Fregnir - 01.12.1976, Blaðsíða 10

Fregnir - 01.12.1976, Blaðsíða 10
10 fúsu vinnu FB, sem of lítið hefur verið auglýst og kynnt til þessa. KHP Ort á 13. norræna bókavarðaþinginu í Danmörku í ágúst 1976 Af undarlegri tilviljun er ég þátttakandi á þrettánda þingi norrænna bókasafnsvarða. ókunnur gestur, áhorfandi og hlustandi. Spyrjandi hvaða fólk er hér samankomið? - Einsýnishópur um trú pólitík eða afstöðuna til kynjanna? Nei. Þrettánda þing ykkar lesmálsvarða er einkennandi um eitt, þennan hljóða skilning og væntumþykjuna á manninum. P.S. Fréttir af félagsstarfi Eins og kunnugt er efndi félagið til afmælisfagnaðar föstudaginn 5. nóvember s.l. í Norræna húsinu. Um 50 félagsmenn, bókasafnsfræðinemar og aðrir gestir voru a samkomunni, sem var hin skemmtilegasta. Skemmtiatr- iði voru engin nema einstaka uppákomur (happenings). Jón Sævar Baldvinsson sá um tónlistina og dansað var af miklu fjöri. Kristín Eggertsdóttir, forstöðumaður kaffistofu Norræna hússins, hafði matreitt ágætan kjöt- rétt (lambakjöt) og epla- og súkkulaðitertur voru bornar fram sem ábætir. Verðinu var mjög í hóf stillt, 800 kr. á mann. Bar var á staðnum, þar sem menn gátu

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.