Fregnir - 01.11.1980, Síða 5

Fregnir - 01.11.1980, Síða 5
SAMSTARFSFUNDIR BÓKAVARÐA -5- Að tilhlutan Samstarfsnefndar um upplýsingamál hafa verið haldnir samstarfsfundir meðal bókavarða í söfnum sam varða raunvísindi og læknisfræði. Er vonast til að fundir þessir verði fastir liðir í starfsemi viðkomandi bókasafna í framtíðinni. Tveir fundir hafa verið haldnir til þessa, annar i apríl, hinn í júní. Til fróðleiks verða hér nefnd mál sem til umræðu voru á þessum fundum. 1) Samstarfsnefnd um upplýsingamál. Starfsemi nefndar- innar kynnt. 2) Núverandi samvinna milli bókasafna og ýmsir mögu- leikar á aukinni samvinnu. 3) Samvinna um millisafnalán. Sérstaklega rætt um hlutverk Háskólabókasafns í þessu sambandi. 4) Upplýsingaþjónusta Rannsóknaráðs. M.a. rætt um hvernig bókasöfn geti nýtt sér þjónustuna. 5) Timaritsáskriftir. Rætt um möguleikann á verka- skiptingu milli ‘safna um áskriftir tímarita. 6) Lestæki og lesprenttæki fyrir örgögn í íslenskum bókasöfnum og stofnunum. 7) Listar um uppsláttarrit. Um er að ræða hugmynd þess efnis að bókasö.fnin taki saman lista yfir helstu uppsláttarrit sín og síðan verði listum dreift meðal safnanna. Er þess vænst að slíkir listar stuðli að samvinnu bókasafna í upplýsingaþjónustu. ÞR TÖLVUVÆÐING : ^ : " ' .f Vikuna 11.-18. nóvember 1979 dvaldist hér á vegum Háskólabókasafns og Landsbókasafns finnskur maður, Seppo Vuorihen, sem hefur á hendi forstöðu fyrir tölvuvæðingu rcinnsóknáfbókasafna í Finnlandi.' "Vérkefni Vuorinens hér á landi var að veita ráðgjöf um, með hvaða hætti íslensk rannsóknarbókasöfn gætu beitt töivutækni í starfsemi sinni NORDINFO kostaði ferð hins finnska sérfræðings hingað og samningu skýrslu um efnið. Sú skýrsla barst hingað snemma árs 1980.

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.