Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 1
FRJÁLS VERZLUN
Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag l)/f
Ritstjóri:
Haukur Hauksson
Ritnefnd:
Birgir Kjaran, formaður
Gunnar Magnússon
Þorvarður J. Júlíusson
í ÞESSU HEFTI:
★
Áramótarabb
★
Sotheby’s i London
★
Hús aldarinnar
★
Slyrjöldin, sem Þýzkaland
er að vinna
★
Bylting i bókagerð
★
Kópumynd ai Arbæjarkirkju
Ljósm. Olafur K. Magnússon
★
Stjóm útgáfufélags
FRJÁLSRAR VERZLUNAR
Birgir Kjaran, formaður
Gunnar Magnússon
Sigurliði Kristjánsson
Þorvarður Alfonsson
Þorvarður J. Júlíusson
Pósthólf 1198
Vikingsprent hf.
Prentmót hf.
FRJÁLS
VERZLUN
24. ÁRGANGUR — 7. HEFTI — 1965
r
Aramótarabb
Um áramót loka fyrirtæki reikningum sínum. Sama regla
á og að gilda um opinberan rekstur, riki, bœjarfyrirtœkja,
bœjarfélögin og sjálfan rikiskassann. Nokkur misbrestur mun
þó oft hafa verið á því, að síðastnefndur aðili fylgi þessari
sjálfsögðu bókhaldsreglu. — Jafnframt er það venja einstak-
linga og þeirra, sem fyrirtæki reka, að huga um áramót að
hag sínum, líta yfir liðið ár og gera einhverjar áætlanir um
það, sem í hönd fer.
Þessum línum er þó hvorki ætlað að kryfja til mergjar efna-
hagsþróun liðins árs, né flytja neina spásögn um væntanlega
framvindu mála. Hitt mun sönnu nœr, að vert sé að reyna
að gera sér í hugarlund, þótt í skyndingu sé, hvernig ástatt
er fyrir olckur á þeim degi, er við rífum síðasta blað af daga-
tali ársins.
Árið 1965 hefur verið þessari þjóð mjög gjöfult á þau verð-
mæti, sem reikna má til krónutáls. Mikill afli barst á land,
sjávarafurðir seldust við liagstæðu verði, eindæma tíðarfar
létti störf sveitamanna og deildi þeim góðri uppske.ru með
óvenju litlum tilkostnaði. Eina frávikið til landsins voru
Austfirðir, en þar kól gróður, og bændur áttu við erfitt ár-
ferði að stríða. Sá landsfjórðungurinn féklc þó sína. aukagetu
áður en árinu lauk í fortaksgóðri síldarvertíð.
Öhætt mun að fullyrða, að sjaldan hafi fólkinu í þessu landi
veanað betur en á árinu 1965, allir vinnufúsir menn höfðu
atvinnu, skortur knúði hvergi dyra, frelsi til framkvœmda
var rýmra en áður og frjálst val neytenda á fjölbreyttum
vörum hvaðanæva úr heimi.
Þó ber einn skugga á þessa mynd. Það er dýrtíðin, — verð-
bólgan, sem hefur í för með sér, að það eru ekki einungis töl-
umar, sem hækka, verðhœkkunin, heldur líka, að tölumar á
Framh. á bls. II