Alþýðublaðið - 28.07.1969, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.07.1969, Síða 3
AlþýðiuMiaöíð 28. júl'í 1969 3 HJÖLANDI □ Hjólreiðar eru áreiðan- lega ekki iðkaðar eins mikið í neinu landi og Hollandi. í land- inu eru reiðhjól litlu færri en íbúarnir, og það kemur erlend- um ferðamönnum oft á óvart að sjá þessa miklu notkun á reið- hjólum. En hvað nákvæmlega það er, sem ferðafólkinu finnst merkilegast? Hollenzkt blað gekk nýlega á menn til þess að reyna að komast að þessu. Bretar sögðu, að þeim þætti það athyglisverðast að allir, sendisveinar jafnt sem forstjór- ar, færu um á hjóli. Eins þótti þeim merkilegt að fólk skyldi hjóla saman og halda utan um hvort annað um leið, og þess munu einnig dæmi að fólk mat- ist á hjólunum. ítali, sem var meðal þeirra sem spurðir voru, sagði að eig- inlega hefði hann ekki séð neiná reiðhjóiafimleika í landinu. — Hins vegar hefði hann tekið eftir konu, sem hjólaði með börn bæði fyrir framan sig og aftan, hélt á stórri innkaupa- tösku og hafði hund í bandi við hlið sér. Frakki, sem spurður var, sagði hins veggr, að sér hefði þótt það merkilegast, að sjá elskendur kyssast á hjóli, án þess að inissi jafnvægið og falla - til jarðar. En það fer sem sé ekkert á milli mála, að Hollendingar hjóla mikið, enda landið slétt og fallið til þeirra hluta. Og Hollendingar segja sjálfir að kyrrsetumannasjúkdómar séu sjaldgæfari þar en í öðrum löndum. Mynd þessi er af Rod Steiger (sem m.a. lék „Veðlánarann) í nýrri kvikmynd, sem nefnist . „The Illustrated Man“ („Myndskreytti maðurinn“); Þrjár af „fantasíu”sögum Ray Brad-bury hafa verið notaðar til upphygging- ar í þessari mynd og Jack Smight leikstýrir henni. Sögnrnar gerast hæði í náinni og f jarlægari framtíð og helztu leikarar eru Rod Steiger, kona hans Claire Bloom og Rohert Drivas. Á myndinni hefur Carl (Rod Steiger) verið blindaður af dreng, sem sá hin hræðulegu örlög hans speglast í einni af ,>tattóveringunum.’‘ : Flogið er á þriðjludögum og miðviku- dögum. Beint þotuflug til Kaup- mannahafnar FRA KAUPMANNAHÖFN ERU AFBRAGÐS FLUG- SAMGÖNGUR UM ALLAN HEIM. ÞRJÁR FERÐIR Á VIKU TIL GRÆNLANDS í SUMAR. UPPLÝSINGAR OG FARSEÐLAR HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNUM OG Á SKHIF- STOFU OKKAR AÐ LAUGAVEGI 3. S4S /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.