Fregnir - 01.12.1976, Síða 6

Fregnir - 01.12.1976, Síða 6
6 Um þessar mundir hafði aðalfundur FB skipt um full- trúa í launamálaráði, þar eð Guðrún Karlsdóttir gaf ekki kost á sér lengur. Elfa Björk Gunnarsdóttir var kosin aðalfulltrúi og Guðrún Gísladóttir til vara Það kom í hlut þessara tveggja að fjalla um lokaþátt þessara samningaumleitana við Fjármálaráðherra. Gengið var að mestu út frá samningunum, sem Felag íslenskra fræða hafði gert og tekið inn ákvæði um heimild fyrir launuðu rannsóknarleyfi til framhalds- náms erlendis, sem svarar til allt að þrem mánuðum á sex ára fresti. Einnig voru tryggingaákvæði sam- ræmd sams konar ákvæðum annarra kjarasamninga. Eftir nokkurt þóf fékkst inn í samninginn ákvæði um hækkun launa bókavarða hjá Iðnskólanum og Orkustofn- un og ákvæði um laun deildarstjóra í stóru safni, þótt enn gegni enginn meðlimur FB slíku starfi. Þetta voru sem sagt þeir samningar, sem undirritaðir voru 17. nóvember S.l. og tóku gildi 1. júlí 1976. Að loknu þessu samningaþófi fer ekki hjá því, að sú hugsun hvarfli að manni, að mikinn tíma og fyrirhöfn hefði mátt spara, ef málin hefðu frá upphafi verið rædd af einlægni, með það fyrir augum að komast sem fyrst að samkomulagi, í stað þess að flækja þau fremur en leysa. Við skulum þó ekki ergja okkur yfir því, sem liðið er, heldur fagna því, að þessum fyrstu samningamálum FB er nú aflokið. Og við skulum vona það að samn- ingurinn reynist þann veg uppbyggður að formi og efni að auðveldara verði um framhaldið. í desember 1976 Guðrún Gísladóttir' Skrá um lokaverkefni í bókasafnsfræði 1964-1976 Aðalheiður Friðþjófsdóttir: Skrá um íslensk leikrit 1950-1959. 1970. Aki Gíslason: Bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa Skúla Thoroddsens. 1973.

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.