Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Síða 63

Frjáls verslun - 01.12.1981, Síða 63
100 stærstu fyrirtaekin á ísiandi frjá/s verz/un Gagnstætt því sem einhver kynni aö halda fram, þá hafa langir textar í auglýsingum ekki þau áhrif að flett sé framhjá auglýsingunni. Sé textinn rétt gerður og settur uþp á ákveðinn hátt þá er hann undantekningarlaust lesinn af þeim sem hann höföar til. Þetta atriði gildir framar öðru fyrir tímarit sem eru sérhæfð á ákveðnu sviði atvinnulífs eða þjóðlífsins, — aug- lýsingarnar eru undantekningar- laust lesmál í augum þeirra sem byggja stjórnun og ákvarðanatöku á uþþlýsingaöflun. Það hefur sýnt sig á áberandi hátt t.d. í sambandi við sölu á nýjum bílum, að þær auglýsingar sem mestum árangri skila eru þær sem innihalda grein- argóðar uþþlýsingar um eigin- leika, búnað og tæknilega út- færslu bílsins. Slagorð og glans- myndir duga ekki lengur. Ástæðan er sú að bíll er meiri háttar fjár- festing nú á dögum og fólk vandar valið meira og lætur tilfinningaleg áhrif koma á eftir raunhæfum upplýsingum þegar það leggur mat á hagkvæmni bílakaupa. Ný og aukin þjónusta við auglýsendur Það hefur oft verið talið standa íslenzkum fjölmiðlum fyrir þrifum að þeir hafa ekki haft á að skipa tæknimenntuðum starfskröftum meðal blaðamanna eins og tíðkast erlendis. Fyrir þessu eru margar augljósar orsakir sem ekki þarf upþ að telja. Frjálst framtak hf. mun vera eina útgáfufyrirtækið sem hefur ráðið til sín tækni- menntaðan starfskraft til að ann- ast tæknilegt efni og gera því þannig skil að hægt sé að koma til móts við þær kröfur sem sérhæfðir lesendur hljóta að gera. Þetta starf hefur verið að þróast á undan- förnum árum, og þá sérstaklega í sambandi við útgáfu Iðnaðar- blaðsins en nú í auknum mæli í öðrum sérritum, svo sem Sjávar- fréttum, Ökuþór og Frjálsri verzl- un. Sá sem hefur þetta með hönd- um er Leó M. Jónsson. Hann er véltæknifræðingur með rekstrar- tækni og markaðsfærslu sem sér- grein og hefur rúmlega áratugs reynslu úr atvinnulífinu eftir að hafa starfað sem sjálfstæður ráð- gjafi. Hann er auk þess einn fárra tæknimanna sem skrifað hefur í blöð og tímarit að staðaldri um árabil. Nú getur Frjálst framtak hf. boðiö auglýsendum aukna þjón- ustu sem felst m.a. í þýðingum á tæknimáli, — tæknitextar eru settir upþ á góðri íslenzku sem kemst til skila. Þannig geta fyrir- tæki fengið þýdda kynningar- bæklinga og leiðbeiningar um leið og texti er þýddur í auglýsingar. Jafnframt eru slíkir textar notaðir í tækninýjungadálkum Iðnaðar- blaðsins og Sjávarfrétta sé um nýjung á markaðnum að ræða og þá er það fyrirtækjunum að kostn- aðarlausu. Ráðgjöf í sambandi við mark- aðsfærslu, t.d. nýrra vara eða tækja á íslandi er boðin um leið og samvinna við gerð auglýsinga og auglýsingaskipulags. Þegar hafa mörg fyrirtæki notfært sér að geta gengið að tæknimanni á sviði auglýsingahönnunar og hafa náð árangri á þann hátt. Þau fyrirtæki sem flytja inn vörur hafa komið með erlenda sérfræðinga, sem hér hafa verið staddir, til skrafs og ráðagerða og eftir að erlendi aðil- inn hefur gengið úr skugga um að tækniþekking sé til staðar hefur viðhorfið gjarnan orðið mun já- kvæðara og þeir hafa aukið stuðning við söluaðgerðir íslenzka fyrirtækisins. Vissu ekki að slíka þjón- ustu væri að fá Að undanförnu hafa fleiri og fleiri fyrirtæki uþþgötvað gildi þessarar þjónustu. Þörfin er aug- Ijós og veruleg. Sem dæmi mætti taka greinar og auglýsingar sem fjalla um tölvur og tölvutækni. Þetta er mjög sérhæft svið og upplýsingar beinast yfirleitt að því að kynna tölvutækni og þá mögu- leika sem í notkun tölva felast fyrir þá sem ekki hafa reynslu af tölvu- notkun en þurfa á henni að halda. Það er á þessu sviði, sem mörgum öðrum, að tæknimenntun og reynsla í rekstrartækni gerir kleift að kynna málið þannig að þeir sem kynnu að hafa gagn af því, án þess að hafa kynnst því, eigi möguleika á að fá nákvæmar uþplýsingar, — einmitt upplýsingar sem þá vant- aði til þess að gera upp hug sinn. Frjálst framtak h.f. hefur á að skipa þjálfuðu og mjög hæfu sölu- fólki. Þetta fólk hefur það hlutverk að kynna sér hvað það er sem gæti hjálþað fyrirtækjum að ná auknum árangri í sölu, skipuleggja slíka aðstoð, bjóða hana og fylgjast síðan með árangrinum og miðla þeim upplýsingum til fyrirtækj- anna. Þegar sölufólkið hefur verið að bjóða þessa nýju tækniþjón- ustu og þá möguleika sem í henni felast fyrir auglýsendur hefur ekk- ert farið á milli mála, að hana hefur lengi vantað, — viðkvæðið er gjarnan: ,,Ég vissi ekki að svona þjónusta væri yfirleitt fáanleg, — því síður að hún kostaði ekki neitt'.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.