Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 16

Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 16
„Bókaverzlun á hjólum" ílytur starísíólki í verksmiðju í Sovét- ríkjunum fjölútgáfubækur. ófrjórrar einangrunar í bókmenntalegum klíkum, ellegar ámóta ófrjórrar notkunar ýmissar tækni, eins og t. d. lýðskrums, til þess að öðlast og við- halda athygli almennings. í fjöldaútgáfu, eins og við þekkjum hana í dag, er hinsvegar ekki um ncitt þessháttar menningarlegt „endurvarp“ að ræða. Bókmenntaskoðun „fjöldans“ hefur engin persónuleg sambönd, bóksölukerfi ell- egar bókmcnntagagnrýni til þess að bera sig uppi, og oftlega hefur hún ekki tækifæri til þess að taka á sig nokkra ákveðna mynd. Útgefandi fjöldaútgáfubóka stendur þannig and- spænis erfiðu vandamáli. Annars vegar, með hlið- sjón af því mikla fjármagni, sem um ræðir, verður hann að draga úr áhættunni mcð því að skipuleggja útgáfuna til hins ítrasta, en hinsvegar verður hann að vinna bug á því vandamáli, að hann hefur ekk- ert bókmenntalegt „endurvarp“ til þess að leiðbeina sér. Vandamálið er nokkuð breytilegt í eðli sínu, og fer eftir því, hvers konar bækur út eru gefnar. Við getum látið nægja að nefna þrjár gerðir bóka hér. í fyrsta lagi er um að ræða starfslegar bækur, sem uppfylla kunnar og viðurkenndar þarfir manna. Þetta tryggir að nokkru sölu töluverðs eintaka- fjölda. Gott dæmi slíkra bóka eru matreiðslubæk- ur, en þær eru meðal söluhæstu fjölútgáfubóka í Bandaríkjunum. Það er ávallt hægt að reiða sig á matvælaneyzlu, og ást á góðum mat er ein helzta hvöt mannsins. Sama máli gegnir um bækur, sem nemendur og háskólastúdentar þurfa á að halda. Á undanförnum árum hefur „pappabandið“ gert innrás í bandaríska háskóla, og hefur sú staðreynd gjörbreytt aðfcrðum við kennslu og rannsóknir. Vísindalegar textabækur eru t. d. ekki lengur fágæt og dýr verk, sem standa á hillum bókasafnanna með mjög takmörkuðum útlánstíma, sem síðan er hagnýtu notagildi þeirra fjötur um fót. Slíkar bækur eru smám saman að verða gamaldags og eru að hverfa af markaðnum. Þessar bækur eru nú ódýrar, fallegar en yfirlætis- lausar. Hægt er að fá þær fyrir lít.ið fé, og því eru stúdentar reiðubúnir að kaupa. Og jafnvel þótt stúdentinn kaupi bækurnar ekki sjálfur, geta bóka- söfnin boðið uppá mörg eintök af sömu bókinni án þess að hafa of miklar fjárhagsáhyggjur þótt eitt- hvað af þeim týnist eða gangi úr sér af notkun. Sá möguleiki er ávallt fyrir hendi að endurprenta bókina, og færa hana jafnframt um leið til nútíma- horfs. Á þennan hátt nýtur bók gagnlegs og ómeng- aðs vísindalegs „endurvarps“, sem gefur til kynna álit þeirra, sem nota hana. í Frakklandi hefur þetta kerfi nú verið notað í mörg ár af „Que Sais-Je?“ (Hvað veit ég?) bókaflokknum. Þessar litlu bækur, sein leggja áherzlu á almenningsfræðslu í vísind- um og tækni, höfðu uppgötvað leyndardóm fjöliit- gáfubókarinnar fyrir heimsstyrjöldina síðari, enda þótt útgefendurnir hafi á þeim tíma líklega ekki gert sér grein fyrir því. Onnur aðferð eða „formúla" að fjöldaútgáfustarf- semi, er að endurprenta bókmenntaverk, sem þegar hafa sannreynt sig á menningarsviðinu. Hér kann að vera um að ræða eitthvert hinna sígildu verka, ellegar þá venjulega bók, sem hefur selzt óvenju vel í venjulegri útgáfu. Útgáfa sígilds verks er ljós- lega hentugri, sökum þess að fjöldi sígildra verka greyptur í söguvitund hverrar þjóðar er mjög tak- 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.