Fregnir - 01.11.1980, Blaðsíða 4
-4-
FRÁ SAMSTARFSNEFND UM UPPLÝSINGAMÁL
Samstarfsnefnd um upplýsingamál var stofnuð i mai 1979.
1 2. tbl. Fregna 1979 var sagt frá hlutverki nefndarinnar
og hverjir ættu sæti í henni. Skal þa<5 ekki éndurtekið
hér, en hins vegar rakið hið merkasta í starfi nefndarinnar
til þessa.
Haldnir hafa verið 14 fundir og hafa nefndarmenn kynnt sér
fjölmarga þætti upplýsingamála. Hefur verið komið upp
skrá yfir verkefni á sviði bókasafna og upplýsingastarfsemi
hérlendis.
Samstarf snefndi-n - he-fur JaeLtt sér fyrir J5ví'áð bokaverðir
i rcinnsóknarbókasöfnum - einkum á sviði raunvísinda og
læknisfræði - héldu fundi í því skyni að ræða samvinnu og
verkaskiptingu. (Sagt er frá þessum fundum á öðrum stað
í blaðinu.)
Ásamt með bókafulltrúa ríkisins hefur nefndin hlutast
til um að komið yrði á fót skráningamefnd og flokkunar-
nefnd.
Vert er að geta þess að nefndin hefur sent menntamála-
ráðuneytinu bréf þar sem bent er á nauðsyn þess að vel sé
hirt um bækur og tímarit í stofnunum hins opinbera og þetta
efni sé skráð og gert aðgengilegt. Dæmi var tekið af
Náttúrufræðistofnun og minnt á að stofnuninni bærist mikill
fjöldi rita, en hún hefði engan fastan bókavörð.
í júlí 1980 var lögð fyrir menntamálaráðuneyti greinar-
gerð og áætlun um tólvuvinnslu í íslenskum rannsóknar-
bókasöfnum og þess farið á leit að fé yrði veitt til þessara
hluta. Einnig sótti nefndin um fé til þess að gefa út
kynningarefni um upplýsingamál.
Loks ber að geta þess að nefndin hyggst á næstunni mynda
vinnuhópa til þess að fjalla um tiltekin viðfangsefni í
upplýsingamálum.
ÞR
ÍSLENSK BÓKASKRÁ 1979
Landsbókasafn hefur nýlega gefið út íslenska bókaskrá
1979 og sætir tiðindum að hún er nú i fyrsta sinn tölvu-
unnin. Sem fylgirit með skránni kemur nú út i fyrsta skipti
íslensk hljóðritaskrá 1979. Sú skrá nær yfir efni á hljóm-
plötum og snældum, en slikt efni nefnist hér einu nafni
hljóðrit.