Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 13

Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 13
mæti, sem liafi reynzt ónóg hinum nýju brautum mannkynsins. Ef litið er á bækur, sem framleiðsluvöru, er það ljóst að þær hafa í einu stökki náð öðrum fram- leiðsluvörum nútíma iðnaðar: Bókin hefur samtímis aðlagazt kröfum um fjöldaframleiðslu og nútíma- útlit. í raun og veru var nánast enginn tæknilegur munur á bókum Gutenbergs og bókum, sem prent- aðar voru til loka 18. aldar. Prentarar beittu ná- kvæmlega sömu aðferðum, og upplag bóka hélzt hið sama, og varð sjaldan meira en nokkur þúsund eintök. En þá breyttist þetta allt á 10—15 árum, eða nánast á jafnlcngd valdatíma Napóleons. Vélvæð- ingin hélt innrcið sína í prentlistina, og fram á sjón- arsviðið komu bækur í tugþúsunda upplagi, og allt að 100 þúsund eintaka upplagi. Bækur þessarar teg- undar voru enn prentaðar 130 árum síðar, á árunum milli heimsstyrjaldanna, og þær eru enn gefnar út af hinum vanabundna hluta útgáfustarfseminnar í heiminum. En á sama tíma þrengdu fjölneyzlukröfurnar, sem spruttu úr jarðvegi félagslegra framfara og höfðu jafnan áhrif á þróun þeirra, sér inn á svið menningarmála. Um 1870 höfðu þessar kröfur, sem jafnframt þrýstu á alla verzlun og iðnað, einnig áhrif á miðlunartæki þau, sem tóku til menningar- mála, og þá einkum bækur. Eins og allir vita, urðu fyrstu áhrif fjöldafram- leiðslu á öllum sviðum þau, að gæðum og notagildi framleiðsluvarningsins hrakaði. Sökum hins tví- þætta hlutverks síns sem framleiðsluvöru og tækis til miðlunar hugsunar, reyndist þetta sérstaklega koma niður á bókunum. „Ejöldaframleitt“ lesefni varð aukaframleiðsla dagblaða og tímarita, sem voru þá einu fjölmiðlunartæki þeirra tíma. Slíkar „fátæklingabækur“ fórnuðu annað hvort útliti eða efni, oftast hvoru tveggja. í byrjun aldarinnar gátu lesendur i röðum hinna vinnandi stétta í borgum og bæjum því aðeins bjargazt undan þessu for- heimskandi lesefni að beita viljamætti til þess að standa skör ofar því, sem þcim bauðst venjidega. Það er því naumast að undra, að slík fjölmiðl- unartæki sem útvarp og kvikmyndahús, sem frá upphafi höfðu starfsemi sína bundna að nokkru fagurfræði, skyldu reynast bókunum alvarlegir keppinautar. í rauninni er það svo, að vel hefði mátt telja, að bækurnar hefðu tapað í baráttunni á ár- unum eftir 1930, sem einkenndust af óróa og kröf- um um betri lífskjör. En þessu var síður en svo á þann veg farið. Enda þótt enginn hafi gert sér grein fyrir því um miðjan fjórða tug aldarinnar, átti sér þá stað hrein bylting í hugsunarhætti hinnar iðnvæddu siðmenningar okkar. Raymond Loewy skrifaði þá í Bandaríkj- unum bókina „The Locomotive, It’s Aesthetics“, sem var undanfari hinnar frægu bókar hans um iðn- aðarfegrun, „Never Let Well Enough Alone“. Ný tegund notagildisfegurðar hélt innreið sína í dag- legt Iíf manna. I Vestur-Evrópu birtist hún í svo- nefndum „einsverðsverzlunum“ og í Moskvu kom hún fram í neðanjarðarbrautinni, sem þá hafði ný- lega verið opnuð. Enda þótt þessi tegund fegurðar hafi ekki verið við allra smekk, lýsti hún þó upp hið deyjandi andrúmsloft í heimi hins almenna neyt- anda. Iðnaðarfegrun sein þannig varð hluti af lífi okkar skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari, hefur verið þannig lýst, að hún sé „tækni tengd sköpun fram- Bandarísk húsmóðir eldar ítalskan rétt samkvæmt forskriít fjöl- útgáfubókar. FRJÁL8 VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.