Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Síða 7

Frjáls verslun - 01.10.1977, Síða 7
mest í júní. Árið 1976 var al- gjör undantekning veðurfars- ega séð. Þá voru alvarlegir þurrkar í landinu og sumarúr- koman í mörgum landshlutum hin minnsta í 250 ár og mið- sumarshitinn óvenju hár. Milt loftslag og mismunandi jarðvegur gerir það að verkum, að gróðurriki Bretlands er breytilegt. Skógar eru um 8% af yfirborðinu. Mestur hluti Bretlands er landbúnaðarland, þar af er þriðjungur í ræktun, hitt eru beitarlönd og mýrar. Næstum allt láglendi í Bret- landi hefur verið ræktað að undanskilinni einni og einni heiði og skóglendi. Um aldir hefur verið unnið að gerð veitu- kerfa til að þurrka upp land í fenjum og búa þau undir rækt- un. ÍBÚAR LANDSINS í Bretlandi búa um 56 millj- ónir manna en voru um alda- mótin um 38 milljónir. Konur eru fleiri en karlar eða 106 á móti hverjum 100 karlmönnum. Árið 1975 gerðist það í fyrsta skipti eftir að skýrslur voru skrifaðar, að stríðstímum und- anskildum, að ibúatalan lækk- aði litillega. Fæðingum hefur fækkað, eru nú 12,4 lifandi barna á þúsund íbúa en voru aftur á móti 18,8 árið 1964. Dauðsföll hafa verið innan við 12 á hverja þúsund íbúa, þann- ig að fæðingar eru enn fleiri. Hins vegar höfðu flutningar fólks úr landi þau áhrif, að Bretum hefur fækkað. lega 75 ár. að meðaltali 229 á ferkilómetra en talan fyrir England er miklu hærri, 358 á hvern ferkíió- metra. Aldursflokkunin sýnir aukið hlutfall yngstu og elztu borg- aranna. og hlutfall þeirra, sem við framleiðslustörf vinna, hef- ur lækkað en gert er ráð fyrir að þetta eigi eftir að breytast í framtíðinni. Ævi fólks lengist og þannig er meðalævi karla rétt vfir 69 ár en kvenna rúm- lega 75 ár. BORGARSAMFÉLAG Flestir Bretar búa í borgum eða í þéttbýli umhverfis bæi. Skozkir þjóðdansar. Gamlar hefðir og ólík tungu- mál minna á að á Bret- landseyjum eru þjóðir af ólíkum uppruna. Um helmingur landsmanna býr á belti sem liggur gegnum Eng- land og takmarkast af Lanca- shire og West Yorkshire í ann- an endann og London-svæðinu í hinn með iðnaðarsvæðin í Midlands í miðju. Mannfjöldi er einnig mikill í öðnam lands- hlutum eins og láglendi í Skot- landi og suð-austur Wales, svæðinu umhverfis Bristol, enn- fremur við árnar Tyne og Tee og á Ermarsundsströndinni. Síðan 1971 hefur dregið úr fólksfjölgun og reyndar hefur fólki beinlinis fækkað. Bretar óttast þó ekki að þessi þróun haldi áfram lengi heldur snú- ist hún til hægfara aukningar. Þannig er gert ráð fyrir að fólksfjöldinn verði orðinn 56,9 milljónir 1985, 59 milljómr 1995, 60,4 milljónir 2005 og 62.5 milljónir 2015. Þetta er 0,2% aukning á ári að meðal- tali yfir allt tímabilið. Fimm stærstu borgirnar eru: London með 7,1 milljón íbúa, Birmingham 1 milljón, Glasgow 880 þús., Leeds 749 þús. og Sheffield 559 þús. TUNGUMÁL Yfirgnæfandi meirihluti fólks á Englandi, Skotlandi, Norður- írlandi og i Wales talar ensku. I Wales er hins vegar töluð velska, sem er afbrigði af keltn- esku, og er hún móðurmái flestra íbúa í vesturhluta lands- ins og hana töluðu 21% af öll- um Walesbúum þriggja ára og eldri, eða rúmlega hálf milljón manna, árið 1971 þegar mann- tal var gert. Sérstök nefnd vinnur að útbreiðslu velskunn- ar, sem nýtur réttar til jafns við ensku í allri opinberri notk- un í Wales. Þeim fer fjölgandi skólunym, þar sem kennsla fer fram á' báðum tungumálunum. ensku og velsku. Þegar mann- talið var gert, kom í ljós, að 88 þúsund manns í Skotlandi geta talað hið skozka afbrigði af gaelic, aðallega í hálöndun- um og á vesturströndinni. Sama er að segja um nokkrar fjöl- skyldur á Norður-írlandi, sem enn tala írska afbrigðið. fbúar á eynni Mön nota sitt eigið tungumál við hátíðleg tæki- færi og verið er að endurlífga mál íbúa á Cornwall-skaga . 9 FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.