Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 60
[p Rí n Heimsveldið Blaðamaður Dagens In- dustri hitti að máli tísku- kónginn Pieree Cardin í mýflugumynd og hafði við hann viðtal og segir hér frá tilvonandi veldi Cardins í matvörudreif- ingu. Tískukóngurinn selur enga venjulega matvöru . . . í augum margra, jafnvel í Frakklandi, er Pierre Cardin ekki annað en vörumerki. Mjög fínt vörumerki reyndar, tákn um tísku, munað og glæsiieik. Ef til vill er hann Ifka goðsögn. Það fékk ég nú reyndar á tilfinninguna, þegar ég hringdi í biaða- og fjöl- miðladeild hans og fékk þetta svar: „Því miður, við vitum ekki hvar í heiminum Pierre Cardin er. Við erum búnir að skrifa niður umsókn yðar um viðtal. Gætuð þér hringt eftir þrjá mánuði?" En Pierre Cardin er til, ég hitti hann sjálfur einu sinni, svo mikið er víst. Það gerðist þegar ég beið í biðstofunni og beið þess að fá af- hentar tilbúnar upplýsingar blaða- fulltrúanna. Skyndilega stóð hann þarna Ijóslifandi. ,,Ég þekki yður ekki, bíðið þér eftir einhverjum sérstökum", sagði hann svona hálft í hvoru við mína aumu persónu, og blaða- deildinni til mikillar gremju notaði ég tækifærið og sagði: ,,Já, ég bíð eftir yöurr Hafið þér tvær mínútur aflögu?" Vel vitandi um að lengri ræða yrði túlkuð sem móðgun af minni hálfu, beið ég nú átekta þessa þekkta Frakka, sem mér skilst að sé allt að því eins frægur i Bandaríkjunum og hershöfðingj- arnir De Gaulle og Lafayette. Pierre Cardin er engin goðsögn. Hann er sprelllifandi og dreymir enn stóra drauma. Hann hóf að læra dömuklæðskeraiðn hjá Paquin og Christian Dior 1945. í dag er hann ekki einungis mesti tískuhönnuður heimsins, heldur og á við heilt heimsveldi í efna- hagslegum skilningi. Cardin hefur selt fleiri framleiðsluleyfi en nokk- ur annar iðnjöfur, 490 á móti t.d. 60 leyfum Diors. Meðal annars seldi hann Kínverjum leyfi árið 1978 þegar hann kom þangaö í fyrsta sinn. ,,Ef ég sel hverjum Kínverja einn hnapp, — þá eru það þó alltént 900 milljónir hnappa", sagði Cardin um þann samning. Risaveldi Pierre Cardin er fyrst og fremst ,,la haute couture", þ.e. skopun fatatískunnar. Og það er ekki bara að Cardin hanni og framleiði kjóla og kvenfatnað. Cardin-merkið er núorðið að finna á hálsbindum, vasaklútum og töskum. Það merki má líka finna í leikhúsunum, á húsgögnum, sæl- kerafæði og jafnvel innan flug- vélaiðnaðarins. Upp á síökastið eru það aðallega sælkerarnir sem Cardin hefur hugsað um. i sam- vinnu við hið fræga matsöluhús Maxims í Paris hefur Pierre Cardin unnið að sölu á úrvals munaðar- matvöru eins og kavíar, gæsalifr- arkæfu, kampavíni, laxi og ýmsu öðru í þeim dúr, sem bera vöru- merkið Maxim's-Cardin. Það er von Cardins með þessu að verða mesti kaupmaður veraldar með munaðar-matvörur fyrir sælker- ana. I þessu skyni hefur hann varið 200 milljónum franka, eða sem svarar260 milljónum nýkróna. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.