Frjáls verslun - 01.09.1947, Side 22
þangað kom, lokaði hann sig inni í herbergi sínu og
grét fram á kvöld. Þá kastaði hann sér upp í rúm,
yfirkominn af þreytu. Nóttin var friðlaus og
grimm.
HrœSilegur grunur lœ'Sist um hug hans....
Næsta morgun reis hann á fætur og bjóst til að fara
í skrifstofuna. Það var hræðileg tilhugsun að þurfa
að sitja við skriftir eftir slíkt áfall. Hann breytti á-
kvörðun sinni og sendi skrifstofustjóranum bréf með
afsökunarbeiðni. Þá mundi hann eftir að hann átti
að heimsækja gullsmiðinn aftur. Honum var ekkert
um það, en ekki gat hann látið hálsmenið liggja þar
til eilífðar. Hann skundaði út.
Það var blíðviðrisdagur; blár himinninn hvelfdist
yfir hina vinnandi borg og iðjuleysingjana. sem spíg-
sporuðu um.strætin með hendur í vösum.
Þegar Lantin kom auga á þá, hugsaði hann: ..Ríkir
eru hamingjusamir. Fyrir atbeina peninganna getur
maður gleymt hinn'i dýpstu sorg. Maður getur farið
hvert sem vera skal, og á ferðalögum er hægt að finna
hv'erskyns harmabætur. Ó, bara að ég væri ríkur!“
Hann fann til sultar, en vasar hans voru tómir. Þá
minntist hann hálsmensins aftur. Átján þúsund frank-
ar! Átján þúsund frankar! Hvílík fúlga!
Brátt var hann kominn til Rue de la Paix. Hann
staðnæmdist á gangstéttinni andspænis gullsmíðabúð-
inni. Átján þúsund frankar! Tuttugu sinnum afréð
hann að láta til skarar skríða, en sómatilfinning hans
kippti jafnóðum í hann. Hann var samt svangur, mjög
svangur, og átli ekki eyri til. Enn einu sinni tók hann
ákvörðun og hljóp nú vfir götuna, til þess að gefa sér
ekki tóm til heilabrota. Hann hentist inn úr búðar-
dyrunum.
Gullsmiðurinn kom fram í búðina og bauð honum
til sætis fyrir innan. Iðnsveinarnir litu kunnuglega
til hans.
„Ég hef haldið uppi fyrirspurnum, herra Lantin,“
sagði gullsmiðurinn, „og ef þér hafið enn í huga að
selja þetta hálsmen, er ég reiðubúinn að greiða það
verð, sem ég nefndi í gær.“
„Já, vissulega, herra minn,“ stamaði Lantin.
Að svo búnu dró gullsmiðurinn út skúffu í borði
sínu, laldi úr henni átján stóra seðla og rétti að
Lantin. Hinn síðarnefndi skrifaði nafn sitt undir
kvittun með skjálfandi hendi og stakk peningunum í
vasa sinn.
Þegar hann var í þann veginn að fara út úr verzl-
uninni, sneri hann sér að gullsmiðnum aftur, liorfði
niður fyrir fætur sér og sagði: „Ég a ... . ég á dá-
lítið meira af svona dóti, sem ég hef fengið að sömu
leiðum. Þér munduð kannske vilja kaupa það líka?“
Cullsmiðurinn hneigði sig: „Ég býst við því, herra
minn.“
„Ég ætla þá að koma aftur.“ — Klukkustund seinna
var hann þar kominn með alla skartgri])ina.
Stóru demants-eyrnahringirnir voru virtir á tuttugu
|)úsund franka, armböndin á þrjátíu og fimm þúsund,
fingurgullin á sextíu þúsund, næla úr smarögðum og
safírum á fjórtán þúsund, gullkeðja með ígrey])lum
gimsteinum á fjörutíu þúsund; — samtals eitt hundr-
að fjörutíu og þrjú þúsund franka virði.
Gullsmiðurinn sagði glettnislega: „Ég þekkti mann,
sem varði öllum tekjum sínum í dýra málma og eðal-
steina.“
Lantin svaraði alvarlegur í bragði en heldur fá-
látur: „Menn verja fé sínu á ýmsa vegu.“
Þennan dag borðaði hann í Voisin-hótelinu og
drakk dýrindis víri með matnum. Að því loknu lióaði
hann í ökumann og lét keyra sig út í Bois-skóginn.
Þar var margt um manninn, heldrafólk og ríkisbubb-
ar, en hann setti upp fyrirlitningarsvip gagnvart íill-
um og gat varla stillt sig um að hrópa út yfir mann-
söfnuðinn: „Ég er ríkur líka! Ég er tvö hundruð
þúsund. franka virði.“
Allt í einu mundi hann eftir húsbónda sínum.
Hann ók þá í snatri til skrifstofunnar og sagði við
skrifstofustjórann: ..Herra minn, ég segi hérmeð upp
starfi mínu. Ég er nýbúinn að erfa þrjú hundruð þús-
und franka.“
Hann kvaddi samstarfsmenn sína með handabandi
og sagði þeim undan og ofan af framtíðarfyrirætl-
unum sínum. Síðan borðaði hann miðdegisverð í Café
Anglais. Hann tók sér sæti við hlið manns með bur-
geislegu yfirbragði, og meðan á máltíðinni stóð trúði
hann hinum síðarnefnda fyrir því, að liann hefði ver-
ið að enda við að taka á móti fjögur hundruð þúsund
tranka arfi.
Í fyrsta ski])ti á ævinni hafði hann skemmtun af að
fara í leikhús, og allt kvöldið lifði hann við glaum og
gleði.
Sex mánuðum síðar kvæntist hann í annað sinn.
Seinni konan hans var ákaflega skírlíf og skapstór.
Hún varð honum til mikillar armæðu.
174
FRJALS verzlun