Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1963, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.1963, Blaðsíða 11
Þorvaldur Guðmundsson, íormaður Verzlunarróðs íslands: Vandinn er auöieyslur, ef enginn víkur sér undan Ræða flutt ó aðalfundi Verzlunarráðs íslands 1963 Þegar við lítum yfir farinn veg og virðum fyrir okkur þróun þjóðarbúskaparins síðastliðið ár, þá sjáum við, að j)að var að flestu leyti mjög hagstætt þjóðinni. Óvenjumikill afli barst á land, framleiðslu- aukning varð í landbúnaði og iðnaði, og verzlunar- árferði var hagstætt. Þróun peningamála varð jákvæð, og innistæðu- aukning í bönkum og sparisjóðum varð meiri en nokkru sinni áður á einu ári i sögu þjóðarinnar eða um 940 millj. kr. Jafnframt batnaði gjaldeyris- staða bankanna á árinu 1962 um 623 millj. kr. Hinar miklu tekjur, er .skapazt hafa hjá þjóð- inni á undanförnum tveimur árum, hafa leitt til mjög mikilla framkvæmda i landinu. Allir starfs- kraftar þjóðarinnar hafa verið nýttir til fulls, og að undanförnu hefur verið mikill skortur vinnu- afls, svo sem öllum er kunnugt. Samfara þessu ástandi hafa kaupgjaldshækkanir orðið meiri en eðlilegt má telja, þegar tillit er tekið til framleiðslu- aukningar þjóðarbúsins, og er nú svo komið, að nærri er höggvið undirstöðuatvinnuvegum þjóðar- innar. Nýlega liafa forráðamenn samtaka frystihús- anna lýst yfir opinberlega, að til stöðvunar horfi hjá mörgum frystihúsum, sökum þess, að þau fái eigi risið undir þeim greiðslum kaupgjalds, sem krafizt er. Þá má segja, að teflt sé á tæpasta vað, og ekki seinna vænna að stinga við fótum og stöðva þá óheillaþróun, sem enn einu sinni hefir hafizt í cfnahagsmálum okkar. Við höfum fyrri dæmi þess, að í kjölfar aflaára hefir siglt jafnvægis- leysi vegna ofþenslu. En þar sem við þekkjum svo gjörla af eigin reynslu, afleiðingar þessarar óheilla- þróunar, ætti okkur að vera auðveldara nú, en oft áður að ráðast gegn vandamálunum og leysa þau. Hvað vill þjóðin? Ef við hugsuðum okkur, að hér á landi færi fram skoðanakönnun á því, hvaða fyrirkomulag í efna- hagsmálum memi vildu helzt hafa, væri fróðlegt að vita, hver niðurstaða hennar yrði. Við skulum hugsa okkur, að fyrst vrði spurt, hvort menn vildu hafa fyrirkomulag, sem tryggði sem bezt frelsi til öflunar og ráðstöfunar tekna og veitti atvinnurekstri sem mest svigrúm til athafna og samkeppni, eða hvort menn vildu hverfa að haftabúskap fyrri tíma. Það leikur enginn vafi á, að svarið við þessari spurningu myndi verða jákvætt hjá öllum þorra manna. Bitur reynsla af haftatímanum og glæsi- legur árangur til bættra lífskjara af frjálsu efna- hagskerfi hér á landi og í nágrannalöndum okkar, hefur sannfært fleiri og fleiri um yfirburði hins frjálsa hagkerfis. Þá mætti spyrja, hvort menn teldu stöðugt verð- gildi krónunnar eftirsóknarvert. Um þetta kunna að vera nokkuð skiptar skoðanir eftir því, hvernig eignum manna og skuldum er varið. Ég hygg þó, að yfirgnæfandi meirihluti myndi svara játandi. Launþegar teldu öryggi sínu betur borgið með stöð- ugri krónu en ella og þeim væri þá auðveldara að ráðstafa tekjum sínum í bráð og lengd. Atvinnu- rekendur ættu hægara með að gera áætlanir fram í tíniann, taka ákvarðanir og skipuleggja og hag- ræða rekstri sínum. Slíkir hættir atvinnurekenda og íaunþega stuðla að auknum afköstum og bætt- um kjörum, en verðbólguþróun verkar í öfuga átt. Þá mætti að lokum spyrja, hvort menn vildu heldur að lífskjörin bötnuðu jafnt og þét.t, eða í stökkum, þegar einhver uppgrip eru fyrir hendi. Um þetta atriði yrði vafalaust eiuhver ágreiningur. Þeir, sem bezta aðstöðu hafa til þess að njóta upp- gripanna, hvers eðlis sem þau yæru, myndu kæra FRJÁLS VERZLUN n

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.