Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1963, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1963, Blaðsíða 16
Ályklanir aðalfundar Verzlunarráðs íslands Eínahagsmál Aðalfundur Verzlunarráðsins, sem haldinn var fyrir rúmu ári, varaði við þeirri hættu á ofþenslu. sem verða vill samfara skyndilegri aukningu á fram- leiðslu og launum. Fundurinn skoraði á stjórnarvöld landsins að vinna gegn ofþenslu með viðeigandi ráðstöfunum í peningamálum og fjármálum og á samtök at- vinnurekenda og launþega að vinna að raunhæfum kj arasam n ingu m. Aðalfundur V. í. 1963 vill vekja athygli á því, að þjóðarframleiðslan hefur ekki vaxið eins ört að undanförnu og neyzla og fjárfesting landsmanna. Hefur því skapazt ofþensla og jafnvægisleysi, sem stefnir í hættu þeim árangri í efnahagsmáluin, sem náðst hefur á undanförnum árum. úr rúmlega 200 millj. kr. árið 1962 í nálægt 260 millj. kr. árið 1963. Viðræður fóru fram við Viðskiptamálaráðuneyt- ið og Gjaldeyrisdeild bankanna um innflulnings- kvótana og skiiitingu þeirra á árstíma. Þegar innflutningur ársins 1962 er lagður til grundvallar, er 86% innflutningsins frá OECD- löndum nú frjáls og 69% af heildarinnflutningi landsins. Frá því að verzlunarfrelsið var aukið í ársbyrj- un 1960 hafa utanríkisviðskiptin, bæði útflutning- ur og innflutningur beinzt æ meira t.il frjálsgjaldeyr- islanda, en minnkað tiltölulega við jafnkeypislönd. A árinu 1962 voru rúm 70% viðskiptanna við OECD-lönd í Evrópu og Norður-Ameríku, en 20% við Austur-Evrópulönd. Ýmislegt bendir þó til, að ]>es.si þróun muni stöðvast eða jafnvel snúa við, því að hækkandi tollar á íslenzkum afurðum í lönd- um Efnahagsbandalagsins og Fríverzlunarsvæðis- ins í Evrópu draga úr útflutningsmöguleikum þangað. Fundurinn heitir á stjórnarvöld landsins að beita sér fvrir ráðstöfunum, sem bindi enda á ofþenslu ])á, sem nú ríkir. Jafnframt skorar fundurinn á samtök atvinnu- rekenda og launþega að haga launasamningum sín- um þannig, að lífskjör landsmanna geti haldið áfram að batna jafnt og þétt. Verðlagsmál Aðalfundur V. I. 1963 ítrekar áskorun sína, sem er samhljóða álit allra, sem verzlun og viðskipti stunda, jafnt einkafyrirtækja og samvinnufélaga, um að gildandi verðlagsákvæði verði afnumin. Reynslan hefur sýnt ótvírætt, að verðlagsákvæðin leiða til taprekstrar og hefta tækniframfarir og hagræðingu i verzlun og iðnaði. Frjáls samkeppni er neytendum hagkvæmust, þegar nægilegt vöru- úrval er á boðstólum. Fundurinn vill benda á, að verzluninni er ókleift að taka á sig hækkun á kaupgjaldi starfsfólks að óbreyttum verðlagsákvæðum, enda er gjaldþoli verzlunarinnar nú þegar ofboðið. Ennfremur mælist fundurinn lil þess við ríkis- stjórnina, að undirbúin verði í samráði við V. í. lög, er verndi frjálsa samkeppni og sporni við við- leitni til myndunar einokunaraðstöðu á íslenzkum markaði. Tollamál Aðalfundur V. í. 1963 lýsir ánægju sinni yfir þeirri endurbót á tollakerfi landsins, sem hin nýju tollskrárlög fela í sér. Fundurinn leggur áherzlu á, að misræmi, sem komið hefur i ljós síðan þau tóku gildi, verði leið- rétt eins fljótt og unnt er. Skaítamál Aðalfundur V. í.. 1963 telur nauðsynlegt, að eftir- taldar breytingar verði gerðar á lögum og reglum um skatt- og útsvarsgreiðslur fyrirtækja, svo að eðlileg og heilbrigð fjármagnsmyndun geti átt sér stað til eflingar atvinnulífi landsins. 1. Að öllum atvinnufyrirtækjum, sem hliðstæðan rekstur hafa með höndum, einkafyrirtækjum, samvinnufyrirtækjum og fyrirtækjum ríkis og bæjarfélaga sé gert að grciða skatta og út- svör eftir sömu reglum, þannig að þau starfi í þessu efni við jafna aðstöðu. 2. Að settar verði nú þegar reglur um fram- kvæmd mats, samkvæmt II-lið 22. gr. laga um tekju- og eignarskatt, þannig að tryggt 16 FRJÁL8 ypRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.