Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.12.1981, Blaðsíða 61
 ,,Ég reikna með að eiga 5000 verslanir fyrir árið 1983", segir Cardin. Samstarfið við Maxim's hefur gengið Ijómandi vel og gefið mikið í aðra hönd. Hefur félags- skapurinn þegar fært út kvíarnar og keypt sig inn í hótelbransann, og fyrstu hótelin munu rísa í Maraakech, Houston og í Cara- cas." Maðurinn sem hefur í vinnu hjá sér hundruó þúsunda hönnuða, sölumanna og annarra starfs- manna veit ekki nákvæmlega um veltu fyrirtækja sinna. ,,Við hljótum að hafa haft meira en 10 eða 11 milljónir dollara veltu", segir hann. í hans augum eru peningar ekkert sem maður á að liggja á, heldur nota til eyðslu eða fjárfestingar. ,,Ég vildi óska", segir hann ,,að það yrði gerð bylting daglega þannig að fólk neyddist til að lata peningana vinna í stað þess aö skrapa saman". Pierre Cardin staðhæfir að hann geymi aldrei svo mikið sem eyri í vösum sínum né í bönkum. Hann fjárfestir um leið og honum áskotnast fé. — Það er sagt um yður að þér vinnið langan vinnudag. Er það hluti af leyndarmálinu yðar? „Ég vinn mikið, milli 16 og 18 tíma á sólarhring. Ég hef alla tíö unnið hörðum höndum. Allt mitt líf er byggt á vinnu. Ég hef reyndar ekki tíma til annars". — Vinnan göfgar er yðar kjör- orð? „Hún göfgar ekki bara. í mínum augum er vinnan hið eina og sanna aðal, já og reyndar sjálfur lífstilgangurinn". — Leiðist yður ekki að græða mikið fé? „Nei, peningarnir eru ávöxtur- inn af vinnu minni. Það er eðlilegt. Ég vinn hvorki til stolts né heldur skammast ég mín fyrir aö hagn- ast". — Þér eruð væntanlega stór skattgreiðandi? „Ég vil nú helst af öllu vinna kappsamlega. Það veitir mér meiri ánægju en ef ég væri öllum stundum að finna leiðir til að svindla undan skatti". Að baki okkar bíður runa af fall- egum og glæsilegum samstarfs- konum, hver með sína skjala- möppu í höndum, og bíða þess að fá að skiptast á orðum við meist- arann. — Þér eruð semsagt engin goðsögn, Monsieur Cardin? „Margir halda að ég sé löngu dauður og verða undrandi þegar þeir komast að raun um að ég er sprelllifandi. Er þaö ekki alveg stórfurðulegt? „Jú ... ", var það eina sem ég gat sagt áður en lyftuhurðin lok- aðist að baki Pierre Cardin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.