Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.07.1965, Qupperneq 19
Sjálfstæðið, sem leiddi af sér ritskoðun Stjórn Ian Smith í Rliódesíu hefur alltaf haft illan bifur á blaðamönnum, einkum þeim, sem þekktir eru fyrir að mynda sér eigin skoðanir. Hefur Smith talið, að slíkir menn væru óþarfir. Það kom því fáum á óvart, er Smith tilkynnti, nokkrum klukkustundum eftir að lýst hafði verið yfir einhliða sjálfstæði landsins, að allsherjar rit- skoðun yrði tekin upp. Yfirlýsingunni var sam- stundis fylgt eftir, og sama dag héldu opinberir ritskoðarar innreið sína á ritstjórnarskrifstofur tveggja stærstu blaða höfuðborgarinnar, Salisbury. Þó heldur Smith því fram, að hér sé aðeins um stundarfyrirbrigði að ræða, sem verða muni til að hjálpa þjóðinni yfir þá erfiðleika, sem hún á nú við að etja. Þar eð Smith hefur hins vegar aldrei dregið dul á þá óbeit, sem hann hefur á blaða- mönnum, þá þykir flestum ósennilegt, að ritfrelsi verði leyft á nýjan leik, meðan hann er við völd. Ritskoðunin nær ekki aðeins til öryggismála, þ. e. innlendra frétta, heldur leyfist engum að birta erlendar fréttir, nema fyrst sé farið um þær hönd- um. Sérstaklega á þetta við yfirlýsingar Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, og allar fregnir af brezka landsstjóranum, Sir Humphrey Gibbs, sem Srnith segir ekki lengur við völd. Þannig er nú ekki lengur leyft, að myndir af Gibbs séu birtar. Þá má heldur hvergi á það minnast, að hann sé réttur fulltrúi Bretadrottningar. Verði einhverjum presta landsins það á að lýsa yfir efasemdum vegna ástandsins í Rhódesíu, eru ræður þeirra teknar vandlega til skoðunar, áður en birting er leyfð. Virðist mörgum, að Smith sé ekki síður sjálfum sér nógur urn kristilegar heim- spekikenningar en á flestum öðrum sviðum. Það ástand, sem leitt hefur af ritskoðuninni, hef- ur víða leitt til óróa, og stundum spaugilegra at- vika. Þannig reiddist fréttamaður einn, er hann sá, að frétt, sem hann hafði skrifað, hafði verið um- skrifuð. Ilann réðst með offorsi inn á skrifstofur ritskoðunarinnar — en kornst þá að því, að rit- stjóri hans, ekki ritskoðari ríkisins, hafði breytt fréttinni, sem honum þótti um of orðskrúðug. Smith, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir, að ritstjórar helztu blaða í Rhódesíu séu jafn „sannir föðurlandsvinir“ og hver annar, sem fylgir stefnu stjórnarinnar. Sennilega hefur hann þar á réttu að standa, þrátt fyrir ástandið, eins og það er nú. Malcolm Smith, ritstjóri „Rhodesia Herald“, er fæddur og uppalinn í Rhódesíu, og hann hefur lýst því yfir við erlenda fréttamenn, sem rætt hafa við hann að undanförnu, að korni til alvarlegri átaka milli stjórnanna í Salisbury og London, þá muni hann styðja þá fyrrnefndu. Sydney Swadel, ritstjóri „The Chronicle“, hefur starfað í Rhódesíu í átján ár. Ilann er fæddur í Bretlandi, en segir, að hann muni ætíð styðja mál- stað lands síns, Rhódesín. Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar ritstjóra helztu blaðanna, þá dylst engum, að ritskoðuninni er fylgt fast eftir. Það er ljóst, að sá, sem brýtur bannið, hann á ekki annað en atvinnuleysi í vændum — við ritstörf a. m. k. Fyrir ári lét stjórnin í Salis- bury loka ritstjórnarskrifstofum „The Daily News“, er hún taldi stefnu blaðsins þeldökka þjóðarmeiri- hlutanum of mikið í vil. Lögin um ritskoðunina felur í sér, að stjórnin getur látið „eigin fulltrúa“ taka við allri stjórn blaðanna, ef þurfa þykir. Vilji einhver ritstjóri ekki sætta sig við að þurfa að starfa undir eft.irliti, og óskar eftir að segja af sér, þá getur stjórnin nevtt hann til að halda áfram störfum, í hennar anda, að viðlagðri fangelsisvist, og þungum sektum. — Nei, það læknar ekkert — en þai kemur ó móti, aS það hefur engar hliðarverkanir! FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.