Frjáls verslun - 01.07.1965, Qupperneq 3
hefur nýlega verið tekinn úr notkun eftir tvær aldir,
og er nú hai'ður til sýnis. Frændi hans. John Sothe-
by, og næstu tvær kynslóðir fjölskyldu hans, ráku
fyrirtækið í nær 100 ár, og gáfu því nafn, sem löngu
i r orðið heimsfrægt í lieimi hinna fögru lista.
Árið 1801 lézt hinn síðasti Sotheby, og frá þeiin
tíma hei'ur viðskiptum fyrirtækisins verið stjórnað
ai' óvenjulegum og lærðum mönnum. Árið 1909 fór
hópur framsýnna manna með stjórn fyrirtækisins,
og þeir ákváðu að færa út kvíar þess, þannig að
uppb„ð á vegUi.i Sotheby’s næðu einnig til mál-
verka, skartgripa og húsgagna, eða í stytztu máli
að þau tækju til sölu listaverka á sem breiðustum
grundvelli. Til þess, að þettn reyndist kleift, varð
að taka þá djörfu ákvörðun að flytja úr húsakynn-
unum við 'Wellington Street, en þar var fyrirtækið
staðsett í þá daga. Þetta var þá rólegur staður, en
nokkuð úrleiðis. Húsakynnin voru einnig of þröng
til þess að hinar nýju hugmyndir rúmuðust þar
innan dyra. Árið 1917 flutti Sotheby’s því að 34 &
35 Bond Street, London, W. 1, og þar eiga hin heims-
kunnu uppboð sér stað í dag, og þar var Skarðsbók
seld. Iiúsakynnin eru í byggingu frá 18. öld, sem
áður var í eigu vínkaupmanna. Byggingin er að
mestu óbreytt frá því, sem hún upphaflega var. 1
hinum nýju húsakynnum var aukið húsrými, og
þar tók Sotheby’s stórstígum framförum. Við
Sotheby’s höfðu menn lengi verið sérfræðingar í
postulíni, glermunum, mynt, koparstungum, klass-
ískum og egypzkum fornminjum. Fyrirtækið hafði
einnig selt töluvert af samtímamálverkum, en það
liafði aldrei aðstöðu til þess að halda mikil mál-
verkauppboð, og vafalaust hefðu forsvarsmenn þess
um þetta leyti orðið furðu lostnir, ef þeir hefðu vit-
að að á tæpum fjórum áratugum myndi velta þess
meira en tuttugufaldast. Þeir liefðu einnig orðið
furðu lostnir, ef þeir hefðu séð það fyrir, að Sothe-
by’s myndi teygja anga sína yfir Atlantshafið, og
eignast dótturfyrirtæki í New York. En þetta hefur
Sotheby’s afrekað á seinni árum, og hápunktinum
náði það e. t. v. 24. maí sl. er uppboð fór fram sam-
tímis í Sotheby’s í London og Parke-Bernet Gall-
eries í New York um sjónvarpsgervihnöttinn „Early
Bird“. Snilld uppboðshaldarans, Mr. Peter AVilson’s,
við þetta tækifæri, var slík, að menn urðu að sjá til
þess að trúa. Hann hélt jöfnu og góðu sambandi
við bjóðendur beggja vegna At.lantshafsins á með-
an hann bauð upp nokkur verðmæt málverk eftir
Sir Winston Churchill, og ýmsa aðra gripi, sem
seldust á metverði á ótrúlega skömmum tíma.
Peter Cecil Wilson, stjórnarformaður Sotheby &
Co. og Parke-Bernet, fæddist í London 1913, sonur
Sir Matliew Wilson, Eston Iiall, Yorkshire. Hann
stundaði nám við Eton og Oxford. Að námi loknu
gerðist hann fréttamaður hjá fréttastofu Reuters,
síðan við blaðið The Connoisseur. Hann gerðist
starfsmaður í liúsgagnadeild Sotheby’s 1936.
Iíann átti til góðra að telja varðandi listir og
bókmenntir. Sem dæmi má nefna að móðurafi hans
var Lord Ribblesdale, einn stjórnarmanna National
Gallery, kunnur listþekkjandi og mikill áhugamaður
um málaralist. Með fjölskyldu sína að bakhjarli
hafði Wilson góð tækifæri til þess að kynna sér list-
málun og góðar bækur. Hann var gerður með eig-
andi í Sotheby’s 1938 og stjórnarformaður varð
hann 1958. 1 heimsstyrjöldinni síðari starfaði hann
fyrir brezku leyniþjónustuna í London og Wash-
ington.
Er Wilson kom aftur til Sotheby’s eftir stríðið,
var hann fluttur í málverkadeildina og gerður
ábyrgur fyrir kynningu á sérstökum uppboðum —
t. d. málverkum impressionistanna, sem þá urðu
stöðugt verðmætari, svo og á nútímamálverkum.
Peter Wilson er maður hár, grannur og ljós yfir-
litum og hefur það orð á sér, að ekkert fái raskað
rólyndi hans. Er uppboð á frægu málverki eftir
Cézanne hafði náð hámarki, og hæsta boð nam
220.000 sterlingspundum, sagði Wilson hæglátlega:
„Hyggst enginn bjóða meira?“ Þessi setning er
síðan fleyg í öllum uppboðssölum Lundúna.
Wilson er jafnan boðinn og búinn til þess að
ferðast til allra heimshorna og ræða þar við eig-
Þetta iranska skrín frá 12. öld seldi Sotheby's í apríl sl. iyrir
20.000 pund.
FRJÁLSVERZLUN
3