Fregnir - 01.11.1980, Síða 3
-3-
ræddi um upplýsingamiðlun um sveitastjórnamál og Sigrún
Klara Hannesdóttir lektor fjallaði um upplýsingar og
ákvarðanatöku. Stefnt er að því að gefa þessi erindi út
í bæklingi, en óvíst er, hvenær það getur orðið. Panel-
umræður fóru fram á eftir erindunum, og tókci þátt 1 þeim
auk framsögumanna þau Birgir Isl. Gunnarsson alþingismaður
og Guðrún Ásgeirsdóttir sveitarstjórnarmaður, svo og
Guðrún Helgadóttir alþingismaður, sem stjórnaði umræðum.
Þá var starfað í umræðuhópum. Um kvöldið brugðu fundar-
menn sér i kynnisferð upp á Akranes, heimsóttu Bæjar- og
héraðsbókasafnið og sátu Raffiboð bæjarstjórnar Akraness.
Áfram var starfað í umræðuhópum á laugardagsmorgun, og
fyrir hádegi voru niðurstöður hópa kynntar. Eftir hádegi
sögðu þær Aðalheiður Friðþjófsdóttir formaður skráningar-
nefndar og Guðrún Karlsdóttir formaður flokkunarnefndar
frá störfum nefnda sinna og fyrirspurnum var svarað. Að
því búnu var landsfundi slitið.
Kl. I8.00 þágu landsfundargestir boð forseta íslands að
Bessastöðum. Kl. 2G.oo hófst svo 20 ára afmælishóf
BÓkavarðafélags íslands í Snorrabæ. Afmælishófið fór hið
besta fram; þar var veislukostur góður, Kerborg Gestsu ir,
sem kjörin var heiðursfélagi Bókavarðafélagsins, flutti
hátíéarræðu, og dans var. stiginn fram eftir nóttu.
Formaður landsfundarnefndar var Jón Sævar Baldvinsson,
en aðrir nefndarmann voru Anna Magnúsdóttir, Kristín H.
Pétursdóttir, Margrét Geirsdóttir, Þóra Hólm, Þórey Axeis-
dóttir ög Þorleifur jónsson. Landsfundar- og námskeiðs-
gögn er enn hægt að fá í Þjónustumiðstöð bókasafna.
ÞJ
ÞÓRDÍS í LEYFI '
ÞÓrdís Þorvaldsdóttir verður í leyfi tímabilið 10. nóv.
1980 til 31. des. 1981 og dvelst þá erlendis. Varaformaður
Bókavarðafélagsins, Erla Kristín Jónasdóttir, gegnir
formannsstörfum á meðan.