Fregnir - 01.11.1980, Side 10

Fregnir - 01.11.1980, Side 10
-10- FUNDUR UM FÉLAGSSTARF 0G UPPLÝSINGAMÁL A VEGUM NVBF Dagana 24.-26. okt. s.l. var haldinn i Noregi, á Lysebu fyrir utan Osló, fundur á vegum Sambands norrænna rannsóknarbókavarða, NVBF (Nordisk videnskcibeligt Biblio- tekarforbund). Fundur þessi bar heitið Biblioteksfagligt samarbejde og BDl-samarbejdet i Norden og eins og það gefur til kynna var honum ætlað að fjalla um félagsstarf rannsóknarbókavarða á Norðurlöndum og almennt samstarf á sviöi 1 þss.VvL. Ifr.fv" fundarins ' voru kvaddar stjórnir félaga rannsóknarbókavarða stjórn NVBF og einnig stjórn NORDINFO en NORDINFO stóð undir kostnaði við hann að verulegu leyti. Á fundinum gerðu framsögumenn frá hinum einstöku félögum grein fyrir skipulagi félaganna, starfi og stefnumiðum þeirra. 1 annan stað var greint frá almennri félagslegri skipun bókavarðastéttarinnar í hverju landi, orsökum og þróun til núverandi horfs og stöðu félaga rannsóknar- bókavarða að þvi leyti. Aðrir framsögumenn ræddu vun þróun upplýsingamála á Norðurlöndum á síðustu árum og norrænt samstarf á því sviði. Fleiri mál komu til umræðu, svo sem hlutverk NVBF og æskilegir þættir i starfi samtakanna á næstu árum. Fundurinn var að öllu leyti mjög gagnlegur til að styrkja samstarf félaga rannsóknarbókavarða á Norðurlöndum, bæði á vettvangi NVBF og beint sín i rnill'i. Hann sóttu rúmlega 30 manns. Fulltrúar íslands voru Einar Sigurðsson hskólabókavörður, fulltrúi Deildar bókavarða i islenskum rannsóknarbókasöfnum, Helgi Magnússon bókavörður, formaður DBÍR, og Ingjaldur Hannibalsson verkfræðingur, varafulltr. íslands i stjórn NORDINFO. HM STÖRF Brunamálastofnun íslands hefur óskað eftir aðstoð frá bókasafnsfræðingi við timabundið verkefni. Við minntun ennfremur á að enn mun vera laus staða bókavarðar hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.