Frjáls verslun - 01.09.1947, Blaðsíða 21
hann friðlausan —• minningarnar um brosið, röddiua
og sérhvern yndisleika hinnar fögru. látnu eiginkonu.
Tíminn, hinn gamli græðari meinanna, fékk ekki
sefað harm hans. Það bar oft við í skrifstofunni,
þegar samstarfsmenn hans voru að ræða sín í milli
um daginn og veginn, að augu hans fvlltust tárum
allt í einu, og sorgin brauzt fram í sárum ekka. —
Hann hróflaði ekki við neinu í herbergi konu sinnar
heldur lét allt vera með sömu ummerkjum og húw
skildi við það, áður en hún dó. Þar dvaldi hann á degi
hverjum tímunum saman og hugsaði um hana, sem
hafði verið dýrgripur hans — fögnuður tilverunnar.
En brátt lenti hann þar á ofan í annarri baráttu.
Launatekjur hans, sem höfðu ætíð reynzt nægjanlegar
fyrir öllum heimilisútgjöldum í höndum konu hans,
lirukku nú ekki lengur fyrir brýnustu þörfum hans
sjálfs, og hann furðaði sig á, hvernig þau hefðu áður
haft ráð á að kaupa dýr vín og aðra slíka 'munaðar-
vöru.
Hann komst í skuldir og varð innan skamms blá-
fátækur maður. Einn morgun, þegar liann átti ekki
grænan skilding í eigu sinni, ákvað hann að selja eitt-
hvað af itiunum sínum, og komu þá í hug gerviskart-
gripir konu sinnar. Honum var ósárt um þessa gripi.
Þeir höfðu alltaf tekið á taugar hans, og honum fannst
þeir spilla minningu hinnar látnu.
Hún hafði haldið áfram skartgri])akaupum sínum
allt til híns síðasta — komið heim með nýja og nýja
næstum daglega. Hann afréð að selja fyrst stóra háls-
menið, sem hún hafði hvað mestar mætur á. Það
hlyti sjálfsagt að vera sex eða sjö franka virði, héll
hann, því að þótt það væri falskt, var það samt vel
unnið.
Hann stakk því í vasann og ráfaði út í leit að skart-
gripaverzlun. Hann fór inn í þá fyrstu, sem á vegi
hans varð, dálítið skömmustulegur yfir að þurfa að
auglýsa vesaldóm sinn og bjóða slíka skranvöru til
kaups.
„Herra minn,“ sagði hann við gullsmiðinn, ,,ég
vildi gjarnan fá að vita, hvers virði þetta er.“
Gullsmiðurinn tók hálsmenið, skoðaði það vel og
vandlega, kallaði síðan á aðstoðarmann sinn og
skrafaði eitthvað við hann í hálfum hljóðum. Að svo
búnu lagði liann menið á búðarborðið, gekk fáein
skref aftur á bak og horfði stöðugt á það, eins og
hann væri að yfirvega verðmæti þess.
Lantin gramdist allt þetta umstang og var kominn
á fremsta hlunn með að segja: „Æ, ég veit vel að
þetta er einskisnýtt,“ þegar gullsmiðurinn tók til máls:
„Herra minn, þetta hálsmen er tólf til fimmtán þús-
und franka virði, en ég get ekki keypt það nema
þér skýrið mér frá því, hvaðan það er komið yður
í hendur."
Ekkjumaðurinn stóð í sömu sporum, stareygður og
opinmynntur af undrun, og átti fullt í fangi með að
skilja orð gullsmiðsins til hlítar. Loks stamaði hann:
FRJÁLS VERZLUN
„Þér segið . . . eruð þér viss?“ Hinn svaraði þurrlega:
..Þér getið leitað fyrir yður annarsstaðar, livort nokk-
ur býður betur. Ég álíl menið í mesta lagi fimmtán
þúsunda virði. Þér skuluð koma aftur, ef þér fáið
ekki hærra tilboð.“
Lantin seildist eftir hálsmeninu, ringlaður af undr-
un, og sneri til dvra. Hann vildi átta sig betur á þess-
um ósköpum.
Þegar út á götuna kom, langaði hann helzt til að
hlæja — og hann sagði við sjálfan sig: „Asninn sá
arna! Ég hefði átt að taka hann á orðinu! Þessi gull-
smiður getur ekki greint ekta gimsteina frá fölskum.1'
Nokkrum mínútum síðar gekk hann inn í aðra skart-
gripabúð við Rue de la Paix. Óðar en gullsmiðurinn
hafði litið á hálsmenið hrópaði hann: „Ó, parbleu!
Ég kannast vel við þennan grip. Hann var keyptur
hér.“
Það kom fum á Lantin og hann sjiurði: „Hvað er
þetta mikils virði?“
„Satt að segja seldi ég þetta men fyrir tuttugu þús-
und franka. Ég skal kaupa það aftur fyrir átján þús-
und, þegar þér hafið fullnægt formsatriðum og sann-
að mér lögmætan eignarétt yðar á því.“
Nú var Lantin nóg boðið. Hann svaraði: „En. . . .
en .... góði maður .... skoðið þér það vandlega.
Hingað til hef ég haldið, að það væri falsað.“
„Hvað heilið þér, herra minn?“ spurði gullsmið-
urinn.
„Lantin, — ég er starfsmaður í innanríkisráðuneyt-
inu. Ég á heima í Rue des Martyrs 16.“
Gullsmiðurinn blaðaði í bókum sínum, fann færsl-
una og mælti: „Þetta hálsmen var sent héðan 20. júlí
1876 til frú Lantin, Rue des Martyrs 16.“
Þeir störðu hvor á annan stundarkorn — ekkjumað-
urinn himinfallinn og gullsmiðurinn með ]>ata af
þjófnaði liins. Sá síðarnefndi rauf þögnina: „Viljið
þér skilja menið hér eftir til morguns? Ég skal gefa
yður kvittun fyrir móttökunni.“
„Alveg sjálfsagt,“ svaraði Lantin fljótmæltur. Svo
stakk hann miðanum í vasa sinn og fór út úr búðinni.
Hann ráfaði stefnulaust fram og aftur um göturnar,
hugur hans var allur í uppnámi. Hann reyndi að
hugsa skýrt — krvfja til mergjar. Ekki gat þessi
mikla gersemi verið keypt fyrir hans eigin fé. Alveg
útilokað. En þá hlaut hún að vera gjöf! — gjöf! —
gjöf frá hverjum? Hvers vegna var henni gefin slík
gjöf?
í þessum þönkum stanzaði hann úti á miðri götu
og stóð þar grafkyrr eins og glópur. Hræðilegur grun-
ur læstist um hug hans — hún? Sennilega voru þá
allir hinir skartgripirnir líka fengnir að gjöf! Jörðin
nötraði undir fótum hans; trén við götuna féllu yfir
um sig; hann missti jafnvægið, baðaði út handleggj-
unum og féll meðvitundarlaus á götuna. — Vegfar-
endur báru hann inn í nærliggjandi læknastofu; þar
kom hann til sjálfs sín og var síðan fluttur heim. Er
173