Frjáls verslun - 01.09.1947, Blaðsíða 13
Merkisdagar kaupsýslumanna
í Lóni, á Djúpavogi og lengst á Fáskrúðsfirði. Nokkru
eftir aldamótin fluttist Bjarni til Eskifjarðar, bjó
þar til ársins 1924 og stundaði útgerð. Árið 1924
flutti hann búferlum til Reykjavíkur, var um 6 ára
skeið gjaldkeri hjá „Bræðurnir Ormsson“, en tók
síðan að sér skrifstofustjórastöðu hjá miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins, og því starfi gegnir hann enn í dag,
þrátt fyrir aldurinn.
Bjarni Sigurðsson hefur gegnl mörgum umfangs-
rniklum og vandasömum störfum um dagana, auk
þess, sem að framan er getið. í heimbyggðum sínum
á Austurlandi var hann valinn til forustu í félags-
og sveitamálum, var t. d. hreppstjóri, oddviti, sýslu-
nefndarmaður og safnaðarfulltrúi um tugi ára, átti
lengi sæti í yfirkjörstjórn og var nokkrum. sinnum
settur sýslumaður í forföllum. Má af þessu marka,
hverjum trúnaði Bjarni hefur sætt af sveitungum sín-
um, enda er hann gæddur frábærri atorku, áhuga og
festu um allt það, er hann tekur sér fyrir hendur,
samfara skarpskyggni og öðrum mannkostum.
Eggert Kristjánsson,
stórkaupm., átti fimmt-
ugsafmæli 6. okt. s.l.
Eggert hefur rekið
heildverzlun hér í ba?
um 25 ára skeið og á
því einnig starfsmæli
um þessar mundir.
Hann hefur verið mik-
ill atkvæðamaður í
kaupsýslustétt landsins
og verður væntanlega
lengi enn, því að
starfsþrek hans er i
fullu fjöri og áhugi hans glaðvakandi. Síðan 1935
hefur liann verið form. Félags ísl. stórkaupmanna og
um mörg ár átt sæti í stjórn Verzlunarráðs íslands
og verið varaformaður þess að undanförnu. Þar að
auki hefur hann gegnt erindrekstri fyrir ríkisins hönd
á erlendum vettvangi, og hvarvetna reynzt hinn nýt-
asti maður í afskiptum sínum af viðskiptamálum.
Eggert Kristjánsson er harðduglegur maður, sem
lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann er skel-
eggur og beinskeyttur málafylgjumaður, og mælskur
vel. í þágu kaupsýslustéttar landsins vinnur liann
nhkið og gott starf, og fyrirtæki sínu er hann ötull
og hagsýnn stjórnandi, enda er það fyrir löngu í
stærstu og góðkunnustu verzlunarfyrirtækja landsins.
„Frjáls Verzlun“ árnar Eggert til hamingju með
bæði. afmælin.
Jón Gíslason,
verzlunarma'öur í
Reykjavík, átti 80
ára afmæli 10.
ág. s.l. og hafði
þá jafnframt unn-
ið um 35 ára skeið
hjá sama fvrir-
tækinu, heild-
verzlun Garðars
Gíslasonar. Lét
hann þá af störf-
um.
J ón er Árnes-
ingur að ætt og
stundaði sjóinn
fram eftir ævi,
ívar m. a. bátsfor-
maður á Stokksevri um skeið. Til Reykjavíkur flutt-
ist hann skömmu eftir aldamótin og gegndi ýmissi
vinnu lil sjós og lands, unz bann réðist sem birgða-
stjóri til Garðars Gíslasonav.
Jón er prúðmenni mesta, trúr og dyggur í orðum og
gerðum. Hann hefur rækt öll sín störf með sæmd
og prýði og notið hollustu allra kunnugra. Hann getur
lilið með ánægju yfir farinn veg — og yfir þann
veg líta líka aðrir með velþóknun og þakklæti.
Bjarni SigurSs-
son, skrifstofu-
stjóri Varðarfé-
lagsins -varð átl-
ræður 1. ágúst s.l.
IJann er fæddur
að Þykkvabæjar-
klaustri í Álfta-
veri, sonur hjón-
anna Sigurðar
Nikulássonar,
bónda þar. og
Rannveigar
Bjarnadóttur. Þar
ólst hann upp til
15 ára aldurs, fór
þá einn vetur til
sjóróðra suður í
Garð, en var síðan komið fyrir til vinnu og náms
hjá sr. Jóni Jónsyni í Bjarnarnesi, um eins árs skeið.
Að því búnu gekk hann á búnaðarskólann á Eiðum
og útskrifaðist þaðan með J. einkunn vorið 1887.
Síðan gerðist liann barnakennari á ýmsum stöðum:
FRJÁLS VERZLUN
165