Alþýðublaðið - 30.07.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.07.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 30. júlí .1969 ^Hamingjati ef tjverful SuSan cAShe 123 Það var Ijós á ganginum, og þar sá hún gagr.sæjan slopp og silkiinniskó} og þegar hún leit upp, sá hún reiðilegt andlit Gildu. Þær stóðu um stund óhreyfanlegar og virtu hvor aðra fyrir sér óvinsamlega, en þrátt fyrir undrun sína skildi Helen, að Gilda hefði verið á leiðinni inn til Péturs. Gilda varð öskureið, þegar hún sá systur sína koma út frá Pétri og sagði reiðilega: — Svikarinn þinn! þú þykist vera að hjúkra honum en þú hefur sofið hjá honum í nótt! — Hvort ég hef! Gilda skyldi aldrei fá að vita sannleikann, hvað, sem á gengi. Helen vissi, að þessi stund myndi aldrei renna upp aftur. — Hann ' er nú einu sinni maðurinn minn, og hjón sofa oftast saman, mín kæra! — Hann hefði aldrei viljað sjá þig. Hann hefur aldrei viljað sjá þig, og hann vildi ekki sjá þig í nótt. Hann henti þér út! sagði Gilda, æf af reiði. —Heldurðu það? sagði Helen og leit róleg í augu systur sinnar. — Viltu ekki spyrja hann sjálf- arr? Að vísu sefur hann, en ég skal gjarnan vekja hann fyrir þig, þótt ég efist um, að hann vilji svara spurningum þínum, eins og á stendur. Um stund hélt hún, að Gilda myndi hendast fram hjá henni og beint inn til Péturs; en svo nam Gilda staðar. — Þú hefur notfært þér veikindi hans og óráð. Hann á eftir að fyrirlíta þig fyrir það. Þetta stakk Helen. Gilda hafði á réttu að standa. Pétur myndi fyrirlíta hana, ef hann vissi, hvað kom- ið hafði fyrir. Ef hann ferrgi þá að vita það... — Það var leitt fyrir þig, að mér tókst að kom- 1 ast að því, hvora okkar hann vildi frekar, tókst henni að segja. — Ertu ekki þakklát, Gilda? Viltu láta hann vísa þér á bug eða hvað? Svo gekk hún inn til sín og læsti og grét með koddann yfir höfðinu, svo að enginn heyrði til hennar. Þegar Helen kom inn til Péturs daginn eftir, var hún föl, en virðuleg, og hún hefði aldrei á það minnzt, sem hafði komið fyrir, þótt henni hefðu verið gefin öll auðævi heimsins. Hún komst fljótlega að því, að Pétur hafði gleymt öllu. Hann vildi fá að vita allt um slysið, og sagð- ist hafa haldið, að ;)Foss" þekkti sig. — Var ég erfiður við þig? spurði hannr. — Mig dreymdi eitthvað svo undarlega ... Hann hrukk- aði ennið og skellti svo upp úr: — En það drauma- rugl. Svo að hann vissi ekki leyndarmál Helenar! — Ég ætla að koma mér á fætur. Mér líður bara vel núna. Svo lítum við Rutley á „Foss." — Rutley fer að koma, svaraði hún og dró sig í hlé, en henni hafði létt mikið. Meðan Gilda þegði gat enginn sagt honum neitt, og þá þurfti errginn að fá að vita, hvað hafði komið fyrir, og þá allra sízt — Pétur! Helen fór niður til að taka á móti Lloyd, og hann virtist mjög áhyggjufullur. — — Taktu þetta ekki svona nærri þér, vina mín. Farrell er hraustmenni og harrn var heppinn. Hann hefði getað orðið verr úti. Það er ekkert gaman að láta þennan hest slá sig, Hann hefði auðveldlega getað drepið hann! Það fór hrollur um hana. — Hvað kom eiginlega fyrir? — Ég sagði, að hann gæti vel riðið „Foss,“ sagði Lloyd, —en satt að segja óttast ég; að Pét- ur hafi ekkert vald haft yfir öðrum eins hesti, og að hesturinn hafi fundið það. — Sennilega hefurðu. bjargað lífi hans, stundi hún. — En þú verður að segja honum, að hann ráði ekkert við hestinn. — Það verður heldur óskemmtilegt verk, sagði Lloyd biturt. — Við höfum ekki verið vinir það lengi, að mig langi til að særa hann. Ég held, að það myndi fara í taugarnar á honum, ef ég segði honum, að hann gæti ekki setið hvaða hest sem væri og ég held, að það sé réttara, að ég taki á mig þá sök, að hafa gefið honum slæmt ráð. Það komu tár fram í augun á Helenu, svo þakklát var hún. En hvað Lloyd var alltaf vingjarnlegur og umhyggjusamur! Um leið kom Pétur niður tröppurnar en hann nam skyndilega staðar, þegar hann sá að þau stóðu þarna og horfðust í augu. Svo gekk hann áfram greip um höndina á Lloyd þéttingsfast og þakkaði honum fyrir aðstoðina. Lloyd hló stuttlega og svo fóru þeir saman út á engin Helen fór út í garðinn. Hún var alltof viðutan til að geta einbeitt sér að húshaldi. Lloyd var tryggur vinur hennar og hún vildi sízt af öllu missa vináttu hans, en með mikilli gleði hefði hún samt... fórnað vináttú harrs^ ef Pétur hefði aðeins af fúsum vilja og vitandi vits kysst hana sem eiginkonu sína í gærkveldi. •?; 'C . : r. ' I. 19. kafli Þegar Helen kom heim skömmu seinna og fór inn í forstofuna heyrði hún sér til mikillar undrun ar, að Pétur kallaði reiðilega: — Út með yður og látið aldrei sjá yður hér framar! Fyrst hélt Helen, að hann væri að tala við Lloyd, en svo reynrdist gesturinn vera frú Hilton, sem kom titrandi og skjálfandi út. Svo rótaði hún í töskunni sinni og dró fram blátt ávísanahefti. I I I I I I I I I ; I I I I I I I I I I I I I Smáauglýsingar trésmíðaþjónusta Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverM húseigna yðar, ásamt breytingum á nýj-u og eldra húsnæði. — Sími 41055. V OLKS WAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélárlok — Geymslulok á Volfcswagen í állflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptm. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS •g góð vinna. Pantið í túna í síma 15787. BIFREIÐASTJÓRAR Gerum við ahar tegundir blfreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. R Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flultt að Sfcaftahlíð 28, klæði og gerl við bódstruð húsgögn. Bólstntn Jóns Ámasonar, Skaftahli'ð 28, sími 83513. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litíar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. S Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. j Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskállnn, Geithálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.