Frjáls verslun - 01.09.1947, Side 12
Einhver náungi þar í landi hefur til ganians haldið
sýningu á því, hversu vfirvöldin geta_íþyngt borgur-
unum. Sýnir hann á korli, hvernig sænskur verzlunar-
rnaður kann að þurfa að koma við í 29 skrifstofum,
til þess að fá innflutningsleyfi. Auk. þess sýnir hann
með tölum og mvndum, að 27 menn geta á 8 mán.
byggt hús, sem kostar 130.000,00, en áður en hægt
er að ljúka við bygginguna, verða um 40 opinberar
skrifstofur að fjalla um málið, og að minnsta kosti
110 embætlismenn að koma til skjalanna.
Er ekki ástæða til að ætla, að við íslendingar séum
á góðri leið með að taka uj)]) hjá okkur skriffinnsku-
ríkisbáknið, því að stöðugt fjölgar starfsmönnum og
skriístofum hins opinbera, og sífellt leggjast þyngri
skattbyrðar á herðar almennings, því að einhverjir
Verða að borga brúsann. Og þeim mönnum, sem hefur
lilotnazt sú náðargjöf að vera framtakssamir, geta
varla aðhafst nokkuð, án þess að þurfa áður að leita
til fjölda opinberra nefnda og skrifstofa, og það oft
án árangurs.
íslendingar! Er ekki kóminn tími til að afnema all-
ar hömlur og óirelsi, og skaj>a þjóðfélag með auknu
athafnafrelsi og frjálsri samkejsjmi, og létta um leið
á. skattaálögum hins ojiinbera?
★
ALLTAF EER OKKUR ÍSLENDINGUM fram á
iðnaðarsviðinu. Fleiri og fleiri vörutegundir eru tekn-
ar til framleiðslu hér innanlands, og er það vel. Nýj-
ustu fréttirnar að þe.ssu leyti fjalla um íslenzka fram-
leiðslu á kæliskápum og eldhúsvöskum úr j)lasti.
Það er Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði (Rafha),
sem er að hefja framleiðslu á kæliskápum, og cstti þá
að verða auðveldara að fullnægja eftirspurn eftir
þessum þörfu tækjum, er notuð hafa verið sem mútun-
armeðöl manna á milli undarfarið, þegar mikið hefur
legið við. Rafha er stórt og öflugt fyrirtæki, sem fram-
leiðir vandaður vörur, og því mun ekki þurfa að ör-
vænta um kæliskápana þaðan. Verksmiðjan átti ný-
lega 10 ár starfsafmæli og er löngu orðin stærsta
fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis. Á þessum tíu ár-
um hefur hún framleitt 8700 heimiliseldavélar, 6200
þilofna lil húshitunar, 6300 rafmagnsofna, 600 önnur
húshitunartæki, 300 þvottapotta, 77 stórar hólel- og
sjúkrahúseldavélar og 35 bökunarofna. Þetta eru tals-
verð afköst og þeim mun meiri, að þetta eru stór og
margbrotin tæki og hin hagnýtustu til notkunar.
Fyrirtækið, sem framleiðir eldhúsvaskana, heitir
,,Plastic h.f.“ og var stofnað fyrir ári síðan. Það ætlar
að hasla sér völl á hinum nýstárlega vettvangi j)last-
iðnaðarins, og hefur riðið á vaðið með eldhúsvaska
og barnabaðker, en hefur í huga að stórauka fram-
leiðsluna að magni og fjölbreytni. Næst á skránni
munu verða haðker í fullri stærð, handlaugar og hús-
gögn af ýmsum gerðum.
Af þessu má ráða, að íslenzk iðnþróun er í fullum
gangi. Hvei stígur næsta skrefið?
A
UM MIÐJAN NÓVEMBER bættist nýtt skij) og
glæsilcgt við íslenzka skipastólinn. Er það kæliskijnð
„Foldin“, 625 smálestir að stærð og útbúið öllum ný-
tízku tækjum. Höfum við íslendingar þá eignast tvö
glæsileg kæliskip á stuttum tíma, og er þörfinni þó
eigi fullnægt. Við þurfum að koma okkur upj) full-
komnum flota kæliskij)a. til þess að flvtja hraðfrystar
sjávarafurðir til viðskijjtaþjóða okkar, en eins og
alþjóð er kunnugt hafa verið miklir örðugleikar á
að fá slík kæliskij), og afskipun fiskframleiðslu okk-
ar þess vegna gengið erfiðlega.
Vonir standa þó til, að þetta eigi eftir að breytast
mikið til bóta, þar sem hin nýju skip Eimskipafélags
íslands verða öll útbúin með frystitækjum.
Eigandi þessa nýja kæliskijis er skijtafélagið Fold
h.f., en stjórn þess skij)a Baldvin Einarsson, sem er
framkvstj. félagsins, Óskar Norðmann, formaður þess,
og Geir Zoéga.
★
„EINS OG ENGILL af himni sendur,“ cr gamalt
orðtak, og varla mun það í amján tíma hafa átt betur
við en þegar síldin blessuð fyllti Hvalfjörð í byrjun
vetrar, eftir að hafa falið sig á norðlenzku miðunum
á síðasta sumri. Tugir skij)a hrokfylla sig af síld á
degi hverjum, og séi þó ekki högg á vatni. Tugir
rnilljóna hvolfast ofan í ríkiskassann, en það er eins
og krækiher í helvíti. Já, það er „stand á laginu.“
★
I'YRSTA KVÖLDVAKA V. R. á þessum vetri var
haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 20. nóv., og
vai hún fjölsótt. Skemmtiatriðin voru mestmegnis
flutt af félögum V.R., og voru þau vel af hendi leyst.
Gunnar Kristinsson söng nokkur lög með undirleik
I'ritz \\ eisshappels. Þá kom sprenghlægilegur leik-
þáttur, „Eintómir kvenhattar“ leikinn af Helgu Möll-
er, Bryndísi Pétursdóttur, Emilíu Borg, Guðjóni
Einarssyni og Vilhelm Norðfjörð, er jafnframt var
leikstjóri. Síðan kom einleikur á píanó, Skúli Hall-
dórsson lék verk eftir Chopin. Þá var gamanþáttur,
er nefndist „Augnabliksstnnd í Fjárhagsráði“, og var
hann fluttur af Lárusi Ágústssyni og Benedikt Antons-
syni. Að lokum var kvikmvndasýning, og svo stiginn
dans fram eflir nóttu.
Þessi fyrsta kvöldvaka félagsins á þessum vetri tókst
vel í alla staði, þótt hún hefði mátt byrja stundvís*
legar, og færi vel á að framhald yrði á þeim, því að
það hefur sýnl sig, að verzlunarmenn sækja þessar
kvöldskemmtanir.
.164
FRJÁLS VERZLUN