Alþýðublaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 7
□ Fyrir tveim öldum var
uppi Englendingur að nafni
Jethro Tull.
Tvennt er það, sem hann
lét eftir sig, en það er plógur,
sem hann á að hafa „fundið
upp“ og nafnið. Nafnið hefur
vissulega komið að góðum
notum, því að nú hefur ein
vinsælasta blues hljómsveit í
Bretlandi tekið það upp.
Jethro ;Tull (hljómsveitin)
fæddist,. þegar blues sprengjan
sprakk árið 1968, og áhrifa
þess gætti um allan heim. Með-
limir grúppunnar eru Jan And
erson, Martin Barre, Clive
Bunker, Glenn Corniek. Þeir
hafa gefið út tvær LP: „This
Was‘, vægast sagt er hún ein
af mörgum vinsælum plötum
hjá blues aðdáendum, og
„Stand Up“, sem er alveg nv.
Nú fyrir stuttu gáfu þeir út
litla plötu með laginu „Living
In The Past“ í titilhlutverki.
Það komst upp í þriðja sæli.
Jan Anderson telur sig sjálf-
skipaðan talsmann hljómsveit-
arinnar, enda ber ekki mikið
á minnimáttarkennd hjá hon-
urn í viðtali fyrir stuttu í Hit
Parade. Segir hann m.a., að
þeir vilji ekki predika fyrir
fólki, aðalatriðið á að vera
tónlistin. Jethro Tull hafa svo
\
sarmarlega vandað til nýjustu
plötunnar, hún er tekin í 8
'rásum í stað 4 („This Was“),
en þá kemur betri hljómur í
stereo.
Ennfremur sagði Jan:
„Vegna leiðinlegs persónu-
leika var Mick Abra-
hams sparkað, en hann lék á
gítar á plötunni „This Was“.
í hans stað kom Martin Barre,
ágætur drengur, það er gott að
vinna með honum.“
Jethro Tull ætla í hljóm-
leikaför um Bretland 28. sept-
ember til 27. október. Einnig
ætla þeir að reyna að freista
gæfunnar á Norðurlöndum í
janúar n.k.
Alþýðublaðið 28. júlí 1969 7
BLIND FAITH
□ Fyrsta LP, Blind Faith,
var tekin upp í Bandaríkjunum
21. júlí síðastliðinn hjá Polydor.
Hefur þessa verið beðið með
mikilli eftirvæntingu og þá sér-
staklega af bluesáhangendum.
Á plötunni eru aðeins sjö lög,
enda tekur fyrsta lagið „Do
What You Like“ 16 mínútur og
er eftir trommuleikarann Ging-
er Baker (áður ( Cream). Þrjú
laganna eru eftir Steve Win-
wood, orgelleikarann (áður í
Traffic), „Had To Cry To?Day“,
,Can‘t Find My Way Home‘ og
„Sea Of Joy.,‘ Eitt er eftir Eric
Clapton gítarsnilling (áður í
Cream), „Presence Of The
Lord.‘ Ennfremur eru tvö töku-
lög á plötunni: „Sleeping In
The Ground“ — og „Well, All
Right.“ Bassaleikarinn, Rick
Grech (áður í Family) virðist
ætla að. bíða síns tíma, þar eð
ekkert lag er eftir hann á plöt-
unni.
Blað með myndum og texta
fylgja albúminu.
NOEL REDDING
□ Bassaleikarinn Noel Redd-
ing hefur nú yfirgefið Jimi
Hendrix Experience eftir
tveggja ára samvinnu. Ástæð-
an var ósamkomulag við
Hendrix. Redding er komin
með eigin hljómsveit á laggirn
ar, sem ber nafnið Fat Mattr-
ess, og munu þeir koma fram
í blues hátíð, sem bráðlega á
að halda í Englandi. Þar verða
einnig The Who, Chicken
Shack, The Nice, Pink Floyd,
The Bonzo og Dog Band, Hair
o.fl.
Orðrómur gengur um, að
Mitch Mitchell trommuleikari
Hendrix ætli að feta í fótspor
Reddings. I
j Brezki vinsældarlistinn í
Tíu vinsælustu hæggengu plöturnar í Bretlandi voru síðustu viku:
1. This is Tom Jones ..............................................(Decca)
2. Flaming Star ......................................Elvis Presiley (RCA)
3. Accorcling to my Heart ........................... Jom Reeves (RCA)
4. My Way ................................:....... Frank Sinatra (Reprise)
5. Nshville Skyline .................................. Bob Dylan (CBS)
6. On the Thretsold off a Dream .................... Moddy BJues (Dream)
7. Scott Walker Sings Song from his TV Series ................... (Philips)
8. Ray Conni'ff, His Orchestra, His Ohorus, His Sound ............ (CBS)
9. Hair .......................................... London Cast (Plydor)
Eftirtalin ríu iög voru efst a vinsældalista breska blaðsins New Musical
Express í síðustu viku.
Nr. 1 Somcthing in the Air .................Thundcrclap Newman (Track)
Nr. 2 in the Ghetto ................................. F.lvis PresJey (RCA
— 3 A Way of life ................................... amily Dogg (BeJl)
— 4 T.iving in: the Past .......................... Jethro Tu 11 (Island)
— 5 Ba'Had of Jc.hn an Yoko ............................ Beatles (Appie)
— Í5 Break Away ................................... Beach Boys (Capital)
•— Hello Susie .............................. Amen Corner (Lmmediate)
— 8 Time.is Tight..................... Brooker T. and rhe M.G.S.(Strax)
— 9 Oh Happy day.......................Edein Hawkins Singers (BuddnV
10. Lionel Bart's Oliver! .................. ..........-. Soundtrack RCA)
— Próúd Mary.......... ......... Creedence 'Clearwater Revival (Liberty)