Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.09.1968, Blaðsíða 7
FRJÁLS VERZLUN 7 ÞJÓÐMÁL BEIN INNFLUTNINGSHÖFT ÓHEPPILEG TIL AÐ KOMA Á JAFNVÆGI I GREIDSLUJÓFNUDINUM Viðtal við prófessor Ólaf Björnsson, alþingismann, um dstand og horfur í efnahags- og þjóðmdlum. Hvaða mynd munduð þér draga upp af atvinnulífi þjóðarinnar, Ólafur? Mér koma fyrst í hug þessir miklu örðugleikar, sem nú er við að etja, en það er mín skoðun, að fyrir þeim liggi tvær meginorsak- ir: verðfall útflutningsafurða okk- ar á heimsmarkaði og aflabrestur, sér í lagi á síldveiðum. Ég geri ráð fyrir, að verðmæti útflutningsins í ár verði allt að 45% minna en fyrir tveim árum, og það sjá auðvitað allir, hve gíf- urlegt áfall það er. Þetta kemur fram í verulegum taprekstri útflutningsatvinnuveg- anna og þá fyrst og fremst sjávar- útvegsins, sem er sá eini, sem nokkuð kveður að, þar sem af- urðaverðið hefur lækkað, en til- kostnaðurinn ekki, heldur þvert á móti hækkað. Hvaða ályktanir er hægt að draga af því? Það sjá auðvitað allir, að það er ekki hægt að reka atvinnuveg- ina með tapi nema um takmark- aðan tíma. Fyrr eða síðar hlýtur slíkt ástand að koma fram í rýrð- um lífskjörum almennings. Óhjákvæmilegt er því að færa tekjurnar frá borgurunum og frá öðrum atvinnuvegum til sjávarút- vegsins, ef hann á ekki að stöðv- ast, sem mundi aðeins gera vand- ann enn meiri. Menn geta deilt um, í hvaða mynd sú tekjutilfærsla yrði; hvort um almenna niðurfærslu yrði að ræða, gengisfellingu eða almenn- ar uppbætur á sjávarafurðir. Nú hafa erlend lán verið veitt til sjávarútvegsins. Þau hljóta að vega á móti gengisfellingu? Ég veit, að sú tekjuhækkun, sem Ólafur Björnsson: „Stjómmálin ekki aðalatvinnan heldur kennslan í liáskólanum.“ sjávarútvegurinn fengi við gengis- lækkun, er engan veginn nettó. Til frádráttar kæmu afborganir og vextir af erlendum lánum, inn- fluttar nauðsynjar mundu hækka o. s. frv. Þrátt fyrir allt er þó gengisfellingin ein af fleiri leið- um til að reisa sjávarútveginn við. En eru aðrir atvinnuvegir aflögu- lærir? Það er auðvitað álitamál. En allar álögur, í hvaða mynd sem þær eru, hljóta að bitna á öllum almenningi í einhverri mynd. Hvaða áhrif hefur 45% skerðing útflutningstekna á þjóðartekjurn- ar? Lauslega áætlað þýðir það 10—- 12% minnkun þjóðartekna og ættu lífskjörin að rýrna nokkurn veg- in í hlutfalli við það. Hvernig það skiptist milli starfsstétta er svo annað mál. Ég tek skýrt fram, að lífskjara- skerðingin leiðir beinlínis af minnkandi þjóðartekjum, svo að það getur enginn mannlegur mátt- ur forðað því, að þjóðin verði fyrir lífskjaraskerðingu. Það er mjög rætt um það manna á meðal, að gengisfellingin hafi verið of seint á ferðinni. Eins og sagt er, þá er auðvelt að vera vitur eftir á. Ef menn hefðu fyrir tveim árum eða svo séð fyrir þróunina í okkar mark- aðsmálum, má gera ráð fyrir því, að gerðar hefðu verið ráðstafanir t. d. til að draga úr innflutningn- um. En það er nú einu sinni svo, að stjórnvöld skirrast í lengstu lög við að gera ráðstafanir, sem valda kjaraskerðingu alls almennings, og getur hver sem er fordæmt það. Ég lít svo á, að fram til þessa hafi

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.