Frjáls verslun - 01.09.1947, Side 20
SMASAQA um skelfingar skrifstofumanns:
Eftir Guy de Maupassant
Lantin kynntist henni í'yrst í kvöldboði heima hjá
skrifstofustjóranum og varð strax óstjórnlega ást-
fanginn.
Hún var dóttir sveilalæknis eins. sem hafði dáið
fyrir nokkrum mánuðurn, og var nú nýflutt til París-
ar ásamt móður sinni. Læknisekkjan átti marga kunn-
ingja í borginni, og lijá þeim var hún tíður gestur, í
þeirri von að hún fyndi gott mannsefni lianda dóttur
sinni. Þa>r mæðgurnar voru efnalitlar, heiðvirðar.
hæglátai og tilgerðarlausar.
Unga stúlkan var ftillkomin ímynd hinnar dyggð-
ugu konu, sem hvern karlmann drevmir um að öðlast
til föruneytis um lífstíð. Hin látlausa fegurð hennar
fól í sér einskonar engilsakleysi, og dúnmjúka brosið,
sem ætíð lék um varir hennar, virtist vera endurskin
hreinnar og ljúfrar sálar. Hrósyrðin um hana kváðu
allstaðar við. Fólk jireyttist aldrei á að segja eitthvað
þessu líkt: „Mikill lukkunnar pamfíll verður sá, sem
vinnur ástir hennar! Betra konuefni er ekki til.“
Nú var Lantin í sæmilegri atvinnu, og því fannst
honum ekkert til fyrirstöðu um að taka á sig ábvrgð
hjónabandsins. Hann bað þessarrar yndislegu stúlku
og fékk. jáyrði hennar.
Hann var óumræðilega sæll í hjónabandinu. Hún
stjórnaði heimilinu af svo mikilli snilld og hagsýni,
að engu var líkara en þau lifðu í allsnægtum. Hún
var blíð og nærgætin við manninn sinn og sýndi hon-
um hverskonar ástarhót, svo að eftir sex ára samhúð
komst Lantin að þeirri niðurstöðu, að hann unni konu
sinni jafnvel ennþá heitar en á sjálfum hveitibrauðs-
dögunum.
Það var aðeins tvennt, sem bann gat áfellt hana
svolítið fyrir — leikhúsferðir hennar og löngun í
skartgripi úr gerviefnum. Vinkonur hennar, sem voru
flestar giftar liðsforingjum úr hernum, útveguðu
henni iðulega slúkusæti í leikhúsinu, og ekki ósjaldan
að frumsýningum nýrra leikrita. Hann komst ekki
hjá að fara á jiessar skemmtanir með henni, hvort sem
honum líkaði betur eða verr, og það veit heilög ham-
ingjan að hann var ekki alltaf í skapi til slíks, eftir
erfiðan vinnudag í skrifstofunni.
Eftir að svo hafði gengið til um langan líma, bað
Lantin konu sína að fá einhverja vinstúlku hennar
172
til að fylgja henni í leikhúsið. Hún var þessu mjög
rnótfallin í fyrstu, en fyrir jirábænir hans lét hún
tilleiðast að lokum, honum lil mikils hugarléttis.
Og í kjölfar leikhúsveikleikans sigldi skartgripa-
ástríðan. Hún var saml í sömu kjólunum, einföldum
i sniðum og afar smekklegum, en hún tók nú að
hengja í eyru sín stóra rínarsteina, sem glóðu og
sindruðu eins og skærustu demantar. Um hálsinn bar
hún festar úr fölskum perlum og um úlnliðinn arm-
bönd úi gullhúðaðri platínu.
Lantin reyndi oft að koma fyrir hana vitinu: ,.Elsk-
an mín, þar sem við höfum ekki efni á að kaupa
ekta gimsteina, ættirðu að láta Jiér nægja jnna eigin
fegurð og háttprýði, sem eru verðmætustu skartgripii-
konunnar."
Við slíkum áminningum brosti hún yndislega og
sagði: ,.Já, en hvað get ég gert? Eg er svo hrifin af
skartgripum. Það er einasti veikleiki minn. Enginn
getur breytt eðli sínu.“
Að svo mæltu vafði hún perlufestunum um fingur
sér og hélt þeim á lofti fyrir framan hann, aðlaðandi
og ómótstæðileg: „Sjáðu! Eru þær ekki dásamlegar?
Maður gæti svarið að þær væru ekta.“
Þá gat Lantin ekki annað en svarað brosandi: ,.Þú
ert yndisleg, hjartað mitt.“
Oft á kvöldin, þegar þau sátu ein heima fyrir fram-
an arininn, sótti hún leðuröskjuna með „dótinu“; eins
og Lantin kallaði Jiað. IJún handlék gripina með á-
stríðukendum innileik, líkast Jiví sem væru þeir á ein-
hvern hátt tengdir fagnaðarríkum leyndardómi. Stund-
um vildi hún umfram allt hengja hálsfesti á mann-
inn sinn, og síðan kallaði hún hlæjandi upp yfir
sig: „En hvað þú ert nú spaugilegur svona, ljúfur-
inn!“ Svo kastaði hún sér í fang honum og kyssti
hann innilega — og lengi.
Eitt kvöld að vetrarlagi fór hún í óperuleikhúsið
og varð innkulsa á heimleiðinni. Morguninn eftir
hafði hún hóstaköst, og átta dögum seinna dó hún
úr lungnabólgu.
Hryggð Lantins var svo átakanleg, að hann varð
hvítur fyrir hærum á einum mánuði. Hann grét án
afláts, hjarta lians var logandi kvika saknaðar og
sársauka, minningarnar áreittu hug hans og gerðu
FRJÁLS verzlun