Frjáls verslun - 01.12.1981, Síða 61
,,Ég reikna með að eiga 5000
verslanir fyrir árið 1983", segir
Cardin. Samstarfið við Maxim's
hefur gengið Ijómandi vel og gefið
mikið í aðra hönd. Hefur félags-
skapurinn þegar fært út kvíarnar
og keypt sig inn í hótelbransann,
og fyrstu hótelin munu rísa í
Maraakech, Houston og í Cara-
cas."
Maðurinn sem hefur í vinnu hjá
sér hundruó þúsunda hönnuða,
sölumanna og annarra starfs-
manna veit ekki nákvæmlega um
veltu fyrirtækja sinna. ,,Við hljótum
að hafa haft meira en 10 eða 11
milljónir dollara veltu", segir hann.
í hans augum eru peningar ekkert
sem maður á að liggja á, heldur
nota til eyðslu eða fjárfestingar.
,,Ég vildi óska", segir hann ,,að
það yrði gerð bylting daglega
þannig að fólk neyddist til að lata
peningana vinna í stað þess aö
skrapa saman". Pierre Cardin
staðhæfir að hann geymi aldrei
svo mikið sem eyri í vösum sínum
né í bönkum. Hann fjárfestir um
leið og honum áskotnast fé.
— Það er sagt um yður að þér
vinnið langan vinnudag. Er það
hluti af leyndarmálinu yðar?
„Ég vinn mikið, milli 16 og 18
tíma á sólarhring. Ég hef alla tíö
unnið hörðum höndum. Allt mitt líf
er byggt á vinnu. Ég hef reyndar
ekki tíma til annars".
— Vinnan göfgar er yðar kjör-
orð?
„Hún göfgar ekki bara. í mínum
augum er vinnan hið eina og
sanna aðal, já og reyndar sjálfur
lífstilgangurinn".
— Leiðist yður ekki að græða
mikið fé?
„Nei, peningarnir eru ávöxtur-
inn af vinnu minni. Það er eðlilegt.
Ég vinn hvorki til stolts né heldur
skammast ég mín fyrir aö hagn-
ast".
— Þér eruð væntanlega stór
skattgreiðandi?
„Ég vil nú helst af öllu vinna
kappsamlega. Það veitir mér meiri
ánægju en ef ég væri öllum
stundum að finna leiðir til að
svindla undan skatti".
Að baki okkar bíður runa af fall-
egum og glæsilegum samstarfs-
konum, hver með sína skjala-
möppu í höndum, og bíða þess að
fá að skiptast á orðum við meist-
arann.
— Þér eruð semsagt engin
goðsögn, Monsieur Cardin?
„Margir halda að ég sé löngu
dauður og verða undrandi þegar
þeir komast að raun um að ég er
sprelllifandi. Er þaö ekki alveg
stórfurðulegt?
„Jú ... ", var það eina sem ég
gat sagt áður en lyftuhurðin lok-
aðist að baki Pierre Cardin.