Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 68

Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 68
leicfari * Á gamli miðbærinn að koðna niður? Fyrir nokkru fór fram á vegum Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins könnun á valvöruverzlun á höfuðborgarsvæðinu, stöðu mála eins og þau eru í dag og hvers vænta megi á komandi árum að gefn- um mismunandi forsendum. Með niðurstöðum at- hugunarinnar fylgja umsagnir um einstök verzlunarhverfi, hversu ákjósanieg þau hafa reynzt fyrir verzlunarreksturinn og hverja framtíð þau eiga fyrir sér. Gamli miðbærinn í Reykjavík er efstur á blaði enda ekki óeðlilegt því að hann er að sönnu hjarta verzlunar og viðskipta í höfuðborginni og þjónar reyndar miklu stærra svæði. Valvöruverzlun skipar þar mikilvægan sess. í gamla miðbænum reyndust vera 87 þús. fermetrar húsnæðis fyrir valvöruverzl- un árið 1979 og veltan var 331,7 milljónir nýkróna að því er segir í gögnum Skipulagsstofu höfuð- borgarSvæðisins. Tölur sýna, að gamli miðbærinn hefur ótvíræða yfirburði yfir önnur verzlunarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er alvarlegt íhugunarefni hvernig þessari blómlegu athafna- miðstöð viðskiptalífsins muni reiða af í næstu framtíð. Sú sýn, sem við blasireinsog nú er ástatt, er síður en svo fögur. Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins hefur eftirfarandi að segja í framhaldi af athugunum sínum: „Gamli miðbærinn í Reykjavík nýtur þess umfram önnur verzlunarhverfi að vera bæði stór, fjölbreyttur og nálægt stórum atvinnu- svæðum. Auk þess er hann eitt elzta verzlunar- hverfið og þannig hefur skapazt ákveðin hefð í verzlun þar. Engu að síður hefur verzlun í gamla miðbænum átt við nokkra erfiðleika að stríða, þar eð þungamiðja íbúabyggðar hefur sífellt færzt austar. Auk þess er um ýmsa aðra óhagstæða þætti að ræða, svo sem umferðarhnúta, skort á bifreiða- stæðum og einnig hefur verzlunarhúsnæði gengið úr sér. Niðurstöður þessarar könnunar benda til þess, að ef mikil aukning verður á verzlunarrými annars staðar, geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir gamla miðbæinn. Sérstaklega á þetta við ef hug- myndir um uppbyggingu Nýja miðbæjarins í Kringlumýri verða framkvæmdar. Hins vegar myndi uppbygging verzlana í Mjóddinni ekki hafa alvarleg áhrif á gamla miðbæinn, jafnvel þó upp- bygging þar yrði töluvert meiri en núverandi áætl- anir um 12 000 m2. Hvað svo sem verður uppi á teningnum í öðrum verzlunarhverfum, þá er líklegt að lagfæra þurfi ýmsa þætti í gamla miðbænum, t.d. auka framboð bifreiðastæða, ef hann á ekki að verða fyrir alvar- legri hnignun. Hversu mikilla endurbóta er þörf, fer að sjálfsögðu eftir því, hversu miklu verzlunarrými er bætt við annars staðar.“ Hér er stórmál á ferðinni. Vitað er að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur á eftir að fækka með fram- kvæmd á nýju skipulagi Grjótaþorps og veltur því á miklu að bílastæði á Amarhól í tengslum við bygg- ingu Seðlabankahúss verði tilbúin. Viðgangur verzlunarumsvifa í gamla miðbænum í svipuðum mæli og á síðustu áratugum er algjörlega háður því að fólk úr hinum ýmsu borgarhverfum eigi greiðan aðgang á farartækjum sínum að verzlunarkjarnan- um. Furðulítill áhugi virðist vera fyrir hendi hjá ráðamönnum Reykjavíkurborgar að leysa þennan vanda. Hafnarstjóri og borgarverkfræðingur hafa mælt fyrir ákveðnum hugmyndum um byggingu bílageymsluhúsa í miðborginni, en fyrir daufum eyrum hinna pólitísku valdhafa. Tillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um undirbúning raun- hæfra framkvæmda af þessu tagi var vísað frá ný- lega í borgarstjóminni. Forráðamenn fyrirtækjareksturs í gamla mið- bænum þurfa að snúa bökum saman í þeirri baráttu sem hafin er fyrir framtíð athafnalífs í þessum borgarhluta. Þeir þurfa að taka upp virka samvinnu við þá fulltrúa á vettvangi borgarmálefna, sem vilja í verki tryggja verzlunarfyrirtækjum gamla mið- bæjarins örugga framtíð. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.