Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.07.1965, Qupperneq 8
Af erlendum vettvangi: Slyrjöldin, sem Þýzkaland er að vinna Þýzkur iðjuhöldur, sem spurður var um við- skiptavelgengni lands síns, vildi fá að vita um hvaða „velgengni“ væri spurt, en á hinn bóginn svaraði annar iðjuhöldur spurningunni þannig, að fyrir væri að þakka „samkeppninni“. Hvorugur mannanna, sem spurður var, reyndi að setja sig á háan hest, ellegar draga úr staðreyndum. Sá, sem fyrr var nefndur, var aðeins að reyna að segja, að velgengn- in, eins og hann ætti við hana, hefði endað 1961. Sá síðarnefndi var hinsvegar að benda á, að ef nota ætti þetta orð á annað borð. þýddi það að hann og hans líkar gerðu aðeins það eitt að hlíta hinum kunnu leikreglum kapítalismans, þar sem aðalreglan er sú, að ef menn vilja komast áfram, verða þeir að vera miklu betri en allir aðrir. Hvort heldur sem velgengnin á sjötta áratugnum hafi endað á fyrstu árum sjöunda tugsins er línu- ritin tóku að breytast með tilliti til velgengni fyrir- tækja, er það ljóst að ekki aðeins hafa Þjóðverjar aldrei haft það eins gott og í dag, heldur er það og augljóst, að þeir lifa betur með hverju árinu, sem líður. Fjármálablaðið Der Volkswirt ræddi um þýzk efnahagsmál og útlitið í þeim sl. áramót undir fyrir- sögninni „Himnaríki á jörðu“, en Der Spiegel skýrði frá því, að V.Þjóðverjar drykkju meira skozkt viský en Skotar sjálfir og meira kampavín (að vísu Sekt, þýzka freyðivínið) en Frakkar. Sala bíla og sjónvarpstækja, og viðskipti ferðaskrifstofa eru í stöðugum vexti, og stöðugt eru sctt ný sölumet. Tndustriekurier, sem er fjármálablað í miklu áliti, greindi frá jjessu öllu í hnotskurn með því að birta skopteikningu, sem sýnir kvikmyndaauglýsinga- spjald. A því stendur „Gullna vestrið“, og er maður að líma miða við, sem á stendur „Sýning fram- lengd“. Tölfræðingar hafa staðfest við Þjóðverja, að þeir liafi það betra en áður á þessu ári, því skattalækk- anir myndu skilja eftir í vösum þeirra sem svarar 24.000 millj. ísl. króna, og að launahækkanir árið 1904 hefðu numið að meðaltali 8^2%- Það eru því engin undur, að auk þess, sem Þjóðverjar keyptu á sl. ári fleiri bíla og önnur lífsþægindi, en nokkru sinni áður, nam sparifjármyndunin í landinu 16.560 ísl. kr. á mann, en j>að er um 2.160 kr. meira á mann, en árið áður. Þar eð allar þessar tölur byggjast á raunverulegri aukningu jjjóðartekna, er nemur 6%% á síðasta ári, og gert er ráð fyrir 5% aukn- ingu á þessu ári, getur enginn sagt,, að Þjóðverjar lifi um efni fram, eða hætta sé á verðbólgu. Verzl- unarjöfnuðurinn var hagstæður um 64.200 milljónir kr. á sl. ári, og hefði orðið hagstæður um 96.000 milljónir kr., hefðu ekki komið til sérstakar tolla- lækkanir, sem miða beinlínis að jjví að auka inn- flutninginn. Loks nema gjaldeyrisvarasjóðir 124.000 milljónum króna. Svissneskt blað lýsti því yfir fyrir skömmu, að úr efnahagsvaxti drægi í öllum löndum Efnahagsbandalags Evrópu, „nema i Þýzkalandi“. Það var löngum haft í flimtingum, að eyðilegg- ing þýzks atvinnulífs á styrjaldarárunum hefði neytt Þjóðverja til að hefjast handa á ný frá grunni, með nýjum tækjum og vélum, og því hafi Banda- menn, óafvitandi að vísu, orðið til að leggja grund- völlinn að v-þýzka „efnahagsundrinu“. Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara. Það hefur verið sagt, og er satt, að Bretar hafi látið sér nægja gamla tækni, meðan Þjóðverjar hafi hagnýtt sér allt nýtt, sem komið hefur fram heima fyrir, og í Bandaríkjunum. Hafi ósigur Þjóðverja „komið þeim vel“ síðar, ])á verður einnig að hafa í huga, að á fyrstu árunum eftir styrjöldina fengu þeir mikla efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum, en hernaðarútgjöld þeirra voru engin. Þá höfðu þeir miklar tekjur af erlendu varn- 8 FRJÁLS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.