Frjáls verslun - 01.09.1947, Síða 10
Úr m.yndasafni V.R.
XII.
Carl Hemming Sveins.
eignalausan vinnulýð, sem þeim er ómissandi.
Þessi vinnulýður er andstæðan, og baráttan milli
þess, sem er ríkjandi, og
þess, sem er andstætt
því, leiðir af sér sam-
runa eða stéttalaust
þjóðfélag."
Þarna var Hegel, eins
og Marx notfærði sér
hann: 1) Ríkjandi stétt,
2) andstæð stétt, 3) bar-
átta þessara stétt og 4)
stéttlaust þjóðfélag.
I Kommúnistaávarp- Engels.
inn minnist Marx ekkert á síðari kenningar sín-
ar um gildi vinnu og vöru, sem seinns verður
getið um, en byggir valdatöku vinnufólksinsein-
göngu á sögulegri nauðsyn þess. Marx er þá
enn ekki farinn inn á þær hagsfræðilegu leiðir,
sem hann síðar fór.
Bókadálkur
Nokkrar leiðbeiningar um bókaval
Eins og sésl á auglýsingum blaðanna hafa bækurn-
ar streymt út nú fvrir jólin, líkt og venjulega. Það
mun ekki vera í nokkru landi nema íslandi. sem
bœkur cru jafn almennar gjafir. Þetta er menningar-
vottur, sem er arfur alda gamallar ástar þjóðarinnar
á sögum, Ijóðum og hverskyns fróðleik. „Frjáls Verzl-
un“ vill að vanda benda lesendum sínum á nokkrar
úrvalsbækur til gjafa. Umsagnirnar geta aðeins orðið
stuttar, en þær eru í einlægni ritaðar, og getur hver
lesandi treyst því, að sú bók, sem „Frjáls Verzlun4'
mælir með, er fyllilega til sóma gefandanum og
ekki síður höfundinum.
„FAXI“, eftir dr. Brodda Jóhannesson, (Nor'öri).
Þelta er bókin um hestinn, sem löngum hefur verið
kallaður þarfasti þjónninn. Höfundur rekur heimildir
um hestinn og það, eem hann áhrærir, allt aftan úr
Fandnámu og Fddu til síðustu rita. í fljótu bragði
gæti sýnzt svo sem þelta væri einskonar fræðirit. þurrt
til lestrar og aðsins fyrir nokkra útvalda. En það er
öðru nær. Bókin er svo lifandi, að hún líkist öldum
góðhesti. Hún er krydduð sögum og sögnum, fornum
og nýjum. Og svo eru rnvndir Halldórs Péturssonar
margar með snilldarbragði. Ég býst við að flestum
verði minnisstæð litmyndin í miðri bókinni af hestaat-
inu í Njálu, eða myndin af Gunnari á Hh'ðarenda.
þegar hann stöðvar hest sinn á Gunnarshólma.
„Faxi“ er prentaður í Prentverki Odds Björnssonar
á Akureyri. Það virðist svo sem reynsla seinni ára
sýni, að hver sá, er fær sér bók, sem þar er prentuð,
fái í hendurnar fallega bók, vel prentaða og vel
bundna. Því miður er ekki hægt að rita hér lengra
mál um „Faxa“, en það skal að endingu sagt, að
„Faxi“ er tvímælalaust fallegasta bók, sem komið
hefur hér út á þessu ári, og þarf jafnvel að leita
nokkuð langt aftur til að finna aðra slíka.
★
BESSASTAÐIR. Þœttir úr sögu höfuSbóls. Eftir
Vilhj. Þ. Gíslason (NorSn). Þetta er snyrtileg bók að
lrágangi, full af myndum. Það þarf ekki að kynna
höfundinn, hann er vel þekktur, fróðleikur hans og frá-
sagnargáfa. Bessastaðir voru lengstum í liuga Islend-
inga tákn erlendrar kúgunar og margs konar þrauta.
Nú eru Bessastaðir tákn frelsis og framfara. Það má
segja að íslendingar hafi hefnl sín á Bessastöðum með
því að gera þetta gamla kúgunarbæli að bústað fyrsta
forseta íslenzka lyðveldisins. Hver staður á sína sögu,
Bessastaðir ef til vill fjölþættari sögu en nokkurt
annað byggt ból á landinu.
Þetta er snyrtileg og eiguleg bók. E. Á.
162
FRJÁLS VERZLUN