Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1947, Síða 2

Frjáls verslun - 01.09.1947, Síða 2
ÞORSTEINN BERNHARÐSSON: Frjálsari útflutningsverzlun! Iiitt hið alvarlegasta vandamál okkar íslend- inga um þessar mundir er, hversu erfiðlega okk- ur gengur að selja aðalframleiðsluvöru okkar, fiskinn, svo og vörur þær, sem úr honum eru unnar. Verður ekki um það deilt, að framleiðslu- kostnaður okkar er nú orðinn alltof hár, ef miða :i við það verð, sem keppinautar okkar bjóða hliðstæðar vörur fyrir. Og þótt okkur hafi tekizt að sel ja allan okkar i'isk í ár, er þess þó skemmst að minnast, að salan á freðfiskinum var bund- in sölu ákveðins magns af síldarlýsi, og það sem þar var fram yfir var selt undir ábyrgðarverði eða a. m. k. verulegur hluti þess. Sama máli gegnir um saltfiskframleiðslu ársins. Verulegur hluti liennar mun hafa verið seldur undir á- byrgðarverði, og verður því útkoman sú, að ríkissjóður verður í ár að greiða stórfé með að- alframleiðsluvöru þjóðarinnar. Rétt er það, að miklu minna hefði tap ríkis- sjóðs verið í sambandi við afurðasöluna, ef síld- arvertíð sumarsins hefði orðið betri en raun varð á. En jafnvel j)(')tt svo liefði nú orðið, eru ráðstalanir eins og þær, að binda freðfisksöluna við sölu á ákveðnu magni af síldarlýsi, alls ekki til frambúðar og verður fyrr en varir að leita annarra ráða. Hinsvegar er aðstaða okkar sú, að fiskfram- leiðslan verður að fæða og klæða meirihluta þjóðarinnar, og útflutningur á fiski og fiskafurð- um verður að skapa rnegnið af þeim erlenda gjaldeyri, sem þjóðin þarfnast á hverjum tíma, bæði til aukningar og viðhalds á atvinnutækjum sínum, svo og til kaupa á erlendum nauðsynjum til daglegra jtarfa. bannig er málum þessum nú háttað, að tvær stolnanir, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Scjlusamband ísl. fiskframleiðanda, annast um útflutning því nær alls þess freðfisks og saltfisks, sem þjóðin framleiðir til sölu á erlendum mark- aði. Þá mun og Samband ísl. samvinnufélaga sjá um útflutning jress freðfiskmagns, sem framleitt er á vegum félaga innan Jress. A ófriðartímum, eins og árunum 1939—1945 og undir viðskiptakringumstæðum eins og þá sköpuðust, getur verið nauðsynlegt að út- og innflutningur-sé á fárra höndum. Hinsvegar er mjög vafasamt að slíkt fyrirkomulag henti á frið- artímum, jtegar samkeppni í viðskiptum harðn- ar. Við Islendingar eigum tiltölulega fjölmenna verzlunárstétt og vel menntaða. Hefur verzlun- arstéttin sýnt |)aö á undanförnum árum, jíegai' hlaupa hefur jsurft með viðskiptasambönd frá einu landinu í annað, til kaupa á lífsnauðsynj- um þjóðarinnar, að henni er á hverjum tírna treystandi til þeirra starfa, sem lienni ber að inna af hendi. Verzlunarsambönd xslenzkra kaupsýslumanna standa traustum fótum í löndum þeim, sem við okkur íslendinga skipta. Er þeim, er þetta ritar, kunnugt um, að margir Jreirra hafa gegnum verzlunarsambönd sín fengið fyrirspurnir um ís- lenzkar framleiðsluvörur og áhuga á J)ví að greiða fyrir söln Jreirra. Hinsvegar hafa aðilar þeir, er með útflutninginn fara, umboðsmenn í flestum löndúm, sent íslenzkar framleiðsluvörur seljast til, og eiga þarafleiðandi óhægt um vik að láta selja framhjá umboðsmönnum sínum, jafnvel þótt mögulegt væri. Er ])ví raunin sú, að þorri þeirra íslenzkra kaupsýslumanna, sem hafa milliríkjaviðskipti að starfi, halda að sér hönd- um og hafast ekki að um sölu íslenzkra afurða, jafnvel þótt möguleikar á því gætu verið fyrir hendi, gegnum viðskiptasambönd sín. Jafnvel Jrótt mjög vel hafi verið vandað til vafs þeirra manna, sem stjórna fyrirtækjum þeim, sem að framan eru nefnd og nú sjá um út- llutning íslenzka fiskjarins, mun Jtaö mjög fátítt að sala á aðalframleiðsluvörum heillar Jxjóðar Framh. á bls. 164. 154 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.