Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.09.1968, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN 11 EFTA I HNOTSKURN STOFNUN. EFTA var stofnað með Stokkhólms- sáttmálanum, sem undirritaður var hinn 4. janúar 1960 og gekk í gildi réttum fjórum mánuðum síð- ar. Formlegar samningaviðræður stóðu í u. þ. b. hálft ár. MARKMIÐ. Tilgangur EFTA er í sáttmálanum skýrgreindur á þessa leið: (a) að stuðla að stöðugum hagvexti, fullri atvinnu, aukinni framleiðni og hagkvæmri nýtingu framleiðsluþáttanna, fjármálalegu jafn- vægi og stöðugt batnandi lífskjörum á svæði sam- takanna og í hverju aðildarríki. (b) að tryggja það, að viðskipti milli aðildarríkjanna eigi sér stað á grundvelli sann- gjarnrar samkeppni. (c) að komast hjá verulegum aðstöðu- mun miili aðildarríkjanna við öflun hráefna, sem unnin eru á svæði samtakanna, og (d) að vinna að farsælli þróun og aukn- ingu alþjóðaviðskipta, og fjarlægja stig af stigi hindranir á vegi þeirra. AÐILAR Sjö ríki eru fullgildir aðilar EFTA, þ. e. Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð; Finnland hefur mjög náin tengsl við samtökin sem aukaaðili síðan 1961. MARKAÐURINN í aðildarríkjum EFTA búa u. þ. b. 100 milljónir manna og er það stærð þess markaðar, sem stefnt er að frjálsari viðskiptum á. SKIPULAG. EFTA-ráðið fer með æðstu stjórn samtakanna og eru skyldur þess sem hér segir: (a) að fara með þau völd og störf, sem því eru fengin samkvæmt samningi þessum [þ. e. sáttmála EFTA], (b) að hafa eftirlit með beitingu þessa samnings og fylgjast með framkvæmd hans, og (c) að kanna, hvort frekari ráðstafanir skuli gerðar af hálfu aðildarríkjanna til þess ao koma í framkvæmd markmiðum samtakanna og til þess að auðvelda eflingu nánari tengsla við önnur ríki, ríkjasambönd eða alþjóðastofnanir. Einn fulltrúi frá hverju aðildarríki á sæti í ráðinu — og hefur hvert ríki eitt atkvæði. Nýjar skuldbindingar er ekki hægt að leggja á að- ildarríkin — nema með samhljóða atkvæðum, enda er það meginregla í samtökunum að ákvarðanir skuli teknar einróma. Aðeins við meðferð kæru- mála — eða á afmörkuðu sviði — innan ráðsins hafa samþykktir meirihluta gildi. — EFTA eru því ekki yfirþjóðleg samtök, þar sem meirihluti aðila hefur vald til ákvarðana, sem bundið geta önnur aðildarríki. Ráðið getur sett á laggirnar þær stofn- anir, nefndir og önnur ráð, sem það telur nauð- synlegt til þess að koma stefnumálum samtakanna í framkvæmd. Allmargar fastanefndir eru þannig starfandi innan EFTA, þ. á m. viðskiptasérfræðinga- nefnd, ,sem er ein hin mikilvægasta þeirra, efna- hagsmálanefnd, efnahagsþróunarnefnd, landbúnað- arnefnd o. fl., auk svonefndrar ráðgjafarnefndar, en í henni eiga sæti fulltrúar helztu hagsmuna- samtaka aðildarríkjanna — og koma þeir saman einu sinni á ári. Láta þeir í ljós viðhorf sín til sam- starfsins á vettvangi EFTA og geta gert tillögur þar að lútandi til ráðsins. Meðal sérstakra ráðs- nefnda fjallar t. d. ein um hugsanlegar breytingar á reglum um viðskipti með sjávarafurðir. SKYLDUR Aðilar samtakanna skuldbinda sig m. a. til að lækka og að lokum afnema tolla og hver þau önnur gjöld, sem sömu áhrif hafa, í við- skiptum milli landanna með vörur er sáttmálinn nær til, sbr. nánari ákvæði hans. Ekki má heldur

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.