Frjáls verslun - 01.09.1947, Qupperneq 3
NIÁLL SÍMONARSON, viðskiptafr.:
Á alþjóðaráðstefnu
„Junior Chamber tnternationalu
Njáll Símonarson er ungur Reykvíkingur, sem
lindanfarin 3lA ár hefur stunda'ð vðiskiptanám við
einn af stœrstu háskólum Bandaríkjanna, Univers-
ity of Texas, í horginni Austin. Þanga'S sækja til
náms mcnn úr öllum álfum heims. Njáll lauk viS-
skiptaprófi viS háskólann á júlí s.l. og kom heim
aS svo húnu. Hann er nú fulltrúi hjá VerzlunarráSi
fslands og var nýlega skipaSur í ritnefnd „Frjálsr-
ar Verzlunar“. Hér aS neSan segir hann frá til-
tölulega ungurn alþjóSasamtökv.m, cr hann hcfur
kynnzt, og vœntanlega mun hann síSar skýra lcs-
endum ritsins frá ýmsu fleiru umtalsverSu úr dvöt
sinni vestra.
Dagana 16. til 21. febrúar s. 1. var haldið í
Dallas í Bandaríkjúnum annað alþjóðaþing Jun-
ior Chamber International. Sátu þing þetta um
400 ungir menn frá 27 þjóðum og nær öllum
l’ylkjum Bandaríkjanna.
Greinarhölundi, sem boðið var að sækja þing-
ið, þykir rétt að skýra fyrst lauslega frá þróun
og markmiði þessa félagsskapar, sem Htt mun
vera kunnur hér á landi.
Stofnun og þróun lunior Chamber.
Junior Chamber ol’ Commerce var fyrst stofn-
að í borginni St. Louis í Bandaríkjunum árið
1915, en hel'ur á síðastliðnum þrjátíu árum vaxið
svo fiskur um hrygg, að nú eru um 1400 deildir
með yfir 130.000 manns dreifðar um öll hin 48
fylki Bandaríkjanna svo og Alaska og Hawaii.
Enda þótt þessi félagsskapur hafi verið starf-
ræktur um margra ára skeið í ýmsum öðrum
löndum, svo sem Kanada, Englandi, Ástralíu og
flestum Suður-Ameríku ríkjunum, þá var það
ekki fyrr en árið 1944, að skriður komst á að
rnynda alþjóðasamtök fyrir deilclir hinna ýmsu
landa. Stofnþing Junior Chamber International,
eða J. C. I., eins og það er venjulega skamm-
stafað, var haldið í Mexico City, og voru 19 ríki
aðilar að stofnun alþjóðafélagsskaparins.
Á undanförnum þrernur árum hafa J. C. I.
samtökin breiðst út til margra landa, m. a. Iiol-
lands, Belgíu, Frakklands, Sviss, Kína og Suður-
Afríku, svo nokkur séu nefnd, og nú mun Nor-
egur fyrst allra Norðurlandanna vera að stofna
Junior Chamber of Commerce. Að J. C. I.
standa nú samtök 35 ríkja, og eflist félagsskap-
urinn með ári hverju.
Markmið og tilgangur Junior Chamber.
Junior Chamber er félagsskapur ungra manna
á aldrinum 21 til 35 ára. Meðlimur getur hver
sá orðið innan þessara aldurstakmarka, sem gott
orð hefur á sér, og sem áhuga hefur á þvi að
leggja krafta sína fram til el’lingar starfseminni.
Tilgangur félagsskapar þessa er aðallega
tvennskonar: 1) Að endurbæta og el'la bæjar-
félagið með skipulögðu framtaki þeirra ungra
manna, er það byggja; 2) Að örfa upp og
þroska hvern einstakan meðlirn með því að
æfa hann undir að taka að sér forystu í viðskipta-
og bæjarmálum.
bessi samtök eru því sérstaklega sniðin með
það fyrir augum að mæta þörfum unga manns-
ins. Honum gefst þarna kostur á, með samstarli
lélaga sinna, að nýta starfskrafta sína til upp-
byggingar bæjárfélagsins.
FRJÁLS VERZLUN
155