Fregnir - 01.09.1991, Side 14

Fregnir - 01.09.1991, Side 14
Fundur forstöðumanna í almenningsbókasöfnum var haldinn í B æjar- og héraðsbókasafninu á Akranesi 20. september síðastlið- ina Mðttökur voru góðar og bauð bæjarstjóm fundarmönnum til hádegisverðar. Bókaverðir komu víða að og höfðu margt að spjalla að venju. Þrjú mál voru mest áberandi á þessum fundi: 1 -Talning á fjölda upplýsingabeiönalheimildaleita. 2- Bókasafnavika. 3- Utseld vinna almenningsbókasafna til annarra stofnana bæjarfélaga. Lagt var ffam eyðublað fyrir skráningu á upplýsingabeiðnum og heimildaleitum. Samþykkt var að talningin fari fram annars vegar um mánaðamótin október- nóvember 1991 og hins vtgar um mánaðamótin febrúar-mars 1992. Vonast er til þess að könnunin varpi ljósi á hversu stór þáttur þessi þjónusta er af starfsemi almenningsbókí safna sem menn eru sammála um að sé ört vaxandi. Vonast er eftir þátttöku se m flestra almenningsbókasafna. Ákveðið var að hafa bók tsafnaviku í vetur og samþykkt að starfsmenn frá Bókasafni ísafjarðar, Ves'inannaeyja og Borgarbókasafni undirbúi hana. f framhaldi af þessu verður stofnaður sjóður til þess að kosta auglýsingar í fjölmiðlum o.þ.h. Ætla mrnn að þessi sjóður geti auðveldað alla framkvæmd á ýmiss konar bókasafnakyimingum. Farið verður fram á ákveðnar greiðslur eftir stærð sveitarfélaga. Vonandi er að sem flest söfn greiði sinn skerf í þennan sjóð. í nokkrum bæjarfélögum afa almenningsbókasöfnin selt fagvinnu til annarra stofnana bæjarfélaganna. Rætt var um að samræma gjaldskrá fyrir útselda vinnu og talið að bókasöfnin stæðu þannig betur að vígi við samningagerð. Var þremur forstöðumönnum xaliö að vinna þetta verk. PRÓFESSOR Laus er staða prófessors í Bókasafna- og upplýsingafræðum við Gautaborgar- háskóla. Umsóknir þurfa aó berast í síðasta lagi 1. okt. 1991. Nánari upplýsingar fást hjá bókafulltrúa ríkisins.

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.