvegar hin síð-
ustu árin. Þetta á ekki einvörðungu við um vél-
bátaflotann, heldur einnig um togaraflotann.
— Hvað orsakaði einkum hina miklu verðfell-
ingu á sölumarkaðinum?
— Það, sem að mínum dónti hefur valdið mest-
um straumhvörfum í verðfellingu á framleiðslu-
vörum vorum til sjávarins á erlendum markaði,
eru stríðslokin. Með því móti liafa nágranna-
þjóðirnar getað tekið fiskiskip sín í notkun aft-
ur, sem áður voru notuð í stríðsþarfir, og þar
af leiðandi skapað meira aðflutt magn af fiski
til heimalandsins, heldur en áður var, á sínum
eigin skipum. Einnig kemur þarna til greina,
að t. d. brezk stjórnarvöld liafa lagt allt sitt
kapp á það, að geta lækkað verðlag á lífskjörum
fólksins í sínu eigin landi, og er það ekki óeðli-
leg stefna hjá þeim mönnum, sem um margia
ára skeið áttu í miklum örðugleikum og þurftu
að fórna öllu, til þess að verja frelsi sitt og sjálf-
stæði.
— Svo hefur verðlagshækkunin haft gífurleg
áhrif á útvegsafkomuna, ekki rétt?
— Já, vissulega hefur verðlagshækkunin haft
gífurleg áhrif á afkomu útvegsins. Hún er einn
þátturinn í því, að gera fiskiskipaflotanum ís-
lenzka örðugra um vik, til þess að geta stundað
atvinnu sína með sæmilegri afkomu. Kappldaup-
ið um vinnuaflið í landi hefur verið svo gífur-
legt, að fiskimennirnir liafa gengið af skipun-
um og kosið það heldur að fara frá arðbœrri
atvinnu til óarðbœrrar atvinnu i lancli, og er
174
þetta hryllilegt ástand, þegar þess er gætt, að
sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnuvegur
þjóðarinnar og gefur þjóðarbúinu miklu meiri
tekjur, en nokkur annar atvinnuvegur þjóðar-
innar.
— Hvað er lielzt til bjargráða?
— Hvað helzt muni vera til bjargar í þessum
efnum, er erfitt að segja í stuttu máli. Enda
munu um það vera allskiptar skoðanir manna.
Utvegsmenn eru þeirrar trúar, að varanleg lausn
á þessum vandamálum fáist ekki fyrr en mál-
unum er þarmig skipað, að öll þjónusta og verð-
lag í landinu miðist við verðmæti útfluttra af-
urða. Vitanlega verður svo að leggja afar mikla
áherzlu á að skapa markaði fyrir íslenzkar fram-
leiðsluvörur lijá nágrannaþjóðum vorum, og má
segja það, að liagstæðir viðskiptasamningar við
viðskiptaþjóðir vorar séu aðalráðið til bjargar.
Svo getur þó hins vegar farið, og kannske ekk-
ert ólíklegt, þegar fram líða stundir, að erfitt
verði að selja alla okkar sjávarframleiðslu fyrir
það verð, sem oss er nauðsynlegt að fá. Og verð-
um við þá að vera viðbúnir þeim vanda.
Það þýðir ekki að loka augunum fyrir vand-
anum, sem blasir við okkur hverju sinni. Mesta
vandamálið okkar nti er það, að við lifum við
allt of mikla dýrtíð, og það er eins og þjóðin
skilji það ekki, að vegna breyttra tíma eftir
stríðslokin verður hún að venja sig við allt önn-
ur lífskjör heldur en hún hefur búið við að
undanförnu. Það er peningaeyðslan, sem er
meinsemdin. Hún er allt of mikil. Menn verða
að venja sig á að spara og varðveita betur sína
fjármuni heldur en verið hefur. Það verður
því nú þegar að stöðva dýrtíðina, stöðva verð-
bólguna, stöðva eftirspurnina eftir vinnuaflinu
til óarðbærrar framleiðslu og beina því til at-
vinnuveganna, þ. e. a. s. þeirrar framleiðslu,
sent færir þjóðinni auð. Síðan verður svo að
vinna að lækkun dýrtíðarinnar jafnt og þétt, og
það verður að skapa gagnkvæman skilning á
milli hinna mismunandi stétta þjóðfélagsins um
þessi mál. Þau verða aldrei leyst nema í sam-
komulagi. Valclboð í þessum efnum þýðir ekki
neitt. Þetta snýr að öllum almenningi í landinu,
stórum sem smáum, og það er skylda hvers góðs
íslendings að fórna einhverju til þess að lækna
höfuðmeinsemdina, ef nauðsyn krefur.
— Hvernig vcrður viðskiplamálunum bezt
hagað', með tilliti til hagsmuna sjávarúlvegsins?
— Þessari spurningu verður raunverulega ekki
svarað í stuttu blaðaviðtali. Stefna útvegsmanna
FRJÁLS VERZLUN