Fregnir - 01.11.1980, Page 15

Fregnir - 01.11.1980, Page 15
-15- FRÁ NORDINFO Hinu fyrsta þriggja ára starfstímabili NORDINFO (Nordiska samarbetsorganet för vetenskaplig information) f lauk 1. janúar 1980. I>á fluttist formennska stofnunarinnar frá Finnlandi til Noregs, og við henni tók fyrir næsta þriggja ára tímabil Gerhard Munthe ríkisbókavörður. Fulltrúar íslands í stjórninni fyrir þetta tímabil eru Einar Sigurðsson háskólabókavörður og Jón Erlendsson verkfræðingur, en varamenn ^innbogi Guðmundsson landsbókavörður og Ingjaldur Hannibalsson verkfræðingur. Skrifstofa stofnunarinnar verður áfram í Finnlandi, a.m.k. fyrst um sinn. Á árinu 1980 hefur um 1.8 millj. Fmk. verið ráðstafað til hinna margvíslegustu verkefna. Þar á meðal er NOSP, samskrá um erlend tímarit í bókasöfnum og stofnunum á Noröurlöndum. íslendingar eru beinir þátttakendur í þessu verkefni, og er Þórir Ragnarsson deildarbókavörður full- trúi íslands i starfshópi, sem hefur umsjón með því. - Annars staðar í Fregnum er getiö um f járveitingu NORDII'JFO til ráðgjafar um tölvuvæðingu bókasafna hér á landi. Árinu er skipt í þrjú tímabil, að því er umsóknir um fé til verkefna varöar, og miðast þau við 1. febrúar, 1. mai og 1. september. Langflestar umsóknir koma venjulega á fyrsta timabili ársins, og má búast við að mestallt fé ársins 1981 fari til verkefna, sem sótt er um fé til fyrir 1. febrúar n.k. Umsóknum skal beint til skrifstofu stofnunarinnar, og þar er einnig fáanlegt án endurgjalds fréttabréf hannar, NORDINFO-nytt, en af þvi koma 4 hefti árlega. Áritunin er: NORDINFOs sekretariat c/o Tekniska högskolans bibliotek Otnásvágen 9 SF-02150 ESBO 15 Finland Efnissöfnun i þetta tölublað önnuðust: Kristin Indriöadóttir Þórir Ragnarsson

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.