Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 53
Já, en hvernig læt ég, þú hlýtur að þekkja hann — það er sjálfsagt ekki sami maðurinn?“ „Auðvitað ekki“, gat Cherry sagt, með erfiðis- munum. Henni hafði kólnað innanbrjósts við þessi tíðindi, og hún varð að taka á öllu sínu, til þess að leyna angist sinni fyrir Bellc. Hún óskaði þess, að Bellc færi leiðar sinnar sem fyrst. „Þér á nú að vera í lófa lagið að velja þér ásjáleg- an boðsherra, Cherry, þú, sem ert svo lagleg“, sagði Bellc. „Jæja, vertu bless. Við sjáumst í kvöld!“ Cherry lét ekki þess orð á sig fá meira en orðið var og veifaði hendinni glaðlega í kveðjuskyni. Engan, sem sá hana ganga hröðum skrefum heim á leið, hnar- reista og frjálsmannlega, gat rennt grun í, að hún væri nýorðin ein af ólánsmanneskjum heimsins. Auli gat hún verið, að hafa ekki búizt við þessu! Hún hefði svo sem átt að geta sagt sér það sjálf, að frændi Thistlewaite gömlu hlyti að vera eitthvað sér- kennilegur. Enginn, sem væri með fullu viti, mundi geta gengið í þessum peysum og sokkum, sem gamla konan var sífellt að prjóna. Og röndótt prjónaver á hitapokanum — og náttsokkar! Hann var sjálfsagt grindhoraður og skorpinn af bókalestri. Frænka lians hafði sagt henni, að hann væri nýbúinn að fá stöðu við háskólann. Auðvitað gengi hann með gleraugu og væri með oddhvasst nef, eins og frænkan. Cherry kannaðist við þessa mann- tegund. I3eir voru vanir að hoppa eins og spörfuglar, þegar þeir dönsuðu, og voru í hæsta máta leiðinlegir. Henni væri blátt ájram ógerningur að fara á dans- leik með slíkum náunga. Cherry gekk niðurdregin á hjarta upp tröppurnar á húsinu, þar sem hún bjó. Nei, hún gat ekki fengið sig til þess. Hún vildi ekki vera heima en láta sjá sig í samkvæmi með karlmanni, sem allir gerðu gys að. Belle mundi áreiðanlega hafa augun hjá sér. Það stæði víst heldur ekki á henni að fræða hinar stúlk- urnar um hinn hlægilega frænda Thistlewaite gömlu. Þær mundu skemmta sér eins og drottningar. Cherry flýtti sér allt livað af tók að símanum í for- stofunni og sendi Barker símskeyti. 1 því stóð: „Get því miSur ekki farið. Er veik. BiS afsökunar. Þökk fyrir vinsemdina. Clierry Carstairs“. Síðan gekk hún upp í herbergi sitt og lét sig fall- ast á legubekkinn. Það var satt, sem hún sagði i skeyt- inu. Henni fannst hún vera afar veik — alla leið inn í sálina. Dagurinn leið smámsaman. Hvað átti hún að haf- ast að? Það var svo sem hægt að fara í bað, eins og hún hafði ásett sér. Hún gerði það. Á eftir settist hún við snyrtiborðið og bar framan í sig andlitskrem og púður.---------- Klukkan var ekki nema sjö. Allt í einu langaði hana til að fara í nýja samkvæmiskjólinn sinn, til þess að FRJÁLS VERZLUN sjá, hvernig hann færi henni, með þessa hárgreiðslu. Það gæti þó verið. að hún færi í samkvæmi einhvern- tíma seinna. Tuttugu mínútum síðar leit hún í spegilinn. Það lá við, að hún yrði hrifin af sjálfri sér. Það var hörmulegt óréttlæti, að enginn skyldi vera viðstaddur, til þess að dást að henni. En í sama bili var barið að dyrum. Cherry kall- aði dauflega: „Kom inn!“ Hún hafði ekki haft hug til að segja veitingakonunni, að liún mundi ekki fara á dansleikinn. Frú Redding staðnæmdist á þröskuldinum og starði á Cherry. „Þvílíkt og annað eins!“, varð henni fyrst að orði. „Skárri eru það dæmalaus fínheitin! Þér eruð alveg dásamlegar, hreint eins og málverk af einhverri álfamey!“ Hún kom inn og lokaði dyrunum. „Þessi herra Barker er kominn að sækja yður. Þið takið ykkur áreiðanlega vel út saman, þér og hann“. „Herra Barker?“ Cherry leit á frúna og vissi hvorki upp né niður. „Er — er hann — hér?“ „Já, svo sagðist hann heita“, svaraði frú Redding hlæjandi. „IJvílíkur myndarmaður! Hár, vel klæddur og viðkunnanlegur. Flýtið þér yður nú bara niður til hans, svo að hann geti séð, hvað þér eruð fallegar. Hann kann sjálfsagt að meta það, að eiga kost á að fara á skemmtun með svo fallegri stúlku“. Barker var kominn! Það hringsnerist allt í kollin- um á Cherry. Þá hafði hann ekki fengið símskeytið. Hún hlaut að hafa gefið upp skakkt heimilisfang, eða kannske símastúlkan hafi misskilið hana. Hvað átti hún að gera? Hvað í ósköpunum átti hún til bragðs að taka? Áður en hún vissi, var hún komin niður í dag- stofuna og stóð þar andspænis ungum og háum manni, sem reis úr sæti sínu, um leið og hún kom inn. „Ungfrú Carstairs, býst ég við?“ Hann gekk eitt skref í áttina til hennar en stanzaði svo sem steini lostinn. „Ég — nafn mitt er —“ „Eruð þér — Jonathan Barker?“ Cherry hvíslaði þessari spurningu fram. Augnabliksstund stóðu þau grafkyrr og liorfðu hvort á annað. Hann sá þarna frammi fyrir sér falleg- ustu stúlkuna, sem nokkurntíma hafði borið fyrir augu hans, og hún sá andspænis sér föngulegan karlmann, ungan og fríðan, með dökkhrún augu og bros á vör- um — bros, sem hitaði henni um hjartað. „Þér eruð tilhúnar — ekki satt?“, spurði hann svolítið skjálfraddaður. „Já, — ég er til“, svaraði Cherry lágt. „Það var elskulegt af yður að koma. Gerið þér svo vel að fá yður sæti, meðan ég hleyp upp eflir kápunni“. Hún tók eftir aðdáunarsvipnum í augum hans, um leið og hún flýtti sér út. Hún var alveg ringluð. En slík heppni, að hann skyldi ekki hafa fengið sím- skeytið! Þetta var auðsjáanlega maður, sem hún þurfti 213

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.