Fregnir - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Fregnir - 01.12.1976, Blaðsíða 5
5 Guðrún Karlsdóttir og Indriði Hallgrímsson voru þá fulltrúar FB £ launamálaráði BHM. Þau mótuðu fyrstu kröfurnar og byggðu þær í stórum dráttum á síðustu samningum Félags íslenskra fræða og Félags háskóla- kennara. Eftir að Indriði var farinn til Ameríku lenti samningagerðin að miklu leyti á Guðrúnu Karls- dóttur einni, en þó voru þær Þórhildur Sigurðardóttir og Guðrún Gísladóttir kvaddar henni til aðstoðar. Rammasamningur BHM og Fjármálaráðherra var undirrit- aður 1 desember 1975, en þá var eftir að semja um hækkanir og/eða breytingar fyrir hvert félag fyrir sig, svo kallaðir sérsamningar. Málið dróst á lang- inn og það var ekki fyrr en í maí 1976 að lagt var fram f.h. ráðherra gagntilboð við kröfur félaganna. Launahækkun sú, sem í því tilboði felst var orðuð þannig: "Verja skal allt að 1,8 % af launum til endurröðunar á einstökum starfsmönnum eða starfs- hópum í launaflokka samkvæmt nánara samkomulagi aðila". Fulltrúar FB í samningaviðræðunum höfðu lagt áherslu á það, að þótt kröfur FB væru að mörgu leyti hlið- stæðar kröfum Félags íslenskra fræða, þá þyrfti að vera í samningum FB nokkur atriði, sem varðaði með- limi þess félags sérstaklega s.s. að metin væri sú ábyrgð, er fylgir forstöðu sérsafna og einnig ákvæði um deildarstjórn í stóru safni. Þar sem þetta var í fyrsta sinni, sem FB samdi fyrir meðlimi sína, þótti eðlilegt að leggja aðaláherslu á það, að koma inn í samningana þeim atriðum, sem þar þurftu að vera, og reyna að ná sem bestri innbyrðis röðun. Seinna mætti svo leggja áherslu á jafna hækkun allra. Þessi atriði fengust ekki viðurkennd í fyrstu viðræðum og því var FB ekki tilbúið til að skrifa undir samninga í júní í sumar eins og Félag íslenskra fræða gerði ásamt nokkrum öðrum félögum. Mál FB fór í Kjaradóm ásamt málum annarra þeirra félaga, sem ekki höfðu undirritað samninga, en dómur- inn færðist undan að fella úrskurð í máli félagsins og því var það, að þegar flest félög innan BHM höfðu lokið sínu samningastríði í júlí s.l. þá var mál FB enn óráðið.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.