Fregnir - 01.12.1976, Blaðsíða 9

Fregnir - 01.12.1976, Blaðsíða 9
9 Fréttir frá höfuðstöðvum "stóru skrár" og spjalda- framleiðslu FB fyrir íslenska útgáfu 1944-1973. Samkvæmt nýjustu upplýsingum (9.12. 1976) er nú búið að vélrita 5234 stensla af þeim 9000, sem FB hyggst fjölga og selja til safna, sem vilja endurnýja spjald- skrár sínar eða koma sér upp skrám. U.þ.b. 1500 spjöld bíða stenslunar og eru þá u.þ.b. 2266 spjöld, sem eftir er að tékka við bækur. Yfirtékkarar síðustu mánuði hafa verið Sigríður Löve og Þóra Hólm, stenslari Sólveig Ögmundsdóttir. Félagið hefur lagt í að kaupa ritvél og hefur nú bæst við nýr vinnukraftur, Erla K. Jónasdóttir, sem mun aðstoða Sólveigu við stenslunina. Vonast er til að stenslun ljúki um eða stuttu eftir áramót. Síðan þarf að lesa yfir stensla og gera tilvísanir. Verður þá hægt að skrifa pöntunarlista, sem dreift verður til safna. í ráði er einnig að gefa út lista yfir nöfn og ártöl íslenskra höfunda, meðhöfunda, útgefenda og annarra, sem eiga aðild að bókum, sem spjöld verða seld yfir. Er þar kominn vísir að íslensku höfundatali, sem bóka- verði og fleiri hefur sárlega vantað hingað til. í athugun er að vinna þessa tvo lista með aðstoð tölvu. Fjölritun spjalda og sala ætti að geta hafist í janúar eða byrjun febrúar. Verkefni þetta hefur fram að þessu verið fjármagnað með fyrirframgreiðslu nokkurra þeirra safna, sem hyggjast kaupa spjöld af FB og hefur félagið notið mikillar velvildar og skilnings frá bókavörðum og bókasafnsstjórnum þeirra safna. Hins vegar er ljóst, að framkvæmd þessa verkefnis krefst mikils fjár og starfskrafta. Sótt hefur verið um styrk frá ýmsum aðilum en án árangurs og nú síðast um fé á fjárlögum og hefur svar ekki borist frá fjár- veitinganefnd. Alltof fáir virðast gera sér grein fyrir gildi þessa verks fyrir íslensk bókasöfn og bókaútgáfu, en það má e.t.v rekja til hæversku og hinnar hljóðlátu og fórn-

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.